Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 3
TROPIC - TAN Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12 — Sími 36620 sólarolía og lotion gerir yður eðlilega brúna á styttri tíma en nokkur önnur sólarolía. TROPIC-TAN sólaráburður er seldur og notaður um allan heim við geysilegar vinsældir. Sannfærist og kaupið TROPIC-TAN. TROPIC-TAN fæst í öllum lyfja- og snyrtivöruverzlunum um land allt. Þjóðin gegn stjórnmálamönnum Að undanförnu hefur mönn- um orðið tíðrætt um, hvort það sé raunverulega rétt, að þjóðin og stjórnmálamennirn- ir séu fjandmenn — hvort það geti verið satt, að fólkið í landinu hafi rótgróna andúð á stjórnmálum og stjórnmála- mönnum. Einhverrar breyt- ingar sýnist þörf í stjórn- málaheiminum hér, ef marka má þá vísbendingu, sem tal- in er fólgin í úrslitum for- setakosninganna. Og það er víðar en hér, sem ný andlit og ný framkoma vinnur á í kosningum. f Kan- ada, þar sem Trudeau vann glæsilegan sigur í kosningun- um í sumar, maður með ævintýralega fortíð og til þess að gera nýr í stjórnmálum -— það eru ekki nema þrjú ár síðan hann hóf afskipti af þeim. En hann kom óvenju- lega fram af stjórnmála- manni að vera; hann skeytti ekki um að vera hátíðlegur og alvarlegur, heldur hló og ærsl- aðist og þegar mannfjöldinn flautaði, stakk hann fingrun- unum upp í sig og svaraði í sama. Hann er heilsuræktar- maður og stakk sér hiklaust í laugar með kjósendum og lék á alls oddi, og á þessu m.a. vann hann frægan sigur. Seint á fimmta tug aldar- innar fór Trudeaus í heims- reisu og lenti þá í glæpa- mönnum í Egyptalandi, byltingarmönnum kommún- ista í Kína og sjóræningjum á Indlandshafi. Eitthvað er ó- ljóst með hlutdeild hans í hinni misheppnuðu innrás Bandaríkjamanna á Gæsaflóa á Kúbu, en aðspurður um slíkt fyrir kosningar svaraði hann ýmist út úr eða tómri þvælu. Hann kemur mönnum líka á óvart á ýmsan hátt, svo sem með því að mæta í neðri deild- inni í úlpu og sandalaskóm. Hvenær breytist svo við- horf íslendinga til stjórnmála- manna sinna? Ætli það verði fyrr en þeir fara að blístra á framboðsfundum og spranga um á gylltum, hælaháum skóm með síða lokka? S.H. 2 VIKAN 29- tbl- ru||M DDfl? fVinu DnUð IÞESSARI vikd BERST FYRIR AFNÁMI KYNÞÁTTAMISRÉTTIS . . BIs. 4 PÓSTURINN ......................... Bls. 6 SMÁEFNI............................ Bls. 8 í SJÓNMÁLI ........................ Bls. 10 MARTRÖÐIN, SMÁSAGA ................ Bls. 12 HLÁTURINN ......................... BIs. 14 EFTIR EYRANU....................... Bls. 16 APAR KOMNIR AF MÖNNUM ............. Bls. 18 ANGELIQUE OG SJÓRÆNINGINN ......... BIs. 19 HVERNIG HINIR RÍKU HALDA SÉR UNGUM . . Bls. 21 LÁTÚNSHNAPPUR Á VARBERGI OG DÓSIN, SEM GAT VERIÐ TÍMASPRENGJA ............ Bls. 24 VIKAN OG HEIMILIÐ ................. Bls. 46 VÍSUR VIKUNNAR: Síldin er útum allar trissur og illt með gjaldeyrisforðann. Sem stundum fyrr er nú hart í heimi og hafísþök fyrir norðan. En borgin við Flóann hlýtur vegsemd sem vart hlotnast öðrum bæjum: Þá hallar sumri er hermt hún verði að húnvetnskum engjaslægjum. SKRÝTIN LYKT Bóndasonur úr Húnavatnssýslu trúlofaðist stúlku úr Reykja- vík og fór með hana í kynnisheimsókn norður. Stúlkunni þótti allt þar heldur ófínt og kunni illa við lyktina í bæjarhúsinu, sem var komið nokkuð til ára sinna. Um daginn hafði hún smáfundið að einu og öðru, og um kvöldið, þegar hún sat inni í eldhúsi, sagði hún: — Voðalega er skrýtin lykt hér. Hún er eins og af sviðinni málningu. Þá svaraði tengdapabbi tilvonandi: Það kann að vera, og kannski ættirðu ekki að sitja með andlitið svona nærri eldavélinni, stúlka mín. FQRSÍÐAN: Æ meiri dirfslcu gætir nú í vali háralitar og engin minnkun þykir lengur að ganga með litað hár. Hjónin á forsíðunni hjá okkur núna hafa þrauthugsað sína liti og eins og sjá má, hefur barnið fengið jafnt af háralit beggja foreldranna. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjóm, auglýsingar, afgreiSsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verö í lausasölu kr. 40.00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvemher, febrúar, maí og ágúst. ntJESTD ■viKUa í næsta blaði heldur Dagur Þorleifsson áfram að segja frá stjörnumerkjunum, og að þessu sinni fáum við að vita allt um þá, sem fæddir eru í ljónsmerkinu. Þar segir hann meðal annars: „Eins og hrút- urinn heyrir ljónið til þeirr- ar þrenningar í dýrahringnum, sem eldinum er tengd. Þriðja eldmerkið er bogamaðurinn. Segja má, að hrúturinn tákni neistann, hitann, ljónið loga og ljós, bogamaðurinn glóð og bráðnun. Eldur hrútsins er upprunalegur og ótaminn, eld- ur ljónsins hins vegar beizl- aður miðstöðvareldur, sem gefur orku og hita til allra hliða.“ Vegir Iiggja til allra átta heitir grein í samantekt And- résar Indriðasonar, þar sem hann segir frá því helzta, sem félagssamtök hafa á prjónun- um í sambandi við skemmtan- ir um verzlunarmannahelgina. Og að sjálfsögðu er þáttur hans. Eftir eyranu, fjölbreytt- ur að vanda. Þá er sagt frá stúlku, sem varð fyrir því óláni í sam- bandi við uppskurð, að í henni gleymdist hnífur og leið á löngu, þar til það uppgötvað- ist. Ekki má gleyma fram- haldssögimum, Angelique og Hlátrinum, svo er rúsínan í pylsuendanum: Sumarsagan Michael, úr safni Hitchcocks, samfelld saga á sjö síðum. 29. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.