Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 21
HVERNIG HINIR RIKU HALDA SÍR UNGUM DG ADLADANDI „Ríka fólkiS er öSruvísi en þú og ég“, er haft eftir F. Scott Fitzgerald. Þetta sagði hann fyrir meira en mannsaldri, og nú, þegar auðmönnum fjölgar stöðugt, er sannleikur þessara orða greinilegri. Auðugt fólk er öðruvísi og það verður æ greinilegra. (Þetta á auðvitað ekki við í okkar litla þjóð- félagi, en það gæti verið forvitnilegt að skyggnast svolítið bak við tjöldin hjá fólkinu í heims- fréttunum). aS er ekki eingöngu það að auðugt fólk klaaðist giæsi- legri fatnaði; það hefur ann- að göngulag, það talar öðru- vísi en almenningur, það hefur annað útlit, já, það er meira að segja önnur lykt að því. Það fólk, sem er efst á baugi í fréttum úr samkvæmislífinu, er eins og allir vita ekki fátækt fólk. Auð- ugt fólk virðist hraustlegra, það virðist hafa meiri þrótt og vera unglegra en þeir sem minna hafa fyrir sig að leggja. Ennfremur virðist það halda æsku- fegurð lengur. Fyrir nokkru andað- ist í New York ein af þekktustu feg- urðardísum samkvæmislífsins, þá vakti það furðu þeirra sem lásu eftirmælin eftir hana, (þ. e. a. s. þeirra sem ekki voru kunnugir henni og vissu þar af leiðandi ekki leyndarmál hennar) að hún var 78 ára, semsagt fædd á öldinni sem leið. Marlene Dietrich, sem er sex- tíu og þriggja ára, er líklega sú kona sem frægust er fyrir að halda sér vel; en það eru að minnsta kosti tvær aðrar, sem ekki hafa látið á sjá, og það eru þær Norma Shearer og Irene Dunn, sem nú eru meðal ríkustu kvenna í Los Angel- es. Auðæfin geta þær þakkað því að þær sóuðu ekki þeim glfurlegu tekjum, sem þær fengu fyrir kvik- myndaleik sinn, heldur komu pen- ingum fyrir í arðbærum fyrirtækj- um. Hin fagra frú Paley, kona stjórnarformanns GBS, er stöðugt á lista yfir bezt klæddu konur í heimi. Hún er fimmtug, en lítur svo sann- arlega ekki út fyrir það. Frú Paley á einu sinni að hafa sagt að kon- an geti aldrei verið of grönn eða of auðug. Og það eru ekki ein- göngu konurnar. Hinn drengjalegi Johnny Carson, sem er einn af hæst launuðu skemmtikröftum I Bandaríkjunum, er það sem kallað er miðaldra, fjörutíu og þriggja ára, en getur hæglega litið út fyr- ir að vera rúmlega tvítugur. Pat Boone er um þrítugt, en lítur enn- þá út eins og skólastrákur. — Það útheimtir vinnu, vinnu og aftur vinnu, að halda sér ungum, 29. tw. VrIKA-N 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.