Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 5
Marlon Brando í kvikmyndinni Candy ásamt Ewu Aulin. Þar lék hann hinn mikla jóga. Nýjasta vinkona hans er Zarita Mendez. Marlon Brando með son sinn, Simon frá Thahiti. <5 Marlon Brando með fyrstu konu sinni, Önnu Kashfi, vinkonu sinni Taritu og- núverandi eiginkonu sinni, Movitu. Hann afþakkar milljónatilboð og ætlar að lielga sig svertingjum. hvernig hún splundraðist eins og postulín, sem fellur. Sg sté yfir hana og gekk burt. Síðan er mér sama um allt. Þegar hann gekk í leikskóla Stellu Adler í New York, vakti hann athygli skólasystkina sinna fyrir fálæti, nautnalegar varir og þunnt, ljóst hár. í frímínútum og frítímum las hann Freud, þjálf- aði sig í jógaöndun eða blaðaði í búdda-bænabókum. Strax þá var hann óhugnan- lega næmur fyrir umhverfi sínu: — Ef ég kem inn í sal með 100 manns, finn ég undir eins, ef einn af þeim hópi er mér um geð. Og þá verð ég að fara út. Vegna þessa geðbrests hans og hins, hve honum hélt við að verða feitur, komu vinir hans honum í hnefaleikaklúbb. Hnefa- leikarnir áttu að byggja upp aft- ur niðurbrotið sjálfstraust Mar- lons. En í fyrsta tímanum gerð- ist það, sem olli þáttaskilum í lífi hans: Hann var borinn með- vitunarlaus út úr hringnum með brotið nef. Af einhverjum óupp- lýstum ástæðum lét læknirinn, sem að sárinu gerði, nefið illa saman og er síðan með sérkenni- legan lið. Þetta nef setti sitt mark á leik hans í kvikmyndunum, og í og með þess vegna tók hann að græða meiri peninga en sál- fræðingurinn hans gat haft af honum. Sagt er, að Marlon hafi þótt það ákaflega miður. í ástarlífinu hefur hann líka verið ærið brokkgengur. Sú kvengerð, sem honum fellur bezt, eru þær sem eru austurlenzkar yfirlitum, grannvaxnar, þokka- fullar og barnalegar. Oftar en einu sinni hefur hann leitað ham- ingjunnar hjá konum með rjóma- gula húð og skilið eftir sig marg- falda óhamingju. Sú skárst gefna af þessum náttúrubömum hans, mexíkanska leikkonan Pina Pellicer, framdi sjálfsmorð, þeg- ar hann yfirgaf hana. Og Asíu- mærin France Nuyen tók ótryggð Marlons svo nærri sér, að hún gat ekki annazt hlutverk Suzie Wong, eins og ákveðið hafði ver- ið, svo Nancy Kwan varð að taka það að sér svo sem frægt er orð- ið. Maria Cui, frá Malaya, reyndi árangurslaust að gera hann sér trúan, meðal annars vegna þess, að hún varð barnshafandi af hans völdum. Marlon vildi ekki eiga hana en gekk þegar í stað stolt- ur við barninu; hann er töluvert rogginn yfir því, að hann hefur alltaf gengizt við börnum sínum þegar í stað. Hin indverska eig- inkona hans, Anna Kashfi átti með honum soninn Christian Devi og hin mexíkanska eigin- kona hans Movita soninn Sergeo og síðan dótturina Rebeccu, Þau eru ennþá gift, og hafa verið síð- an 1960. En fyrir fjórum árum gekk hann við syni Tarítu frá Thahiti, Simoni. Og nú sem stendur er hann í slagtogi við asísa stúlku að nafni Zaritu Mendez. Hún er kölluö einkaritari hans. Hún þykir þó ekki alveg falla inn í þá mynd, sem gera mætti sér af þessum nýja, pólitíska mannréttinda Brando. Hún er fremur arfur frá þeim tíma, er leikarinn var þung- lyndur og einmana, og heim- spekilegir þankar voru á þessa leið: — Hvaða tilgangur er með líf- inu, annar en að elska? Menn eru ekkert öðruvísi en önnur dýr. Þeir fæðast til að gegna ætlun- arverki sínu: Að æxlast. ☆ 29. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.