Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 13

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 13
SMASAGA eftir william newman talað Hann lagði sím- — Millie, sagði hánn, — er Marva komin? — Marva? endurtók Millie, — ætlaði hún að koma til mín í dag, John? John varð flökurt. Hann starði á símann. — Hún skildi eftir miða, sagði hann. — Þar stendur að hún hafi ætlað að heimsækja þig. — Það var skrýtið, sagði Millie. — Marva hefir ekki sagt eitt ein asta orð um það, að hún ætli að heimsækja mig. Ilún þagnaði. — John, sagði hún allt í einu. — Er eitthvað að, John? t John varð að kyngja kekkinum í hálsinum. — Ég veit ennþá, sagði hann. — Ég, — ég skal hringja til þín seinna. Honum varð lcalt, ískalt, og honum i'annst að fæturnir gætu ekki borið hann. Hann tók símann upp aftur og í þetta sinn hringdi hann á lögregluna. I’að liðu næstum tíu mínútur þangað til lögreglubíllinn kom, og á eftir honum ók lítill fólksbíll, með tveim, óeinkennisklæddum mönnum. Það var orðið aldinmit þegar þeir komu, en Jolin sýndi þeim spor- ið í rósabeðinu, með hjálp ljóskastaranna frá lögreglubílnum. — Er nokkur kjallari? spurði annar óeinkennisklæddi maðurinn. 1‘að var stór, rauðhærður, miðaldra maður með gleraugu, Torgersen að nafni, og hann leit alls ekld lit sem lögreglumaður. — Við höfum engan kjallara, sagði Jolm, en það er herbergi við hliðina á bílskúrnum. Þeir fóru bæði inn í bílskúrinn og hliðarherbergið. Ilvað skyldu þeir búast við að finna, lmgsaði John. — Hverju eru þeir að leita að? Torgersen skoðaði miðann frá Mörvu. — Er þetta slcriftin hennar? — Það er örugglega hennar skrift, svaraði John. — En það var þessi eftirskrift um köttinn, sem gerði mig órólegan. — Köttinn, sem tekinn var af lífi fyrir tveim vikum? — Já, fyrir tveim vikum, sagði John og kinkaði kolli. — Jill tók það mjög nærri sér. Það, — það er eins og hún sé að reyna að segja mér eitthvað, ef til vill að vara mig við einhverju. — Ilvernig er það með þennan vitfirring? spurði hann svo og var myrkur á brúnina. Torgersen leit á hann. — Ég held að allir hafi fengið þennan vitfirring á heilann í dag. — Er nokkuð að frétta af honum, spurði John. — Er búið að ná í hann? Lögregluforinginn hristi höfuðið. — Nei, hann er ennþá laus, sagði hann. — En hann getur varla verið kominn langt í , burtu. t Þeir gengu aftur inn í húsið, og / | Torgersen sagði: — Við sendum út , lýsingu af þeim mæðgunum, Willoughby. — Svo verðum sambandi við yður. ILinn maðurinn hafði leigubílastöðina. ann á og sagði við Torgersen: — Það hafa ekki verið neinir leigubílar hér í nágrenninu í dag. Þeir eru alveg vissir um það. — Þá liafa þær farið gang- andi, sagði John, og virtist alveg hjálparvana. — Þau geta hafa farið yf Framhald á bls. 30.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.