Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 9

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 9
 Veröur mon- sieur KfilBy IVflr. Ford? Jena-Claude Killy á ekki sjö dag- ana sæla. Fordfjölskyldan banda- ríska hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að hann muni ákjósan- legur maki fyrir Ford-dótturina Charlottu, Þegar er Charlotte bar hann augum í fyrsta sinni, fékk hún ágirnd á honum og fékk samþykki föður síns til að eiga hann. Killy var ekki eins spennt- ur. Hann flaug í ofboði heim til Parísar og hefur haft hægt um sig. Charlotte skreppur þangað endrum og eins til að koma vit- inu fyrir hann. Hún er í röktum hjónabandshugleiðingum og vin- ir hennar segja, að brúðkaupið eiga að standa innan skamms — jafnvel svo fljótt, að ekki vinn- ist tími til að koma þessum lín- um út á prent áður en þau verða hjón. Killy anzar þessu engu op- inberlega. Líklega er hann þenkj- andi út af fyrra hjónabandi Char- lotte. Það var gríski útgerðar- maðurinn Níkaros sem hún átti þá; hann fékk í ofboði skilnað frá fyrri konu sinni til að ganga í það heilaga með Charlottu. Þeg- ar að loknu brúðkaupinu fóru þau öll þrjú í brúðkaupsferð og í fyllingu tímans eignaðist Char- lotte son. Þá skildu þau Níkaros og hann gekk aftur að eiga fyrri konu sína. — Áður en Charlotte ákvað að eiga Killy núna leitaði hún samþykkis Níkarosar, sem lagði blessun sína yfir það áform hennar. Einhvern veginn virðist Jean-Claude Killy samt ekki vera yfir sig hrifinn. Ungfpú m|6lk Ragni Arby er ein frægasta stúlkan í Englandi um þessar mundir. Hún hefur tekið að sér að verða eins konar tákn fyrir aukinni mjólkurneyzlu, og hvar sem maður fer í því landi gef- ur að líta myndir af Ragni með mjólkurflöskur í kring um sig. Sagt er , að mjólk sé litin hálf- gerðu hornauga í því ágæta bjór- landi Englandi, svo mikið er víst að Bretar urðu að fara til Gauta- borgar til að finna mjólkurstúlk- una sína. /—-——- - N ★ HEILDSÖLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF. Simar 13425 og 16425. V______________________________________________J / s Hatifíiatkutiit INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA ýhhi- & RÁNARGÖTU 1?. SÍMI 19669 V____________________________/ 29. tbi. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.