Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 39
Mláfurinn
Framhald af bls. 15
neinBÍ annarri, en Sam gat eyði-
lagt alla hans framtíð ef hann
gegndi honum ekki. Samþykkti
ég þetta ekki? Það giltu engar
reglur í hjónabandi okkar. Ég
gæti lifað eins og ég vildi, og
hann myndi lifa eins og hann
vildi. Ég sagði já. Og veiztu
hversvegna?
— Já.
— Vegna þess að ég hafði star-
að á mig í spegiinum i tvo daga
og ég trúði því, að ég byggi
yfir sérstökum töfrum, sem eng-
inn maður gæti staðizt. Howard
hafði komið mér til að halda
það, hér á þessum stað. Ég hélt
að ég byggi yfir slíku valdi;
slíkum gríðai'legum töfrakrafti.
Hún hló aftur. — Og svo gift-
umst við og vorum óhamingju-
söm æ síðan.
— Gekk það alltaf illa?
— Það gekk alltaf illa. Iiann
hataði mig vegna þess, að Sam
hafði þröngvað honum til að eiga
mig, hann var kurteis, hugsun-
arsamur, og hataði mig. Og þeg-
ar ég reyndi að heilla hann, lét
hann sem hann sæi mig ekki.
Og þegai' ég reyndi að daðra
við aðra menn, lét þá fulhnúa
mig og kyssa, þar sem haim sá
til, sá hann ekki minnstu glóru.
Hann sá yfirleitt ekkert, sem
mig snerti. En nú skal ég segja
þér mesta brandarann af þessu
öllu. Ég hef hagaö mér glyðru-
lega, en ég hef aldrei verið með
neinum öðrum karlmanni en
Howard. Ég hata hann, vegna
þess að hann sannaði mér að
töfrar mínir eru einskis virði,
og ég elska hann. Ég er ánægð
yfir því, að hann líður óbæri-
legar kvalii' í nótt, því að þá
veit hann hvernig mér líður og
hefur liðið. En ég skal berjast
fyrir honum þar til yfir lýkur,
því hann er það eina, sem ég
þrái. Aftur hló hún þessum
gleöivana hiátri. — Þetta ætti
að skýra fyrir þér, hvei-svegna
ég hata Mary JLanders og vona
að hún deyi í kvölum. Ég hata
hana vegna þess að hún er eldri
og þroskaðri en ég. Ég hata hana
vegna þess að hún veit að ég
á í rauninni ekkert í Howard.
Veiztu, að fjöidi fólks álítur Ho-
ward hamingj usaman, vegna
þess að hann á mig? Hlægilegt!
Ég hata hana, vegna þess að
hann notar orðið ást, þegar haim
talar um hana. Hann hefur aldr-
ei talað svoleiðis við eða um
mig, ekki einu sinni þessa fyrstu
nótt hér á hæðinni. Ég hata
hana, vegna þess að þau reyna
ekki einu sixrni að láta sem svo,
að samband þeirra sé aðeins fyr-
ir núið. Þau dreymir um fram-
tíð. Þau dreymir um að losna
við mig!
Þetta var eins og angistaróp,
en svo hló hún aftur. — Þarna
hefurðu Söndru Delafield, glans-
myndardrottninguna. Þú komst
með mig hingað vegna þess, að
ég lofaði að segja þér frá Mary
Landers.
— Ég vil, að þú segir mér
staðreyndir um hana.
-— Ég lagði mig líka ákaflega
fram um að öðlast þær, sagði
hún. — Ég réði einkaspæjara.
Peter leit snöggt á hana. —
Mann að nafni Winters?
— Þann dauða? Nei, ekki
hann. Ákaflega virðulegan
einkaspæjara, frá New York.
Mary Landers! Hún var þegar
— Wilson?
— Já, Richard Wilson majór.
Hahn hafði verið undrabarn í
flughernum í stríðinu. Hann var
þrjátíu og tveggja eða þriggja
ára, þegar þau kynntust og hún
var nítján. Hann var þá þegar
hátt skrifaður sem tilraunaflug-
maður fyrir stóru flugvélaverk-
smiðjurnar. Snuðrarinn minn
sagði mér, að þetta hefði verið
hamingjusamt og vel heppnað
hjónaband. í þau átta ár, sem það
stóð, þurftu konurnar í borginni
ekki að óttast samkeppni frá
Mary okkar með koparrauða
BAKNIÐ YÐAR
á aðeins það bezta skilið
gift, þegar tólf ára sírena starði
kjöltukrakkaaugum á Howard
Delafield. Hún var aðeins venju-
leg stúllca, sem kom til New
York borgar til að leggja stund
á listir. Það er það, sem allar
stúlkurnar úr dreifbýlinu gera.
Þær fara til New York til þess
að leggja stund á list eða verða
leikkonur eða hjúkrunarkonur.
Það sem þær koma raunveru-
lega til, er að ná sér í eigin-
mann. Nema hvað Mary okk-
ar litla fann sér einn, næstum
þegar í stað, og eftir öllu að
dæma var hann einkar sérstæð-
ur.
hárið sitt og fullkomna líkams-
vöxtinn.
Þegar hún þagnaði og hélt ekki
áfram, bauð Peter henni aftui-
sígarettu. Hún þáði eina, og hann
kveikti í fyrir hana. Hún pírði
augun móti rísandi sól. Þetta
var óvenjulegt andlit; mjög lif-
andi og tjáningarríkt, þegar hún
talaði.
— Delafield Company réði
Wilson til að prófa flugvél sína,
sagði hún að lokum. — Vegna
þess, að hann var sá bezti. Þeir
vilja ekki nema það bezta. Wil-
son var fjörutíu og eins árs,
þegar flugvélin sprakk í tætlur,
fyrsta flokks maður í sínu starfi
með mikla framtíð sem flugvéla-
verkfræðingur, þegar hann hætti
að prófa flugvélar. Augu Söndru
dökknuðu af reiði. — Jæja, ein-
um mánuði eftir að þessi stór-
kostlegi og aðlaðandi, góði mað-
ur var allur, — einum mánuði —
hafði hin heittelskandi kona hans
með fullkomna vöxtinn náð sér
í annan mann. Manninn minn.
— Hvernig uppgötvaðir þú
það?
— Maður finnur, þegar eigin-
maðurinn er orðin ástfangin af
annarri — maður finnur það!
Ég spurði hann, og hann hló að
mér. Hans líf var hans líf og
mitt líf var mitt líf. Hann lék
þetta á gamla mátann við mig,
en ekki aldeilis við hana, svo
ég fylgdist með honum. Ég
njósnaði um hann, ég snuðraði,
og ég uppgötvaði allt.
—■ En þú snerir þér ekki beint
til hennar?
—- Ég sagði þér að ég væri
einkar gáfuð, sagði hún beizk-
lega. — Ég var hrædd og ég var
svo andskoti reið og ég gat ekk-
ert gert af viti. Ég fór til Sams
og sagði honum. Sam gat gert
allt, látið allt gerast. Ég hélt
meira að segja í heimsku minni
að Sam gæti komið í veg fyrir
að Howard elskaði vitlausa konu.
Það er ekkert svo stórkostlegt að
Sam geti það ekki. Sam ráðlagði
mér að halda því fyrir sjálfa mig,
sem hann vissi. Tíminn myndi
binda endi á þetta ástarsamband,
sagði hann, en ef ég sneri mér
að Howard, konunni eða honum,
gæti Howard framið einhver
heimskupör. Það gæti verið að
hann stingi einfaldlega af. Það
mátti ekki gerast. Howard var
mikilvægur, Howard var einkar
varfærinn. Og ég veit hvernig
Mary okkar hagaði sér; hún var
full samúðar! Hún skildi allt!
— Var það ljóður á ráði henn-
ar?
— Peter, Peter, þú skilur ekki
neitt. Ef hún hagaði sér rétt var
ekkert líklegra en Howard færi
burt með henni, þegar starfi hans
hér væri lokið. Veiztu hvað það
þýðir? Það þýðir að ef hún hag-
ar sér almennilega og gerir ná-
kvæmlega það, sem hann vill,
hefur hún þar með komið hönd-
um yfir nokkrar milljónir doll-
ra.
— Og hvaða þýðingu hafa
þessir peningar fyrir þig,
Sandra?
— Alls enga. Þarna sérðu
hvað ég er veik. Ég þrái mann,
sem þráir mig ekki og mér er
andskotans sama hvað hann á
eða ekki.
Þetta hljómaði eins og sann-
leikur af vörum hennar.
— Þú varst eitthvað að fleipra
um það að þú kynnir að eiga
einhvern þátt í dauða Mary, sagði
hann. — Hvað áttu við með því?
Framhald í næsta blaöi.
29. tbi. VIKAN 39