Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 17

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 17
Enoar anolysínaabrellur seaia Honeybns ANDRÉS INDRIÐASON Við vitum, að Ringó Starr á Rolls Royce bifreið fyrir utan nokkra aðra smábíla. Allir þess- ir bílar hans fá hins vegar yfir- leitt að standa í bílskúrnum, því að Ringó á farartæki, sem hann hefur meiri mætur á, en það er reiðhjólið, sem við sjá- um hann á hér á myndinni. Honum finnst fátt skemtmilegra á góðviðrisdegi en að hjóla úti á landsbyggðinni — alténd er það skemmtilegra en hugleiðsla í Himalayafjöllunum að ekki sé á það minnst, hve jarðbundnara það er. Þeir vísu menn, sem þekkja alla klæki hins svokallaða skemmtanaiðnaðar, gefa nýgræðingum í hransanum oft svohljóðandi heilræði: Ef þú vilt ná árangri, gerðu þá eitthvað til að vekja á þér athygli. Ekki ber þó að skilja þetta svo, að slíkt geti komið í stað hæfileika. En kannski kemur það af stað blaðaskrifum, og sumir vilja lialda því fram, að öll skrif, hvort sem þau eru jákvæð eða neikvæð, séu góð auglýsing. Hver man t. d. ekki eftir „bjútílokk“, Bill Haley eða mjaðmasveiflum Elvisar? Eða stígvél- um Nancy Sinatra, að ekki sé minnzt á skólausa fætur Sandie Shaw. En því er nú á þetta minnzt, að komin er fraim á sjónarsviðið -hljómsveit, sem ekki ætlar að gera neitt til að vekja á sér athygli annað en að senda frá sér góðar hljómplötur. Þessi hljómsveit, sem er brezk, heitir Honeybus, og fyrsta lagið frá henni, „I can‘t let Maggie go“, er vissulega gott lag enda sigldi það hraðbyri upp eftir vinsældalistanum brezka að því er síðustu fregnir hermdu. Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn, og umboðsmaður þeirra segir: — Stefnan hjá okkur er þessi: Eng- ar auglýsingabrellur, engar fáránleg- ar ljósmyndatökur. Við liöfum t. d. engan sérstakan auglýsingastjóra, eins og allflestar hljómsveitir hafa. Strák- arnir vilja standa og falla með mús- ikinni. Þeir hættu öðrum störfum, til þess að geta komið „Maggie“ út á plötu, og þeir borguðu aukahljóð- færaleikurum við upptökuna úr eig- in vösum. Þeim er ljóst, að þeir eiga enn margt ólært, en þeir leggja sig alla fram — sérstaklega hvað snertir sviðsframkomu. Þeir vilja heldur fara rólega í sakirnar en standa allt í einu í sviðsljósinu sveipaðir dýrðarljóma fyrir tilverknað einhverrar auglýs- ingabrellu — og sjá síðan eftir öllu. Höfuðpaurinn í hljómsveitinni heitir Pete Dello, og hann segir: — Ekki geðjast okkur að auglýsinga- bragði eins og því, er liðsmenn hljóm- sveitar einnar létu taka af sér myndir hafandi ffkjublöð ein „klæða“. Eða því tiltæki Frank Zappa í hljómsveit- inni „Mothers of Invention“ að láta taka af sér mynd sitjandi á klósetti. Má vera að slíkt sé fyrir hans smekk, en okkur kæmi aldrei til hugar að láta taka af okkur myndir á náðhúsi. Helzta áhyggjuefni piltanna í Honey- bus er nú að finna lög á næstu tveggja laga plötu. Platan á að vera komin á markað í lok júní, en þegar þetta er skrifað er aðeins vitað, að lagið verð- ur eftir Pete Dello, en hann samdi Iíka hið vinsæla lag „I can‘t let Maggie go“. Rolllng- arnir afftur f Ijöslnu Mick Jagger, söngvari Rollinganna, mun fara með aðalhlutverk í kvikmyndinni „The Per- formes“. Vinkona hans, Marianne Faithfull, er með honum á myndinni, en hún hefur líka leikið í kvikmynd nýlega. Ekki eru Rollingarnir dauðir úr öllum æðum, eins og margur ætlaði, því að tveggja laga platan þeirra með laginu „Jumping Jack Flash” hefur náð feiknalegum vinsældum. Á þessari plötu kveður við nokkuð annan tón en á nýjustu hæggengu plötunni þeirra, „Their Satanic Majesties Request1" sem var tekið fremur fálega. Á þeirri plötu voru hin ýmsu kynjahljóð, sem flest voru lítið í æt.t við þá pop-músik, sem hinn almenni hlustandi kann að meta. Framúrstefnupopmúsik er líka tæplega vænleg til á- vinnings hijómsveit með jafn galiaðan orðstír og þeir Rollingar hafa. Varla tjóar að hengja sig í þá von, að heiti hljómsveitarinnar eitt selji vöruna. Hin nýja tveggja laga plata er með blúskenndri músik af sömu Rollingarnir á hljómleikum — nýjasta tveggja laga platan þcirra hefur vakið athygli. tegund og gerði Rollingana fræga og vinsæla forðum daga. Sumir segja jafnvel, að þetta sé bezta tveggja laga plata, sem Rollingarn- ir hafi látið frá sér fara. Lagið „Jumping Jack Flash“ er eftir Mikka Jagger og Keith Richard og sömuleiðis lagið „Child of the Moon“, sem er bakatil á sömu plötu. í júlímánuði átti að koma út hæggeng hljómplata með hljómsveitinni, og var tekið fram, þegar þetta var tilkynnt, að þessi plata yrði í allt öðrum dúr en „Their Satanic Majesties Request“. Á þess- ari plötu spilar Mick Jagger á gítar, en það er í fyrsta sinn að hann spilar á gítar á hljómplötu. Mick ger- ir sér vonir um, að þessi plata komi á markaðinn 26. júlí, en þá á hann afmæli. Öll músik á plötunni er eftir hann og Keith Richard. Margir velta því nú fyrir sér, hvort Rollingarnir hafi nú loksins náð sér á strik aftur, og virðast flestir álíta, að nú sé tekið að rofa til fyrir þeim. En veraldargengið er valt. Um þær mundir sem lögin á nýju tveggja laga plötunni þeirra tóku að heyrast, gómaði lögreglan Brian Jones, gítarleikara hljómsveitarinnar, þar sem Framhald á bls. 36. Þetta er Peter Frampton, söngvari og aöalsprauta hljóm- sveitarinnar Herd. Hljómsveit- in hlaut mjög slæmar viðtök- ur á liljómleikunum á Weinb- ley leikvanginum. 29. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.