Vikan - 06.06.1968, Side 45
fyllilega á óvart. Margir þeirra vofu enn sárir eftir þessa ákomu og
þjáningardrættir á andlitum þeirra.
Angelique vorkenndi þeim ekki vitund. Til þess var hún þeim alltof
reið — en hún vonaði að endurheimt valdsins leiddi eiginmann henn-
ar ekln til of mikilla blóðsúthellinga.
Á grunni hjarta síns hafði hún ailtaf vitað að hann myndi ná yf-
irhöndinni að lo’kum. Andstæðinga hans hafði ekki skort áræðni, hug-
rekki eða jafnvel slægð; hinsvegar voru þeir allt of óreyndir.
Rescator hafði látið iíta út sem hann viðurkenndi ósigur sinn,
svo hann gæti beðið átekta, þar til réttur dagur væri upp runninn.
Með þekkingu hans á hafinu og þeirri leið sem hann hafði stýrt þeim
á, hafði hann ekki átt i neinum vanda með að vita hvað klukkan sló.
Þar sem hann kúrði í iðrum skipsins hafði hann fylgzt með þegar
golfstraumurinn lireif Gouldsboro með sér, siðan hafði hann á réttu
andartaki sent Ericson og Nicholas Perrot upp á þiljur. Þeir höfðu
látið sem þeir vissu ekki hvar þeir voru staddir og í skjóli þess höfðu
þeir stýrt skipinu inn í gildruna, beint inn í sjóræningjagrenið. Þegar
mennirnir í léttibátnum voru komnir í land höfðu þeir fundið vini
sína og sagt þeim hvað á seyði væri og leitað aðstoðar vinveittra
Indíánaflokka.
Mótmælendurnir sem voru fangar i óþekktu umhverfi á kafi í þoku
fengu enga rönd við þeim reist. Luktirnar sem þeir höfðu tendrað um
borð höfðu hjálpað til að vísa litlu barkareintrjáningunum leiðina út
á flóann, hlöðnum skotvopnum, rauðskinnum, veiðivönum sjómönn-
um og sjóræningjum, hinum sundurleita hópi ibúa þessarar villtu
strandlengju og allir sem einn voru þeir tryggir fylgjendur Rescators.
Nú var röðin komin að Rescator að gefa sig fram. Svört vera sem
birtist í þokunni. Hann sýndist hærri en hinir, jafnvel þegar hann
stóð við hliðina á mjög háum Indíánum og þeir lutu honum með katt-
arfimi, sem var enn meira áberandi en ella, vegna skikkjanna sem
blöktu á öxlum þeirra, loðskottanna sem sveifluðust um axlirnar og
fjaðraskrautsins.
Rescator mælti til þeirra á þeirra eigin máli. Hann virtist fyllilega
heima hjá sér, meira að segja hér á þessum heimsenda.
Hann lét sem l'.ann sæi ekki Angelique og nam ekki staðar fyrr
en hann kom til fanganna. Hann virti þá lengi fyrir sér og and-
varpaði síðan.
— Leiknum er lokið, herrar mínir, sagði hann. — Mér þykir leitt
ykkar vegna, að þið skuluð ekki geta notað hæfileika ykkar til nyt-
samlegra verkefnis, í þágu okkar allra. Þið eruð ekki lagnir að
kjósa ykkur óvini, og þið sýnist jafnvei ófærir um að þekkja vini
ykkar. Mönnum af ykkar tagi verða iðulega Þessi mistö á og það
er ágaili, sem verðum þeim dýrkeyptur.
— Hvað ætlið þér að gera við okkur? spurði Manigault.
— Ég ætia að gera það sem þið hefðuð gert við mig ef þið hefðuðu
sigrað. Þið voruð sifellt að ryðja yfir mig fróðleik Biblíunnar, nú
er röðin komin að mér að benda ykkur á að íhuga þau lög sem bók
bókanna hefur að geyma: — Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.
35. KAFLI
— Dame Angelique veiztu hvað hann ætlar að gera við þá?
Angelique kipptist við og leit á Abigail. í litlausri morgunskímunni
var andlit hennar ótilhaft og í fyrsta sinn síðan Angelique kynntist
henni hafði hún algjörlega gleymt að hugsa um útlit sitt. Kvíðinn
þurrkaði út pjattið. Hún hafði ekki tekið af sér svuntuna, sem hún
hafði notað nú nokkur undanfarin kvöld ,og hún var óhrein eftir að
hlaða múskettur mótmælendanna. Hún var ekki með hvítu skupluna
og sitt, ljósgult hárið hékk niður um axlir hennar og færði írenni
óvenjulega léttan, æskufullan blæ. Angelique þekkti hana ekki svona,
henni kom á óvart að sjá að Abigail hafði verið að gráta og augu
hennar voru full af skelfingu, því Abigail þurfti ekki neitt að ótt-
ast um föður sinn, séra Beaucaire eða frrenda sinn, því báðir höfðu
verið mjög mótfallnir uþpreisninni og iátið það koma greinilega í
ljós. Og hún átti hvorki son né eiginmann meðal þeirra sem nú áttu
óráðin örlög.
Mennirnir sem hún spurði um af svo mikiili umhyggju voru upp-
reisnáríoringjarnir: Manigault, Berne, Mercelot, Le Gall og þeir þrír
hinir, sem höfðu verið sendir í áhöfn Rescators sem njósnarar. Enginn
hafði séð þá síðan daginn áður. Hiniv höfðu verið sendir aftur til
kvenna sinna og barna. Skömmustulegir, þreyttir og bitrir i skapi
höfðu þeir varla snert við þeim óþekktu ávöxtum og grænmeti sem
dreift hafði verið milli allra ásamt ríkulegum birgðum af fersku vatni.
— Ég er farinn að halda að við höfum hagað okkur eins og kján-
ar, sagði doktor Parry og lét íallast ofan á hálmknippi. — Áður en
við hlýddum á Manigault og Berne hefðum við að minnsta kosti
átt að tala út við Rescator, sem þrátt fyrir allt samþykkti að taka
okkur um borð, skilmálalaust, þegar við vorum 1 mesta háska stödd.
Carére lögfræðingurinn var líka að nöldra. Hann var ævinlega
klárvígur og hafði einhvernveginn heppnazt að særa sig á hendinni á
sinni eigin múskettu og sársaukinn frá þessu sári bætti hreint ekki um
geðið hjá honum.
— Og hverju máii skipt.ir það mig hvort við hefðum farið til Vestur-
Indía eða ekki.
En Manigault var hrœddur um að tapa peningunum sinum og Berne
var hræddur um að glata ást ákveðinnar manneskju — manneskju
sem gersamlega hafði svipt hann vitinu og handtekið hann tilfinn-
ingalega.
Lögfræðingurinn hélt áfram að tauta milli samanbitinna, rottu-
legra tannanna og leit illskulega í áttina til Angelique:
— Við létum þessa tvo brjálæðinga snúa á okkur.. Nú er ég laglega
staddur — með ellefu börn.
Mótmælendurnir sátu þöglir og niðurdregnir. Jafnvel börnin sem
undanfarinn bardagi hafði gert ærlega hrædd og Þá ekki síður rauð-
skinnarnir, höfðu ekki náð sér aftur og sátu þarna eins og litlar mýs
og horfðu þegjandi á dapurleg og áhyggjufull andlit fullorðna fólks-
ins.
Hvernig skipið vaggaði mjúklega, þar sem það lá fyrir akkerum,
stöðug og þrúgandi þögn þokunnar, sem hélt skipinu föngnu eftir svona
marga daga storma og orrusta, undirstrikaði þá tilfinningu að þetta
IR()PAST#S
Bylting á sviði ^
iropas
f ' ít- Oö GL0D6SKALSFJEHNeH:
■’•*•: x:«>: <t •/>:
ryðhreinsunar
RYÐHREINSIÐ MEÐ IROPAST OG ÞÉR
MUNUÐ NÁ UNDRAVERÐUM ÁRANGRI.
Einkaumboð:
Laugavegi 178 Simi 38000
V_________1__________________________
IROPAST er ryðhreinsiefni, sem nýlega
er komið á markað erlendis.
Hinir einstæðu eiginleikar IROPAST
hafa þegar valdið byltingu á sviði
ryðhreinsunar, enda nýttir í stórum stíl
við hreinsun á ryði og gjallhúð.
IROPAST er borið á með pensli eða
spaða og síðan fjarlægt hieð vatni eftir
nokkrar klst..
IROPAST eyðir fullkomlega öllu ryði
en hefur þó hvorki skaðleg áhrif á
hreinan málm né málningu.
99
LJLF OG IUILD66
Reykið
L&M