Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 20
— Hversvegna gerðir þú uppreisn gegn konungi Frakklands?
Hún dró til sin höndina.
Að þurfa að tala urn liðna tímann og einkamálin var eins og að
stinga hnífi í opna und. Og þó langaði hann að vita allt.
Hann ætlaði að pynta hana með spurningum og neyða hana til að
svara. Það var ennþá ýmislegt, sem hann vissi ekki og sem honum
fannst að hann yrði að draga fram í dagsljósið, hvað sem það kostaði,
jaínvei þótt það kostaði hana frekari kvöl. Hann sá ofurlítinn ótta
. dansa í augum hennar, er hún hlaut aö geta lesið í andliti hans hve
ákveðinn hann var að fá fram allan sannleikann.
— Hversvegna, endurtók hann næstum hörkulega.
—- Hvernig veiztu það?
Hann yppti öxlum til merkis um að tilgangslausar útskýringar
væru óþaríar.
— Eg veit það bara. Segðu mér það nú!
Henni var það mjög erfitt.
— Konungurinn vildi að ég yrði ástmær hans. Hann tók ekki neit-
un mína gilda, svo hann lét einskis ófreistað að koma því fram sem
hann vildi og lokaði mig inni í höll minni, með hóp drykkjurúta fyr-
ir varðmenn með þeirri hótun að láta taka mig höndum og setja mig
í klaustur, ef ég iéti ekki undan kröfum hans eftir ákveðinn um-
hugsunartíma.
— Og þú gerðir það ekki?
— Aldrei!
— Hversvegna ekki?
Augu Angelique dökknuðu þar til Þau urðu eins og úthafiö.
— Og þú spyrð mig um það? Hvenær ætlarðu að láta eftir þér
að trúa því, að ég elskaði þig og að ég hafi verið örvinglun nær, þeg-
ar ég missti þig? Hvernig gat ég gefizt konunginum? Gat ég svik-
ið þig, þig sem hann hafði svo ranglátlega dæmt? Þegar hann tók þig
frá mér, tók hann allt sem ég átti. Engin skemmtun og enginn
heiður við hirðina gat nokkru sinni komið í staðinn fyrir þig.
Hún upplifði þessa miskunnarlausu tómleikatilfinningu og örvænt-
ingu, sem hún hafði fundið til þegar Joffrey var dæmdur á bálið,
þessi tilfinning hafði alltaf síðan sofið í hjarta hennar en vaknaði
svo af minnsta tilefni. Svo vafði hún hann allt í einu örmum. Tortryggni
og spurningar eiginmanns hennar særðu hana, en hann var þarna og
það var það sem máli skipti.
Eftir stundarþögn lét hann hana aftur lyfta höfðinu.
— E'n engu að síður varstu i þann veginn að gefast upp, var það ekki?
— Jú. Þegar allt kom til alls var ég ekki nema kona og ég var
varnarlaus frammi fyrir þessum allsráðandi konungi. Ég var varnar-
laus. Hann hefði getað eyðilagt lif mitt öðru sinni og hann gerði
það ...... Ég slóst í hóp meö nokkrum valdamiklum aðalsmönnum
í Poitou, sem börðust móti honum af sinum eigin ástæðum, en það
var ailt tilgangslaust. Héruðin hafa ekki lengur það vald og þann
mannafla sem þau höfðu, svo hann sigraði okkur, hann eyddi okk-
ur. Hópar drykkjurúta lögðu land mitt í auðn og brenndu höllina......
E’ina nóttina komu þeir og skáru allt þjónustulið mitt á háls og
yngsta son minn ........ Þeir ........
Hún þagnaði, hikaði. Hún hefði helzt kosið að halda ekki áfram
og láta hann ekki vita iim smán hennar, en hún varð að segja hon-
um hvað gerzt hafði vegna Honorine, óskilgetna barnsins hennar.
Návist litlu stúlkunnar hlaut að vera eiginmanni hennar erfiður biti
á háls, liíandi merki um ótryggð hennar.
— Honorine var afleiðing þeirrar nætur, sagði hún hljómlausri
röddu. — Ég vil að Þú vitir Það vegna þess sem þú sagðir við hana
fyrr i kvöld. Skilurðu nú Joffrey? Þegar ég lít á hana, minnir það
mig ekki, eins og Þú virðist ímynda þér, á mann sem ég elskaði,
heldur aðeins á skelfingu þessarar nætur glæpa og ofbeldis, sem
hefur ofsótt mig æ síðan og ég Þrái ekkert frekar en að útiloka með
öllu þá minningu. Ég er ekki að reyna að láta þig vorkenna mér,
því mér þætti verra ef þú gerðir það. Mig langar að eyða þeim
skuggum. sem vofa i kringum ást mína og réttlæta tilveru þessarar
vesalings, litlu stúlku, sem virðist hafa risið upp milli okkar og
fullvissa þig um eðli Þeirrar ástar, sem ég ber til hennar, því hvernig
get ég annað en unnað henni?
— Ljótustu syndir mínar voru þær syndir, sem ég drýgði gagn-
vart þessu barni, hélt hún áfram. — Þegar ég gekk með hana reyndi
ég að eyða henni. Svo yfirgaf ég hana, þegar er hún var fædd. án
þess svo mikið sem iíta um öxl. En örlögin færðu mér hana aftur.
Það leið meira en ár þar til ég gat unnað henni og brosað við henni.
Hún kom inn í heiminn hötuð af móður sinni og það er þessvegna,
sem ég er íull iðrunar. Enginn hefur rétt til að hata sakleysið; þú
hlýtur að hafa gert þér það Ijóst úr því að þú tekur að þér þetta
föðurlausa barn. Þú hlýtur að hafa gert þér grein fyrir, að hún
dregur á engan hátt úr tilfinningum mínum í þinn garð og ekkert,
nei ekkert, pað sver ég, hefur nokkurn tíman getað komið í staðinn
fyrir eða jafngilt þeirri ástríðuheitu, áköfu ást, sem þú vaktir með mér.
' Joffrey de Peyrac stóð allt í einu upp og hún fann hann fjarlægj-
ast. hún hafði talað af hita án þess að hafa valið orðin sérstaklega eða
hugsa sérstaklega það sem hún sagði, allt þetta kom beint frá hjart-
anu. Og þó stóð hann þarna og horfði kuldalega á hana, hann sem
litlu áður hafði muldrað í eyru hennar ástljúfum orðum. Hún varð
hrædd. Hafði hann komið henni til að segja eitthvað, sem hann gat
ekki íyrirgefið henni. Þegar hún var hjá honum glataði hún allri
hóg\'ærð og sjálfsstjórn. Hann myndi alltaf verða leyndardómsfullur
í hennar augum, því hann var svo miklu sterkari en hún! Þegar hann
var annarsvegar voru brögð og ósannindi óhugsandi. Enginn and-
stæðingur i einvígi með sverðum hafði nokkru sinni getað hitt hann,
á sama hátt var ekki hægt að ná til hjarta hans, hann vari svo
fljótur að bera aí sér lagið.
'— Og hvað um hjónaband þitt og Plessis-Bellére markgreifa?
Angelique rauk á fætur, því hann hafði komið slíku róti á huga
hennar, að hún mátti ekki við hinu minnsta tilfinnanlegu áfalli. Hún
var fyllilega með sjálfri sér þessa stundina og ef til vill hafði hann
tekið eftir því. Þetta var stund sannleikans og henni Þótti miður að
hann skyldi hafa yfirhöndina ennþá.
— Nei, sagði hún við sjálfa sig. — Nei, ég ætla ekki að afneita
þeirr: ást, ekki að afneita honum né syninum, sem hann gaf mér.
Og hún leit ákveðin á eiginmann sinn.
— Ég elskaði hann.
<20 VIKAN 29- «>•
— Og þá allt i einu geröi hún sér ljóst hve allt aðra þýðingu
orðið ást hafði þegar hún tengdi það þeim kenndum, sem hún hafði
borið i garð Philippe eða því sem hún bar í huga sér, þegar hún hugs-
aði um ást sína á fyrri eiginmanninum og hún tók að útskýra þetta
fyrir hónum af mestu ákefð.
— Hann var glæsilegur og mig dreymdi unt hann, þegar ég var ung
stúlka og svo skaut har.n aftur upp kollinum, þegar ég var algjör-
lega einmana og illa á mig komin. En það var ekki þessvegna, sem
ég gekk að eiga hann. Ég neyddi hann til að giftast mér, já ég þving-
aði hann á hræðilegasta hátt í hjónabandið, þvi ég sveifst einskis að
gefa sonum mínum aftur, það sem þeim bar með rétti, stöðu og
eignir. Du Plessis markgreifi, sem var stórmarskálkur og í vinfengi
við konunginn var eini maöurinn, sem gat leitt mig aftur til Versala,
þar sem ég gæti ef til vill keypt hæfilega titla og stöður handa
sonum minum ........... Nú, þegar ég horfi um öxl geri ég mér ljóst
að allt, sem ég gerði á þeim tíma stjórnaðist af óviðráðanlegri löng-
un til að bjarga þeim og hrífa þá frá þeim döpru örlögum, sem vofðu
svo ranglátlega yíir þeim. Ég sá þá við hirðina, þar sem þeir voru
hirðsveinar, viðurkenndir af konunginum. ITverju máli skipti að því
loknu, þótt ég hefði undirgengizt höft Philippes og hatur?
Það vottaði fyrir kaldhæðni í svörtum augum Joffreys, þar sem
hann starði á hana. — Ætlar þú að segja mér að du Plessis mar-
skálkur hafi getað hatað Þig?
Hún horföi á hann en það leit ekki út fyrir að hún sæi hann, því
hér i þessum kofa, djúpt inni í amerískum skógi, var hún að vekja
upp fólk frá Jiðnum hluta æfi sinar og meðal þeirra var hinn einkar
furðulegi, leyndardómsfulli, glæsilegi, grimmi og óviðjafnanlegi du
Plessis marskálkur, sem skálmaði meöal hefðarmanna og kvenna á
skarlatsrauðum hælum, með afskræmt og grimmt hjartað hulið undir
satínklæðum.
■— Hann hataði mig svo mikið að það var næstum ást ..........
Hún mundi aldrei geta gleymt því að hann hafði gengið glaður i
dauðann, án þess að mögla; í huga hans toguðust á ást hans á kon-
unginum og ást hans á henni, en þó átti hann engra kosta völ ........
Nei, hún ætlaði ekki að afneita honum, það yrði þá að hafa það
ef Joffrey gæti ekki skilið.
Hún lokaði augunum yfir minningum sínum meö því samblandi af
sársauka og blíðusvip, sem hann var nú farinn að þekkja hjá henni.
Og hún varð undrandi, því einmitt þegar hún átti von á enn einni
kaldhæðnislegri spurningu fann hún arma hans umvefja sig. Hún hafði
boðið honum byrginn, en hamt tók hann hana i arma sína, hallaði
höfði hennar aftur á bak til að sjá framan i hana og augu hans
lýstu af mildi.
— Hverskonar kona ertu þá?Framgjörn, miskunnarlaus, hermað-
ur, en samt sýnistu svo blíð og svo veikgeðja!
— Hversvegna efastu um mig úr því að þú getur lesið hugsanir íólks?
— Vegna þess að það er erfitt að skilja hjarta þitt, ef til vill vegna
þess hve það hefur mikið vald yfir minu. Angelique ,elsku ástin mín,
hvað er það, sem enn heldur okkur sundur? Er það stolt eða afbrýð-
issemi eða oí mikil ást? E"ða væntum við of mikils hvort af öðru?
Hann hristi höfuðið eins og til svars.
— Og þó vil ég ekki slaka á þvi, því þegar þú ert annars vegar geri
ég miklar kröfur.
— En þú veizt allt um mig.
— Ekki ennþá.
— Þú veizt um mínar veiku hliðar, þú veizt hvers ég iörast úr líf-
inu. Þegar ég naut þín ekki lengur við reyndi ég að finna ofurlítinn yl
einhversstaðar, blíðu eða vináttu. Þegar slikt gerist milli karls og
konu, er það kallað ást. Oftar en einu sinni varð ég að láta í minni
pokann til að halda lífinu. Er það það, sem þig langar að vita um?
— Nei, nokkuð annað. En það fæ ég bráðum að vita um ..............
Þegar hópurinn kemur frá Boston.
Og hann þrýsti henni enn fastar að sér.
— Það er furðulegt að finna þig svo allt öðruvísi en ég hafði ævin-
lega ímyndað mér. Ökunnuga konan mín, þú ótrúlega fagra og ógleym-
anlega kona, var það raunverulega þú sem ég gekk að eiga, daginn
dásamlega í dómkirkjunni í Toulouse?
Andlit hans Ijómaði þegar hann laut niður að henni og meitlaðir
andlitsdrættir hans og nautnalegur, harður munnurinn breyttust i
brosi, sem túlkuðu djúpan söknuð.
- Ég hef alls ekki gætt þin sem skyldi, iitia gersemin mín, litla,
dýrmæta gersemin min, sem óg hefi svo oft týnt ........
—- Joffrey, muldraði hún. Hana langaði að segja eitthvað, að hrópa
að öll fortíð hefði þurrkazt út, þegar þau fundust að nýju, en í
sama bili skynjaði hún að einhver baröi á dyrnar og barn, sem vaknaði
við hávaðann kallaði upp.
Joffrey de Peyrac bölvaði milli samanbitinna tannanna. -— Dauði
og djöfull, muidraði hann. — Það er ekki einu sinni nógu fámennt á
þessu heimshorni, til þess að við getum talað saman truflunarlaust.
Engu að síður ákvað hann að hlægja að Þessu og gekk til dyra.
Rebekka litla Manigault. stóð másandi á þröskuldinum, rjóð og úfin
eins og hún hefði hlaupið langa leið.
— Darne Angelique, sagði hún með rödd sem titraði af æsingi. —
Komdu. . . . Komdu fljótt.... Jenný. . . . er að eiga barnið....
43. KAFLI
Barn Jennýar fæddist í dögun, það var drengur.
í augum þeirra, sem stóðu umhverfis kofan, þar sem unga móðirin
eignaðist barn sitt, var sem ekkert barn á jörðinni gæti verið svo
sérstakt og að það skyldi vera drengur var i þeirra vitund einskonar
kraftaverk. Kvöldið áður hafði Angelique látið flytja Jenný til húss
Crowleys og sofandi börnin höfðu verið flutt annað. Madame Mani-
gault, sem hafði sópað að í La Rochelle, missti alla stjórn á sjálfri
sér, þegar hún stóð frammi fyrir atburði, sem hún gat ómögulega
hugsað sér án alls venjulegs viðbúnaðar frá La Rochelle. — Hvers-
vegna erum við hér, vældi hún. — Það er engin hitapanna til að hita
bólið hennar, engin Ijósmóðir til að hjálpa vesalings barninu minu.
Þegar ég hugsa um þessi dýrðlegu knipplingalök á stóra rúminu
minu.... Ó, guð á himnum!
öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París.