Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 24

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 24
LATUNSHNAPPUR A VARDBEKGIOG .v TJ ■ ‘T1 rrr-— .na BBSIN SEM traiT TiMASPRENGJA EFT!R DAG ÞORLESFSSON Á síðastliðnu vori fór blaða- maður Vikunnar með Dettifossi í siglingu ti! hafna í Svíþjóð, Finnlandi, Sovétríkjunum og Póllandi. Þessi grein er sú fyrsta sem varð til uppúr þeirri för, þankabrot frá ferðinni út og kynningu við nakta kletta Bohúsléns, rauðhærða beina- grind og sögulegan látúns- hnapp í Varbergskastaia, við- kvæmni sovézkra yfirvalda gagnvart auðvaldssúkkulaði o.fl. agt var af stað frá Hafnarfirði. Ég vissi þá að Vestmannaeyjar yrðu fyrsta við- komuhöfn, en ekki að Reykjavík kæmi næst í röðinni. Þó var það svo. Áætlun vinur minn. Á Dettifossi var brosað þegar það orð var nefnt. Það er eitt- hvað sem getur passað fyrir flugvélar og auðvitað Gullfoss. En ekki þríburana — Dettifoss, Goðafoss, Lagarfoss — og önnur fragtskip. Þeirra áætlanir eru ævinlega gædd- ar nokkrum teygjanleik. Engum hér á Detti- fossi dettur í hug að æsa sig upp þótt fáein- um dögum skakki til eða frá um einhvern túrinn. Áætlun vinur minn. Jú, það yrði að vísu haldið til Eyja, en Goðinn er að ryðjast útúr ísnum fyrir norðan og aldrei að vita nema hann komist suður á morgun. Ef svo fer, verðum við að snúa til Reykjavíkur, því hann er með vörur sem áttu að fara í Detti- foss. Og þegar við komumst út — enginn veit hve langan tíma það getur tekið, þeir eru vanir að hafa sína hentisemi með við- tökurnar þarna úti í Rússkí. Um áramótin urðum við að bíða í næstum þrjár vikur útaf Klajpeda. Og Goðinn hafði sig auðvitað útúr ísnum, eitthvað skrámaður að framan en annars heill. Það var hans síðasta afrek áður en Eitt aðalstarfið um borð er að berja ryð, menja og mála. Hér er Gunnar Steingrímsson, háseti, að skrýða annan ,,biskupinn“ (ventilinn) rétt við Kungshamn. hann var seldur til Líberíu. Það ríki státar af einum stærsta verzlunarflota heims en á þó varla fleytu svo heitið geti. Þessi þver- sögn er þannig til komin að samhaldssamir útgerðarmenn svo sem Onassis hinn gríski sjá sér hag í því að skrá skip sín undir fána spilltra afturhaldskotríkja á borð við Lí- beríu og Panama, því þar er ekki verið að spyrja um tryggingagjöld, skipaskoðun og annað, sem sjálfsagt þykir hjá sæmilega mönnuðum þjóðum. Þannig spara reiðararn- ir sér óhemju fúlgur, sem þeir geta þá notað í spilabanka og kampavínssvall með fok- dýrum yfirstéttarhórum. í Eyjum var stoppað daglangt. Ég lét fara vel um mig í landi hjá kunningjafólki mínu, Gísla Eyjólfssyni og fjölskyldu, las Tyrkjarán Jóns Helgasonar, drakk Southern Comfort, borðaði fýlsegg, Það er feiknagóður réttur, þótt hvítan sé glær og seig í sér. Eyjarnar eru byggðarlag, sem hafa skemmtilega sér- stöðu um margt. Hin sérkennilega náttúra þeirra og atvinnulíf hefur skapað menningar- arfleifð, sem sker sig úr. Þegar maður heyr- ir fróða Vestmanneyinga tala um róðra og bjargsig, bregður oft fyrir orðum og orða- samböndum, sem ekki koma fyrir annars- staðar. Það var farið frá Eyjum um kvöldið. Það var kappróðrabátur fyrir utan hafnarmynnið og reri þvert á stefnu okkar; þeir voru að æfa sig fyrir sjómannadaginn. Upp og nið- ur með bjargveggnum sem skartar mórauð- urn og grænleitum litbrigðum sveif þetta fræga fuglager sem öldum saman var helzta lífsbjörg þessa staðar, en í grónum tóm á fremstu nöfum voru sauðkindur á beit. Krókurinn til Reykjavíkur varð til þess að þar bættust skipinu þrír farþegar í viðbót, tvær dömur kanadískar og danskur listmál- íiri. Auk þess voru með í förinni tvær ungar dætur Antons bryta og kona Sigurþórs raf- virkja. Það er ekki nema eðlilegt að sjómenn taki konur sinar og börn einstaka sinnum með sér í millilandatúra, menn sem hafa úti- vistir svo langar að heita má að þeir komi ekki heim til sin öðruvísi en sem fárra nátta gestir. LAMBHAGANESS. Norður-Atlantshafið er á alþjóðavettvangi talið viðsjárverðari siglingaleið en flest eða öll höf önnur vegna illviðra og stórsjóa; er þar af leiðandi í alþjóðalögum bannað að Frá Smögcn, smábæ í skerjagarðinum rétt hjá Kungshamn. Mcðtram bryggjunum eru sjóbúðir, margar ævagamlar. hlaða skip sem um það fara jafnmikið þeim, er rása um hlýrri höf og suðlægari. En ekki var veðravonzku til að dreifa í þessari ferð, því varla gat heitið að í henni hreyfðist nokkurntíma alda á leiðinni til Færeyja merlaði sólgull sjó en afturundan grillti í blágnúpa fjallkonunnar. Eftir að yfir þá vatnaði sást ekki land fyrr en móaði fyrir Suðurey í Færeyjum, næst grillti í einhverja Hjaltlandseyja. Milli þessara tveggja eyja- klasa er enginn óravegur og gegnir því nokk- urri furðu að Færeyjar skuli fyrst hafa byggst skömmu á undan fslandi, en eyjarnar norður af Skotlandi kváðu hinsvegar, forn- leifum samkvæmt, hafa verið byggð ból frá ómunatíð. Nú er enska töluð á Hjaltlandi, en ekki munu liðnar nema þrjár aldir eða svo síðan norræn tunga dó þar út. Ingi skipstjóri segir mér, að eitt sinn hafi þeir á Dettifossi siglt framhjá einni eyjunni sem Fetlar heitir og þar sé tangi nokkur nefnd- ur Lambhaganess. Þessar aumingja eyjar eru nú fremur vanhirtur útkjálki Bretlands og hafa eyjaskeggjar af þeim sökum tileinkað sér þann uppreisnarhug, sem nú um stundir lætur talsvert á sér kræla meðal fólks á út- kjálkum Hins Sameinaða Konungsríkis: bæði Skotar og Velsmenn heimta sjálfstjórn með vaxandi hávaða og Hjaltlendingar og Orkn- 24 VIKAN 29- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.