Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 30
Martröðin
Framhald af bls. 13
ir engið og náð í bíl á þjóðveg-
inum, sagði Torgersen.
— Þau? spurði John og Tor-
gersen hristi höfuðið.
— Haldið þér að hún hafi þá
farið með hverjum sem var?
spurði John. —• Hún hlýtur að
hafa getað hrópað á hjálp, eða
eitthvað slíktí
Þá rann það upp fyrir honum
að Marva hefði ekki getað hróp-
að á hjálp, ef einhver hefði haft
Jill í haldi og jafnvel haldið
hnífi að barka hennar.
Eftir stundarkorn óku báðir
bílarnir burt og það var aftur
svartamyrkur í garðinum. Helen
sem var komin til þeirra Joe
sagði: — Ég skal hita kaffi handa
þér, John. Það hressir þig.
— Við hljótum að frétta eitt-
hvað eftir stundarkorn, sagði
Joe. — Kannski fréttum við eitt-
hvað af þessum Fenwick. Ef þeir
ná í hann, þá er ekkert að ótt-
ast, John.
John tók blaðið og las hvert
orð sem stóð í því um þennan
Fenwick, vitfirringinn sem hafði
sloppið út. Hann hafði myrt
konu sína í reiðikasti. Dóttir
hans var líka látin. John Will-
oughby sat hugsi.
Hann hringdi til hælisins, sem
Fenwick hafði verið á. Stúlkan
sem svaraði fann strax sjúk-
dómsgreiningu hans og aðrar
upplýsingar.
— Georg Fenwick, sagði hún,
— var fæddur 7. marz árið
1921 .....
— Ég hef mestan áhuga á að
heyra eitthvað um dóttur hans.
Mér skilst að hún sé látin, tók
John fram í fyrir henni.
Stúlkan þagði um stund og
blaðaði í skjölunum.
— Fenwick átti eina dóttur,
sem hét Heidi. Hún dó af slys-
förum fyrir þrem árum. Hún
datt niður úr litlum kofa,
sem var uppi í stóru tré við
húsið þeirra.
John Willoughby fannst hjarta
sitt frjósa. — Kofa í tré? endur-
tók hann.
— Það lítur þannig út að
Fenvick hafi ásakað konu sína
fyrir það að hún hafi ekki litið
nægilega vel eftir barninu, og að
hann hafi kennt henni um dauða
þess, sagði stúlkan.
— Jæja, sagði John dræmt.
Þakka yður fyrir, þakka yður
kærlega fyxir.
Hann lagði símann á. Fékkstu
nokkrar fréttir, John? spurði
Joe Brighton.
— Þau eru í húsinu uppi i
trénu, sagði hann lágt.
í húsinu í trénu? Joe tók and-
ann á lofti. — Hver eru þar?
— Marva, sagði John, rólega.
— Marva, Jill og þessi Fenwick.
— Já, en lögreglan leitaði um
allt, segði Joe.
— Ekki uppi í trénu, svairaði
John. — Það var orðið dimmt,
þegar þeir komu, og mér datt
ekki kofinn í hug. Það er kaðal-
stigi þangað upp, en það er ekki
gott að sjá hann í myrkri, ef
ljósið fellur ekki beint á hann.
— En Marva hlýtur að hafa
séð þig, sagði Helen. — Hún
hefði kallað.
— Hann hefur Jill í haldi hjá
sér, sagði John. — Hann hlýtur
að hafa hníf eða eitthvert vopn
í höndunum, svo hann heldur
þeim hræddum, sérstaklega Jill.
— Þannig hefur hann fengið
Mörvu til að skrifa bréfið. Og
þannig hefur hann fengið þær
með sér upp í tréð, áður en ég
kom heim. Það er aðeins á þann
hátt sem hann heldur þeim kyrr-
um.
— En ... hversvegna? spurði
Joe. — Það getur ekki verið
nein ástæða til þess. Hversvegna
ættu þau að fela sig í kofanum
í trénu?
— Geðbilaður maður þarf allt-
af að hafa ástæðu, sagði John.
— Hringdu aftur til lögregl-
unnar, sagði Helen, áköf.
John hristi höfuðið. — Ef lög-
reglan kemur aftur, veit hann
að þeir koma til að leita betur.
Það er ómögulegt að vita hverju
hann finnur þá upp á. Ég þori
ekki að leggja í þá hættu.
— Ætlarðu að fara þangað upp
einsamall? spurði Joe. — Hann
getur drepið þig líka ef hann
er með hníf. Þetta er stór og
sterkur maður.
John vissi það mætavel að
hann hafði ekkert að gera í hend-
urnar á honum.
Málrómur Helenar skalf þeg-
ar hún stundi: — Þetta er hræði-
legt, John. Heldurðu að þú haf-
ir á réttu að standa, John?
— Dóttir Fenwicks féll niður
frá svona húsi og dó, sagði John.
— Hann hefur séð kofann í eikar-
trénu og þá hefur hann fengið
þessa hugmynd.
— Viltu ekki að ég hringi til
lögreglunnar? spurði Joe.
— Ég hef aðra hugmynd, sagði
John, — en ég þarf á hjálp þinni
að halda, Joe.
Joe kyngdi. Hann var ennþá
smávaxnari og grennri en John.
— Ég skal gera mitt bezta, sagði
hann.
— Þið Helen farið heim til
ykkar, sagði John. — Látið eins
og þið farið heim. Svo ætla ég
að biðja þig, Joe, að læðast til
baka, gegnum gluggann á bíl-
skúrnum sem snýr að ykkar húsi.
Halnn er ekki læstur. Opnaðu
hann og farðu inn í bílskúrinn.
— Svo kem ég út um aðaldyrn-
ar, hélt John áfram, — eins og
ég hafi hugsað mér að fara út
að aka. En þú tekur bílinn og
ekur burt. Hann getur ekki séð
hver situr í bílnum. Svo fer ég
inn í eldhúsið í gegnum bílskúrs-
dyrnar. Þá held ég að hann
klifri niður og komi inn í hús-
ið. Og ég bíð eftir því að hann
komi.
Joe deplaði augunum. — Hef-
urðu skammbyssu? spurði hann.
— Riffil, eða eitthvert skotvopn?
— John hristi höfuðið. — En
þú?
— Ég hef aldrei á ævinni átt
skotvopn ,tautaði Joe. — En nú
vildi ég óska þess að ég ætti
byssu.
John gekk að arninum og
náði í stóran skörung. Hann
andaði djúpt. — Þetta verður að
duga. Þegar þú ekur burt, er
eins gott að þú farir á lögreglu-
stöðina og segir þeim frá þessu.
Segðu þeim að þeir verði að
koma gangandi að húsinu, ef
ske kynni að hann sé ekki kom-
inn niður úr trénu.
— Þú ert viss um að hann
sé þar? spurði Joe.
Alveg hárviss, John kinkaði
kolli. Hann hefði þorað að setja
líf sitt að veði fyrir því. Hann
gekk út í eldhúsið, til að full-
vissa sig um að dyranar að bíl-
skúrnum væru opnar.
John fylgdi þeim til dyra og
bauð þeim góða nótt. Svo gekk
hann bak við húsið og fór inn í
bílskúrinn.
Joe skreið í gegnum glugg-
ann, svo ók hann af stað í bíln-
um. John fór iim í eldhúsið aft-
ur, svo fór hann inn í stofuna,
þar sem hann gat séð út í garð-
inn, án þess að sjást sjálfur, og
hann hafði skörunginn með sér.
John var búinn að standa bak
við gluggatjöldin í dimmri stof-
unni, í um það bil fimm mín-
útur, þá varð hann var við
hreyfingu hjá eikartrénu. Það
var dimmt úti, en samt sá hann
SAMTALIÐ
ER UM
NY BRAGÐTEGUND AF ROYAL SKYNDIBÚÐING:
SÍTRÓNUBÚÐINGUR ER KOMINN f VERZLANIR
NÚ FÁST ÞVÍ FIMM LJÚFFENGAR BRAGÐTEGUNDIR
AF ROYAL SKYNDIBÚÐINGUM .... SÚKKULAÐI,
KARAMELLU, VANILLU, JARÐARBERJA OG SÍTRÓNU,
30 VIKAN 29-tbl-