Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 25
eyingar eru farnir að ympra á því á pöbb- unum hjá sér að maklegast væri að þeir segðu sig úr lögum við Englendinga en slægj- ust í bland með Dönum eða Norðmönnum. Á Norðursjónum tekur við búðingsgul lognalda, samlit þeim himni sem þennan dag hvelfist yfir innhaf þetta sem stöðugt er krökkt af skipum í öllum mögulegum er- indagerðum, stórir dallar á leið suður með járngrýti frá Narvík, sífelld umferð frá Eng- landi til borganna á norsku vesturströndinni, Björgvinjar og Stafangurs, og síðast en ekki sízt fiskiskip af ótal gerðum og þjóðum, sem hér eru út um allt. Net þeirra liggja svo þétt, að ekki fer hjá því að fiskimennirnir verði fyrir nokkru tjóni á þeim af völdum stórskipa, sem eiga leið í gegn, og ekki töldu yfirmenn á Dettifossi óhætt að sigla með loggið (veg- og hraðamælinn) niðri, því viðbúið var að einhver netatrossan kræktist í það. RÁÐHERRA, NÓBELSSKÁLD QG VITRINGUR FRÁ SINKÍANG Það er full ástæða til að vekja á því at- hygli, að fleiri skip Eimskipafélagsins flytja farþega en Gullfoss einn. Dettifoss og systur- skip hans Lagarfoss hafa tólf farþegarými hvor um sig. Það er upplagt fyrir fólk, ekki sízt hjón og fjölskyldur, að nota þessar ferðir til að bregða sér til Norðurlanda og landanna austan við Eystrasalt. Aðbúnaður allur, fæði og þjónusta, allt er þetta eins og bezt verður á kosið. Úr slíkum ferðum kemur hver mann- eskja afslöppuð og endurnærð. Enda hafa margir merkismenn tekið sér far með Detti- fossi að og frá íslandi: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Halldór Laxness nóbels- skáld, Sú Vúng-kúng, vitringur frá Sínkíang, sem um hríð leitaði að heimildum um At- lantis á Landsbókasafninu og dó á Vífilsstöð- um. Og eru þá aðeins fáir nefndir. Það dýralíf, sem maður verður mest var við á þessari siglingaleið, eru máfar. Maður- inn hefur þegar útrýmt ótölulegum fjölda og metur mikils. Hann hafði með sér urmul litmynda af Surtseyjargosinu til að nota sem inspírasjón þegar heim kæmi. Þær kanadísku eru báðar frá Nýja-Skotlandi og raunar skozkættaðar, heita Betty Hoar og Francis Munro, faðir þeirrar síðarnefndu er meira að segja mæltur á gelísku, tungu Háskota. Hún var hjúkrunarkona, hin bankaritari, en nú höfðu þær sagt upp störfum sínum og lagt af stað til að kanna heiminn, ætluðu að taka sér góðan tíma, ferðaáætlun mjög laus- leg: We have got all the time in the world, við höfum allan heimsins tíma, sögðu þær. Þær höfðu unnið í Montreal og könnuðust vel við Vélbyssu-Mollý, þótt henni hefði ekki unnizt tími til að ræna bankann, sem Betty vann í. Þeim þótti Reykjavík rólegur bær og æsingalaus og töldu því líklegt að þar byggi trúað fólk. Nú var för þeirra heitið til Sví- þjóðar, síðan til annarra Norðurlanda. Til undirbúnings kynrjum sínum við þarlent fólk höfðu þær lært einn kveðling danskan, sem byrjar þannig: Mo‘er jeg skal tisse. Skulle du min dreng? svara kostnaði að spandéra á þá atómbombu. En það væri ólíkt jafn ökonómísku fólki og Svíum að láta þessi byrgi sin standa ónotuð og engum til gagns fram að dómsdegi, svo að þeir hafa hagnýtt þau á ýmsan hátt, mörg eru höfð fyrir bílastæði, en þetta hér í Kungshamn er notað sem kæligeymsla fyrir síld; það er ævinlega svalt hér inni í berginu. Ekki verður sagt að þessi hluti Svíþjóðar sé dæmigerður fyrir svipmót landsins yfir- leitt, skerjagarður og strönd að miklu leyti naktar klappir en lítið um tré, þetta gæti næstum verið heima ef klappirnar væru grá- svartar en ekki gular. Hér eru víða forkunn- arfallegar siglingaleiðir fyrir smærri báta innan skerjagarðsins og hafa sumsstaðar ver- ið' sprengd sundur klettahöft til að greiða fyrir slíkum samgöngum. Bohúslén var sem kunnugt er í fyrri daga hluti Noregs. Þar var Konungshella, sem margir norskir konungar sátu og voru sóttir hér heim af íslenzkum farmönnum og hirð- skáldum. Þann stað brenndu Vindur, slav- neskir sjóræningjar sem áttu sér ból þar sem nú er strönd austur-þýzka alþýðulýð- í vcstur-sænska skcrjagarðinum. Margir ciga sum- arbústaði hér á meðal klappanna, enda eru sjóbað- staðir þar víða góðir. dýrategunda og mun áður en langt um líður gera útaf við fjölmargar í viðbót, enda ekki öllum öðrum skepnum hent að sleppa skað- lausar úr skiptum við hann. En með máfinn er þessu á annan veg farið. Hann eykur kyn sitt og margfaldast í námunda við mannsins byggðu ból og lifir konunglegu lífi á úrgang- inum frá þessum fyrirferðamikla tvífætlingi. Máfurinn er fallegur fugl og þokki yfir hátt- um hans, hvort heldur hann flögrar sinn ballet yfir frárennslisrörinu framan við út- varpshúsið eða fylgir skipum eftir milli landa, knýr sig áfram þróttlegum vængja- tökum, árvakur varðengill og svíradigur og kaldur í augum eins og prússneskur herfor- ingi. Danski listmálarinn heitir Karl Mogensen. Hann hafði brugðið sér til íslands að heim- ssekja Svavar Guðnason, sem hann þekkir GULAR KLAPPIR BOHÚSLÉNS Fyrsti viðkomustaður á erlendri grund var Kungshamn, sem til skamms tíma var í skipa- fréttum nefnd Gravarna. Þetta er smástaður á strönd Bohúsléns ekki alllangt norðan Gautaborgar, skammt frá Lysekil. Rétt ofan við höfnina rís bjargveggur hár, og hefur inn í hann verið höggvinn hrokavíður hellir, sem bæjarfólk ætlar að forða sér inn í ef atóm- stríð verður. Þesskonar hella hafa Svíar sprengt inn í aðra hverja klöpp í ríki sínu í þeirri sælu trú að þeir séu nógu merkilegir menn til að einhverjum kunni að Þykja Þessi mynd er frá skemmtisiglingu um skerjagarð- inn, scm nokkrir Dettifossmanna brugðu sér í. Svo sem sjá iná af skiltinu á stýrishúsinu, þá eru bátar notaðir fyrir taxa á þessum slóðum ekki síður en bílar. Á myndinni cru talið frá vinstri: Sigurður Jensson, aðstoðarvélstjóri, Anton Líndal, bryti, Sig- urþór Hjartarson, rafvirki, ívar Guðmundsson, háseti, Bergljót, kona Sigurþórs, Arnrún og Bergrún, dætur Antons bryta, Pétur Gíslason, vikadrengur og Ey- steinn Jónsson, þriðji vélstjéri. Varbergskastali, séður úr lofti. Aður var liann eitt rammgcrðustu virkja Svíþjóðar, en er nú fornminja- og byggðasafn. veldisins. Og áður en skildist er við þær gulu klappir Bohúsléns er rétt að geta þess að á þeim hafa fundizt margar ristur frá brons- öld, gerðar af mikilli kúnst. Þykjast menn af þeim mega ráða að þá hafi hér búið fólk sem hafi hneigzt mjög að sólar- og frjósemidýrk- un. Ætla sumir að þau trúarbrögð hafi verið undanfari dýrkunarinnar á Vönum, sem mynduðu ásamt Ásum goðahirð Norðurlanda og hafa verið taldir eldri en þeir. Vanir virðast einmitt hafa verið tengdir frjósemi hinum fremur; í þeirra hópi var Freyr, guð holdlegs unaðar, ástargyðjan Freyja og Njörður. Nafn hans er greinilega tengt gyðj- unni Nerþus, sem Germanir höfðu mikinn átrúnað á á tímum Rómverja. Sú gyðja ók um i vagni við hátíðleg tækifæri, og mynd- ir af vögnum og skipum koma einmitt mjög oft fyrir á þessum listaverkum bronzaldar- manna Bohúsléns. VARBERG Næsti viðkomustaður í Svíþjóð var Var- berg í Hallandi, nokkru sunnar en Gauta- borg. Sú borg er öllu meiri en Kungshamn, íbúar tæp tuttugu þúsund. Þarna er breið fjara og mjölkenndur sandurinn er vaðinn í ökla og hann er svo gulhvítur að það liggur við að maður fái ofbirtu í augun, Enda mun hér vinsæl baðströnd þegar heitt er. Nú er himinn húmaður og fátt fólk í fijöru; fáein ■ I I »•tbI- VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.