Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 6
HAGSÝN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
IROPAST eyðir fullkomlega öllu ryði
en hefur þó hvorki skaðleg áhrif á
hreinan málm né málningu.
RYÐHREINSIÐ MEÐ IROPAST OG ÞÉR
MUNUÐ NÁ UNDRAVERÐUM ÁRANGRI.
EinkaumboS:
3
Laugavegi 178
Sími 38000
IROPAST er ryðhreinsiefni. sem nýlega
er komið á markað erlendis.
Hinir einstæðu eiginleikar IROPAST
hafa þegar valdið byltingu á sviði
ryðhreinsunar, enda nýttir í stórum stíl
við hreinsun á ryði og gjallhúð.
IROPAST er borið á með pensli eða
spaða og síðan fjarlægt með vatni eftir
nokkrar klst..
mOFASr
T- 00 eUI»88KAL5FjeHNEH;
NÝ ANGEUQUE?
Kæra Vika.
Ég var að heyra minnzt
á það í hópi fyrir skömmu,
að Angelique færi að verða
búin. Mér þótti þessi tíð-
indi slæm, því ég hef allt-
af fylgzt með Angelique og
ævintýrum hennar frá upp-
hafi og þótt þau ákaflega
skemmtileg. Ég vona að
það sé ekki satt að sagan
sé að verða búin. Og kem-
ur þá ekki ný bók á eftir
þessari?
Þín Dódó.
Það er rétt að saga Ange-
lique er ekki á enda runn-
in með þessari bók. Sú
næsta heldur áfram að
segja frá ævintýrum sögu-
hetjunnar í Ameríku, þar
sem hún má stríða við
villta Indíána og grimman
vetrarkulda. En sú bók
byrjar ekki strax á eftir
liinni, heldur verða fyrst
birtar aðrar framhaldssög-
ur, ein eða fleiri. Angeli-
que-unnendur hafa til
þessa verið margir, og ef
við verðum varir við að
þeim leiðist að bíða eftir
næstu bók, munum við
reyna að flýta birtingu
hennar eftir föngum.
Af Angelique og sjóræn-
ingjanum eru nú eftir sex
til átta hlutajr, en síðan
byrjar spennandi og fynd-
in kvikmyndasaga.
SUÐUR-AFRÍSKUR
TILBÚNINGUR?
Til Vikunnar.
Eg leyfi mér að undrast
birtingu greinar í 26. tbl.
er ber yfirskriftina „Eru
morð skipulögð á æðstu
mönnum Bandaríkjanna?“
Slíkan málflutning gæti
maður átt von á að sjá í
sorpritum, en ekki í virðu-
legasta vikublaði landsins.
Röksemdir þær, sem fram
eru bornar í greininni eru
aðeins við unglinga hæfi.
Fyrst og fremst liggur í
augum uppi, að ef Rússar
hefðu áhuga á að koma
bandarískum valdamönn-
um fyrir kattarnef, mundu
þeir sízt allra hafa valið
Robert Kennedy og Martin
Luther King, sem voru af
hægri öfgamönnum kallað-
ir kommúnistar. Dauði
þeirra kom aðeins þeim öfl-
um í hag. Fyrir utan þessa
fjarstæðu í greininni má
finna margar aðrar þver-
sagnir. „Njósnarinn“ segir,
að sér hafi verið ætlað að
ráða af dögum Johnson for-
seta, Humphrey varnar-
málaráðherrann, utanríkis-
ráðherrann, fjármálaráð-
herrann og marga kunna
öldungadeildarþingmenn.
Er leyniþjónusta USSR
virkilega ætluð svo skyni
skroppinn að hún ætli ein-
um manni slíkt verkefni?
Og sú hótfyndni að njósn-
arinn hafi „af tilviljun“
hlerað samtal tveggja yfir-
manna um undirbúning
morðsins á J. F. Kennedy
á aöeins heima í „Dýrlingn-
um“.
Ljóst er, að grein þessi
er aðeins tilbúningur suð-
ur-afríkskra yfirvalda og
skrifuð af næsta annarleg-
um hvötum. Ég vona að
Vikan birti ekki á nýjan
leik efni á borð við þetta
heldur haldi áfram sínum
háa ,,standard“ í efnisvali.
í von um birtingu að-
finnslu minnar,
Magnús Hall.
Morðin á Kennedy-
bræðrunum og dr. King eru
þesskonar atburðir, að ekki
er nema eðlilegt að menn
leiti ýmiskonar skýringa á
þeim. Mörgum þykir naum-
ast einleikið, að mikilhæf-
ustu og vinsælustu þjóð-
málaskörungar Bandaríkj-
anna séu ráðnir af dögum
hver á fætur öðrum, og
gizka á að að baki hljóti
að standa einhver voldug
öfl, sem vilji lama liið
bandaríska veldi eða þá
breyta stefnu þess. Vikan
tekur enga afstöðu varð-
andi slíkar getgátur, en tcl-
ur rétt að kynna lesendum
sínum sem flestar þeirra.
Greinin, sem þú hneykslast
á, er um eina slíka kenn-
ingu, sem byggist á full-
yröingum suður-afrísku
leynilögreglunnar um upp-
lýsingar, sem hún segist
hafa eftir sovézkum njósn-
ara, sem hún hremmdi.
Eins og tekið er fram
við upphaf greinarinn-
ar, þykir okkur hún ó-
trúleg, en vitaskuld er á-
stæðulaust að liggja á
henni frekar en öðrum,
sem fram kemur í málinu,
unz hið sanna kemur í
G YIKAN z9-