Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 26
LATUNSHNAPPUR Á
VARDBERGI.................
skríkjandi börn og konur með hár samlitt
sandinum.
Það sem merkilegast er í borg þessari er
Varbergshöll, sem er smáspöl frá höfninni en
mun hafa verið einn fyrsti vísirinn að kaup-
stað þarna. Höllin er á háum hamri við sjó
fram, sem hún og borgin draga nafn af. Eldri
mynd heitisins var Wardberg, eða Varðberg.
Ekki er það örnefni neitt einsdæmi, því á
Hallandsströnd heitir annar hver klettuír
þessu nafni. Er trúlegt að í fyrri daga, þegar
víkingar og ofbeldismenn voru á sveimi um
allan sjó, hafi Hallendingar sem fleiri haft
varðmenn á þeim stöðum, sem hæst gnæfðu,
til að skyggnast eftir grunsamlegum skipa-
ferðum.
Sænski lóðsinn kemur um borð útifyrir Kungshamn.
Frá fornu fari var Halland hluti Dan-
merkur, unz Svíar lögðu það undir sig á
sínum velmektardögum. Það kváðu hafa ver-
ið danskir biskupar, sem fyrstir létu hlaða
vígi á Varbergsklöpp, meðal annars átti
Absalón erkibiskup í Lundi, sem talinn er
stofnandi Kaupmannahafnar og hratt af
höndum Dana árásum fyrrnefndra Vinda,
hlut að því verki. En það var Kristján fjórði
Danakóngur, sem gekk frá kastalanum nokk-
urnveginn eins og hann er enn í dag, enda
var höfðingi sá mikill framkvæmdamaður
um byggingar. Á íslandi byggði hann að vísu
ekkert, en kom þess í stað á einokunarverzl-
un. Kristján átti í vök að verjast fyrir Sví-
um og lagði sig því mjög um að víggirða
lönd sín austan Eyrarsunds fyrir þeim, til
lítils gagns þó, því litlu síðar gleyptu Svíar
þau öll með húð og hári og hafa haldið þeim
síðan.
EIK í HJARTA
Allt um það er Varbergskastali stórfeng-
legt virki og óárennilegt, enda illvinnanlegt í
fyrri daga, umgirt svimháum múrum, hlöðn-
um úr stórgrýti. Fellur að sjór öðru megin
en landmegin er víggröf, sem á fyrri tíð var
svo djúp að menn fengu ekki vaðið yfir. Hin
ýmsu horn og útskot múrsins eru sérstaklega
ógnvekjandi og heita þó öll munkar, Hvíti
munkurinn, Grái munkurinn, Rauði munk-
urinn. Þrátt fyrir rammbyggileika staðarins
tókst Dönum að ná honum úr höndum Svía
árið 1569, í einu af mörgum stríðum milli
Við höfum allan heimsins tíma: Frances Munro (t.v.)
o& Betty Iloar.
I»rír yngstu farþegarnir: Dætur Antons bryta og
Óttar, sonur Sveins Hálfdánarsonar, annars vélstjóra.
þessara bræðraþjóða. En mikinn mannskaða
hlutu Danir við það tækifæri, til dæmis féll
þar fyrirliði þeirra Daniel Rantzau. Borgar-
megin við síkið er svokölluð Daníelsklöpp, en
þar á mektarmaður þessi að hafa tekið síð-
ustu andvörpin.
Nú er kastalinn notaður sem einskonar
byggðasafn fyrir Halland. Meðal þess sem
þar er helzt að sjá er Bockstenmaðurinn.
Þessi náungi fannst fyrir allskömmu niður-
grafinn í mýri einhversstaðar hér nálægt, og
hafði haldið sér furðanlega þegar til þess er
tekið, að þarna hafði hann mátt dúsa frá
því á miðri fjórtándu öld. Búningur hans var
sérlega lítið skaddaður og er eini alklæðn-
aðurinn, sem fullkomlega hefur varðveitzt
frá miðöldum. Minnir hann nokkuð á plögg
þau frá svipuðu skeiði sem grafin hafa verið
upp með beinum frænda okkar í Grænlandi.
Búningur Bockstenmannsins hefur nú ver-
ið færður á gínu í einum safnsalnum, en
sjálfur hvílir hann undir gleri þar skammt
frá og glottir hlutlausu dauðingjaglotti fram-
an í þessa áferðarfallegu velferðaröld okkar.
Eftir beinunum að dæma hefur þetta verið
myndarmaður, hár og velbyggður með mikið
hár og fagurt, rautt. Ekki þykir neinn vafi
á því leika að hann hafi verið af dögum ráð-
inn, því að í líkamsleifunum fundust trefjar
af þremur tréhælum, sem greinilega höfðu
verið reknir í gegn um líkið; var þar af einn
úr eik og hafði verið látinn nísta hjarta
mannsins. Þessháttar ráðstafanir voru al-
gengar í fyrri daga og þóttu duga vel til að
fyrirbyggja þann óvanda að menn gengju
aftur.
Ekki er fyllilega vitað hver Bockstenmað-
urinn hefur verið í lifanda lífi, en á búnaði
hans þykir mega ráða að hann hafi verið af
heldra tagi. Sú þjóðsaga er og til í Hallandi,
að einhverntíma í fyrndinni hafi þar í sveit
komið sem oftar höfðingi frá konunginum
þeirra erinda að heimta af mönnum skatta
og kveðja þá til herútboðs. Þetta líkaði bænd-
um héraðsins svo illa, að þeir fóru að við
gestinn á sama hátt og margir fleiri myndu
áreiðanlega leika skattheimtumenn sína, ef
þeir bara þyrðu. Var konungsmaðurinn drep-
inn, grafinn úti í mýri og þrír tréstaurar
reknir í gegnum hann. En vegna einhverra
efnasambanda þar í mýrarefjunni varðveitt-
ist hann svo vel sem raun ber vitni um.
KARL OG KNAPPURINN
Annar merkilegur hlutur sem geymdur er
hér á safninu er knappurinn konungsbani,
látúnskúla sú er fullyrt er að skotið hafi
verið gegnum höfuð Karls konungs tólfta,
einhvers mesta undrabarns hernaðarsögunn-
ar. Konungur þessi var fyrir innan tvítugt
er hann kom til ríkis og hafði frá upphafi
litla elsku á stjórnarstörfum, enda tókst hon-
um að mestu að smokra sér undan því að
sinna þeim æfina út. Fyrstu ríkisárin iðkaði
hann einkum bjarnarveiðar og svall svo
stórfenglegt, að borgarai- Stokkhólms flýðu
í hús í dauðans ofboði þegar fréttist að kon-
ungur og fylgdarlið hans kynnu á næstunni
að eiga leið um göturnar. í þá daga — um
aldamótin 1700 —• var heldur betur völlur
á Svíum, því að heita mátti að Eystrasaltið
væri sænskt innhaf. Þeir áttu sér því marga
öfundarmenn, sem nú hugðu gott til glóðar-
innar, þar eð konungur Svía var ungur og
óráðinn. Helztur þessara dólga var Pétur
mikil Rússasar, og gerðust nú bandamenn
Á gulum klöppum Bohúsléns: Ingi skipstjóri nýtur
útsýnisins þar sem hæst ber, en fyrir neðan eru
þeir ívar, Pétur, Eysteinn og Sigurþór.
hans Pólverjar, Saxar, Danir og fleiri. Karl
tólfti var að venju á veiðum, er honum barst
hersagan. Mælti hann þá: „Leiknum er lokið.
Látum oss ganga til borða!“ Hellti hann sér
síðan út í stríðið og lagði varla frá sér brand-
inn fyrr en knappurinn frægi lagði hann að
velli.
Framan af gekk þetta ótrúlega vel. Karl
sigraði Dani fyrirhafnarlítið, tvístraði tífalt
fjölmennari her rússneskum í orrustunni við
Narva, á landamærum Rússlands og Eistlands,
og lagði síðan Pólverja og Saxa að velli í
sannkölluðu Blitzkrieg. Síðan sneri hann aft-
26 VIKAN 29-tbl-