Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 16
John og Paul á blaðamannafundinum í New York, þar sem um 200 blaðamenn reyndu að spyrja
]iá spjörunum úr.
staðaldri. John og Paul voru fyrst spurðir að
því, hver væri afstaða þeirra til jógans
Maharishi, þegar haft væri í huga ferðalag
hans með Beach Boys, sem raunar varð að
engu, þegar til átti að taka, eins og við höf-
um áður sagt frá. Þeir svöruðu:
— Við reyndum að fá hann ofan af þessu.
Nú er svo komið, að við aðhyllumst ekki
Maharishi. Við höfum enn trú á hugleiðslu
en ekki á Guru — eða boðberanum, sem í
þessu tilviki er Maharishi. Þegar við byrj-
uðum á þessu, vissum við ekkert um þetta.
Við héldum, að Maharishi væri yfirnáttúr-
legur. Nú vitum við, að svo er ekki. Hann
er bara mannlegur. Sjálft kerfið er mikil-
vægara en einhver persóna. Auk John og
Paul koirr- fram i þættinum uppgjafaleik-
kona, Tallulah Bankhead að nafni. Hún
þurfti líka að leggja orð í belg við og við,
en athugasemdir hennar þóttu misjafnlega
gáfulegar. Hún talaði um John og Paul sem
„þessa krakka“ og sagði, að hún gæti með
engu móti skilið hugleiðslu. Þá sagði John:
— Reynið þá að komast að raun um, hvað
það er. Þér getið ekki lært að synda án
þess að hafa vatn, er það?
Bítlarnir komu víða við í þessum samtals-
þætti, m.a. skýrði Paul McCartney frá því,
hvernig lagið ,,Yesterday“ varð til. Paul
samdi lagið, og fyrst vakti fyrir honum, að
það yrði aðeins leikið en ekki sungið. Hét
það þá „Scrambled Eggs“. Undir þessu heiti
fluttu Bítlarnir það á hljómleikaferðum.
Síðar samdi John Lennon texta við lagið —
og kallaði það Yesterday.
Spurt var, hver væri talsmaður hljóm-
sveitarinnar.
John benti þá á Paul og sagði: „Hann —
þegai' talfærin eru í lagi“.
Að lokum voru John og Paul að því spurð-
ir, hvaða spurning blaðamanna færi mest
í taugarnar á þeim. Svarið var: „Hvað ætl-
ið þið sveinar að gera, þegar blaðran spring-
ur?“
Umsjónarmaður þáttarins bar þá þessa
spurningu upp —- og svarið kom strax frá
John:
— ijlg veit það ekki. Ég er enn að leita
að þessari blöðru.
Nýjasta kvikmynd Bítlanna heitir „Guli
kafbáturinn", og er þetta teiknimynd í æv-
intýrastíl fyrir börn á öllum aldri. Myndin
var frumsýnd í London 17. júlí. Hún er að
sjálfsögðu í litum, og er sýningartíminn
um ein og hálf klst. Jafnframt er komin á
markaðinn bók í vasabókarbroti um ævin-
týri gula kafbátsins, og er hún öll prentuð
í litum. Ýmsar kynjapersónur koma fram í
þessu ævintýri, sem John Lennon og Paul
McCartney hafa samið. Eru ýmsar fígúrur
úr söngtextum vinsælla bítlalaga m. a. kall-
aðar til sögunnar, en söguþráður er í stuttu
máli sá, að Bítlarnir eru á ferð í gulum kaf-
báti, og eru þeir að verja „Piparland“ gegn
árásum vopna, sem granda músik (!), svo
og gegn árás ýmissa annarra ferlíkja.
Kvikmyndin Wonderwall var frumsýnd
í Cannes nýlega, en George Harrison samdi
alla tónlist fyrir þá mynd. Var tónskáldið
viðstatt frumsýninguna og hafði Ringó Starr
sér til trausts og halds.
Á meðan Georg og Ringó spókuðu sig í
Cannes héldu John og Paul til Bandaríkj-
anna til skrafs og ráðagerða við fulltrúa hins
bandaríska afleggjara „Apple“ fyrirtækisins,
en „Apple“, sem er í eigu Bítlanna, er þeg-
ar orðið umsvifamikið útgáfu- og sölufyr-
irtæki og' teygir nú anga sína víða um lönd.
Eins og að líkum lætur, sat fyrir þeim ara-
grúi fréttamanna, og var skotið á húsþingi
þegar við komuna. Þessi blaðamannafundur
er einn sá fjölsóttasti, sem sögur fara af,
því að láta mun nærri, að um 200 blaðamenn
hafi sótt hann. Var fundarstjórn öll í molum
og hrópaði hver upp í annars op á fundin-
um. Báru blaðamennirnir harla lítið úr být-
um, því að Bítlunum tveim gafst trauðla
tóm til andsvara sökum þess hve blaða-
mönnum var mikið í mun að koma spurn-
ingum sínum á framfæri.
Meðan Bítlarnir dvöldu vestra komu þeir
frarn í sjónvarpsþættinum „Tonight Show“,
en umsjón með þeim þætti hefur Johnnie
Carson. Að þessu sinni var Johnnie sjálfur
ekki til staðar, en í sæti hans var Joe Cara-
giola. Þessi samtalsþáttur er með vinsæl-
ustu sjónvarpsþáttum í Bandaríkjunum, og
fylgjast milljónir manna með honum að
Fatnaður i tizkuvcrzliminnni Apple i London þykir
hinn furðulegasti.
Þctta cr hljómsvcitin Grapefruit, sem Bítlarnir hafa
tckið upp á sína anna. Hljómsveitin hefur sent frá
sér tveggja laga plötur á vegum „Apple“.
John Lennon — hann „fann“ hljómsveitina Grape-
fruit.
Jtali kafbátiriM"
10 VIKAN 29-