Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 49

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 49
gaéttarsalurinn í Buckeburg í 'Sk Vestur-Þýzkalandi minnti fullt svo mikið á skurðstofu. Á borði þar lágu öll þau tæki, sem notuð eru við botnlangauppskurð. Þar á meðal var áhald, sem sjaldan er notað við slíkar læknisaðgerðir, eins konar hnífur eða spaði, sem kallaður er elevatorium,- á íslenzku gæti þetta kannski heitið lyftijárn. Er það venjulega notað til að lyfta beinhimnu eða rétta af beinhluta, sem þrýstst hafa inn. En ( héraðs- sjúkrahúsinu Rinteln an der Weser var það notað þegar Evelyn Balac- canu, fimmtán ára gömul skóla- stúlka, gekk þar undir botnlanga- uppskurð. Þetta átti sér stað ellefta nóvem- ber 1963. Við þetta tækifæri lenti þetta tuttugu sentimetra langa járn- áhald inn f kvið stúlkunnar og varð þar eftir, þegar skurðurinn var saumaður saman. Annar endi járns- ins lá að nýrunum, og hver hreyf- ing olli sjúklingnum óbærilegum kvölum. Og þarna varð járnspað- inn um kyrrt í tvö ár, tvo mánuði og þrettán daga. Útyfir tók loksins þegar Evelyn var eitt sinn á leið ! skóla skammt frá heimili sínu með járnbrautar- lest. Titringurinn og skjálftinn í lest- inni á ferð magnaði kvalirnar svo, að hún missti alla stjórn á sér og henti sér út um lestardyrnar. Þetta gerðist nítjánda janúar 1966. Hún slasaðist alvarlega, bæði höfuðkúpu- og handleggsbrotnaði, en þetta varð til þess að hún var aftur flutt á Rinteln-sjúkrahús. Þar eð hún kvart- aði óaflátanlega um verki í kviðn- um, lét yfirlæknirinn, dr. Albert Jonas, gegnumlýsa hana. Þá kom járnið auðvitað í Ijós. Jonas lækn- ir náði því auðvitað út, og sem bet- ur fór hafði það ekki valdið stúlk- unni neinum innvortis meiðslum. Læknum þeim, sem hlut höfðu átt að botnlangauppskurðinum, var vitaskuld stefnt fyrir rétt. Þau voru dr. Christa Feiber, fjörutíu og fimm ára og gift, nú aðstoðarlæknir í Vestfalíu, og dr. Heinrich Lanver, þrjátíu og eins árs, aðstoðarlæknir starfandi í Ruhrhéraði. Hann hafði framkvæmt uppskurðinn, en dr. Feiber hafði aðstoðað hann og haft eftirlit með aðgerðinni. Frú Feiber gat með engu móti ímyndað sér, að járnið hefði kom- izt inn í kvið stúlkunnar við upp- skurðinn. Helzt datt henni í hug að það hefði komizt þangað gegnum leggöng stúlkunnar, það er að segja við sjálfsþægingu. En rannsókn, sem framkvæmd var á sjúklingnum ( kvennasjúkrahúsi háskólans ( Göttingen, tók af allan vafa í þvl efni: útilokað var að járnið hefði komizt inn ( stúlkuna þá leiðina. Aðspurð hvort hún hefði ekki að aðgerð lokinni athugað hvort öll hlutaðeigandi tæki væru ekki til staðar, svaraði dr. Feiber: Það er verk hjúkrunarkonunnar, sem ann- ast tækin, ekki mitt. Téð hjúkrunarkona, sem Wilma Framhald á næstu síðu. Þessi mynd var tckin af Evelyn, með- an hún var cnn mcö járnlð í kviðn- um, þótt enginn hcfði hugmynd um það. Hún !eið sárr.r þjáningar og varð r.ð draga sig út úr öllu félagslífi. l’i'ita tuttugu sentimetra langa járn- áhald varð r.umingja stúlkan að ganga með i yfir tvö ár. -M- 29. thi. YIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.