Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 29
Michael hélt það út í 61 dag. Þaðirar mikil hátíð, þegar hann var grafinn upp með viðhöfn. Ekki hafði fyrr verið mokað of- an á kistulokið en hann rak aðra lúkuna upp úr og veifaði til mannfjöldans. Hann veifaði síðan án afláts meðan kistan var borin í broddi skrúðgöngu heim í krána, þar sem hann hefur starf barþjóns með höndum, en þar var lokið skrúfað af. Micha- el reyndist við beztu heilsu, og þegar læknirinn Brian Demps- ey hafði rannsakað hann, leit hann á viðstadda og sagði með hálfgerðum hryllingi: — Þessi maður er óhugnanlega vel á sig kominni Og írinn bætti við: — Mér líður prýðilega. Ég hef ekk- ert á móti því að láta grafa mig í 61 dag aftur! En hann naut þess í ríkum mæli að vera aftur ofan jarðar og miðpunktur alls, ekki hvað sízt þegar kynbomban Diana Dors rétti honum silfurbikar einn mikinn til minningar um þetta fáránlega heimsmet. Hann lét augun hvarfla með velþókn- un um þessa þokkadís, sem eink- um er þekkt fyrir útlit sitt, þangað til hún bætti við: — Þessu fylgir að sjálfsögðu koss, en ekki fyrr en þú hefur farið í bað! En hann var ekki tilbú- inn til þess, heldur lagðist í ból- ið sitt um leið og tækifæri gafst og féll þegar í væran blund. Þetta uppátæki hans virðist ætla að færa honum töluvert í aðra hönd. Hann hefur þegar fengið tilboð frá nokkuð mörg- um hótelum um að láta grafa sig lifandi við og við, ýmist stutta stund eða allt upp í viku í einu, til skemmtunar gestum hótelsins og á kostnað þeirra. Michael hefur íhugað þessi til- boð svo alvarlega, að hann hef- ur nú fengið sér umboðsmann, sem á að sjá um fjármálahliðina á þessu og vera til að tryggja það, að ekki gleymist einhvern tíma að grafa hann upp aftur. Þótt hann hafi ekki verið graf- inn fyrr en í þetta skifti, er hon- um kirkjugarðsmoldin ekki ó- kunnug. Áður en hann gerðist barþjónn, var hann grafari að atvinnu. ☆ Læknir var viðstaddur, þegar kistau var opnuð, og rannsakaði heilsufar Michaels, sem gjarnan gat hafa aíiag- azt eitthvað við tveggja mánaða vist í líkkistu, tvo metra ofan í jörðinni. Þegar læknirinn hafði hlustað hann, gaf hann þessa yfirlýsingu: — Mað- urinn er óhugnanlega vel á sig kom- inn. „Sigurganga“ Michaels og vina hans frá gröfinni lieim á krána, þar sem hann var barþjónn. Frá því að mokað var af lokinu og heim á krá veifaði liann án afláts. — Við viljum sjá hann Michael okkar, hrópaði mannfjöldinn, og Michael staulaðist út að glugga og þar lyftu vinir hans honum til sýnis. Ljósmynd- arar lögðu sig í háska til að ná mynd- um af honum. Diana Dors afhenti honum silfurbik- ar og hét honum kossi í kaupbæti, þegar hann hefði þvegið sér. 29. tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.