Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 34

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 34
PER SPARIÐ MEDÁSKRIFT ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÖNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVl AÐ VERA ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞER ÞEKKIÐ EFNIÐ BLADAUKI IfERDLAUNAKROSSKATA VIKINNAR VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG I ÞVI ERU GREINAR OO EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU. — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL. ----------------KLIPPIÐ HÉR-------------------------------------KLIPPIÐ HER------------------- ^íi I I I L Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift □ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77. □ 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað ó kr. 28,85. Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. SKRIFIÐ GREINILEGA HEIMILI PÓSTSTÖO VIKAN SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 REYKJAVÍK SfMAR: 36720 - 35320 n i i i j v. 34 VIKAN 29-tbl- Sjónvarpið Framhald af bls. 11 vaentanlegri dagskrá. Innlendu þættirnir verða að sjálfsögðu miklu fleiri og fjölbreyttari en hér hefur verið sagt frá. Og þá eru ónefndir erlendir fræðslu- og skemmtiþættir, auk ým- islegs annars efnis. f ráði er að flytja í haust viða- mikið brezkt framhaldsleikrit, Sögu Forsyte-ættarinnar eftir John Gals- worthy. Þetta leikrit hefur notið feikilegra vinsælda um allan heim. Þegar BBC lauk flutningi þess sum- arið 1967, skrifaði eitt Lundúnablað- ið „Loksins verður líf brezks al- menninga aftur með eðlilegum hætti á laugardögum". Viku eftir viku í hálft ár höfðu Bretar setið hug- fangnir á hverju laugardagskvöldi og fylgzt með hinum stórbrotna harmleik um Forsyte-ættina. Þetta er stærsta og dýrasta sjónvarpsleikrit sem BBC hefur látið gera. Þættirnir eru alls 26 og tekur hver um sig 50 mínútur. 120 persónur koma fram í leikritinu og í aðalhlutverkum eru samankomnir allir helztu sviðsleik- arar Breta. Kostnaðurinn var rúmar 40 milljónir króna. John Galsworthy lézt árið 1933. Skömmu síðar tóku vinsældir hans sem rithöfundar að dvína. Nýir höf- undar komu fram á sjónarsviðið og gripu hugi fólks, sérstaklega yngri kynslóðarinnar. Lawrence, Eliot, Au- den, Freud og fleiri rithöfundar og heimspekingar komu með nýjar hug- myndir og gerbreyttu viðhorfum og smekk kynslóðar sinnar. Galsworthy þótti gamaldags og féll í skuggann. En þegar árið 1951, skrifaði kunn- ur, brezkur gagnrýnandi: „Ekki kæmi mér ó óvart, þótt skóldsögur Galsworthys yrðu senn dregnar fram í dagsljósið aftur. í þeim er þrótt fyrir allt fólginn sannleikurinn um horfinn tíma, — tíma, sem nú virð- ast undarlega fjarri með tilliti til þjóðfélagshótta og lífsviðhorfa, en eru samt ómissandi hlekkur í þró- unarkeðju hins brezka samfélags." Sagt hefur verið, að Saga For- syte-ættarinnar sé fremur rituð með hjartanu en heilanum. Styrkur henn- ar er samúð Galsworthys með sögu- persónum sínum, ásamt lifandi og ógleymanlegum persónulýsingum. Sagan, sem er í tíu bindum, er fró- bær lýsing á lífi hinanr auðugu borgarstéttar f Bretlandi í byrjun tuttugustu aldar. ☆

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.