Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 12
íjD
m
»
lírai Hiu ii®
WB
H ÍUI
■JIUi
I
nn
Ou
»1 SHi?
Fyrsta grunirm um að elcki væri allt með felldu, fékk John Willough-
by, þegar hann sá stóra sporið í rósabeðinu undir stofuglugganum.
Hann horfði á þetta djúpa spor, og hrukkaði brúnirnar. Sjálfur not-
aði hann skó númer 42, og honum fannst það hálf broslegt þegar hann
steig ofan í sporið. Þetta var spor eftir miklu stærri skó.
Maðurinn, sem hafði gægzt inn um gluggann, líklega fyrir skömmu
síðan, var greinilega stærri en hann.
Klukkan var hálf átta og kvöldið var mjög kyrrt.
Það voru engin önnur spor, aðeins þetta eina í rósabeðinu. Sá sem hef-
ur staðið þarna, hefur staðið með hiim fótinn í grasinu.
Einhver óljós ótti greip John Willoughby.
Þegar hann kom heim af lögfræðiskrifstofu sinni í bænum, lá miði á
borðinu við símann um það að Marva, konan hans og litla dóttir þeirra,
hefðu farið að heimsækja systur Mörvu.
Jill var níu ára og eina barn þeirra hjóna.
Það var svo ólíkt Mörvu að fara svona í burtu, án þess að hringja til
hans og segja honum frá því.
„Elsku John,“ stóð á miðanum. „Ég þarf að skreppa til Millie. Ég
hringi seinna. Vertu óhræddur.“
Hún hafði svo skriíað undir bréfið, en eins og af einhverju óskiljan-
legu glensi hafði hún skrifað eftirskrift:
„Gleymdu ekki að gefa Tammy, ef hún kernur
heim.“
Þetta hlaut að vera einhver misskilningur, þau
voru neydd til að iáta taka köttinn Tammy af lífi fyrir meir en tveim vikum. John var hugsi, þegar hann las skilaboð-
in frá Mörvu aftur og aftur. Var Marva að reyna að segja honum eitthvað? Hver hafði staðið fyrir utan stofugluggann?
Hversvegna þurfti hún að fara svona skyndilega?
John stóð í eldhúsinu og hlustaði. Svo gekk hann úr einu herberginu í annað hann fór jafnvel upp á háaloftið, sem ekki
var fullgert ennþá, en húsið var alveg mannlaust.
Svo datt honum í hug að hringja til Millie. 1
Síminn hringdi, en enginn svaraði. Hann lagði á, gekk svo út aftur og settist á hringbekkinn, sem þau höfðu látið
smíða utan um stóru eikina í garðinum. Ilann hafði smíðað svolítinn kofa handa Jill uppi í trénu í íyrrasumar.
John Willoughby reykti sígarettuna upp. Svo stóð hann á fætur og gekk yfir til nábúans, sem hét Joe Brighton.
— Joe, sagði hann, — þú hefur líklega ekki séð Mörvu og J ill fara að heiman í leigubíl, síðdegis, eða í rökkrinu?
Joe leit á hann og var dálítið undrandi á svipinn. — Ég kom ekki heim fyrr en klukkan sex, sagði hann. — Og ég liefi
ekki séð neinn leigubíl síðan. Ég skal spyrja Helen.
— Já, gerðu það, sagði Jolin og kinkaði kolli.
— Leigubíl? át Helen eftir honum. — Eg man elcki til að hafa séð nokkurn fara hvorki inn eða út úr leigubíl. Ég sá
Mörvu síðast klukkan fjögur. Er eitthvað að, John? i ‘í 1
— Ég veit það ekki ennþá, sagði John, dræmt. Svo sagði hann þeim frá miðanum og sporinu undir glugganum.
— Það skyldi þó aldrei vera brjálaði maðurinn, Joe? sagði Helen og saup hveljur.
John Willoughby leit á þau. — Brjálaði maðurinn? sagði hann.
— Það stendur í kvöldblaðinu, sagði Joe. — Það hefir einn sjúklingur sloppið frá vitfirringahælinu.
Blaðið lá íyrir framan þau. John tók það, án þess að segja nokkurt orð. Þar var lýsing af vitfirringnum þar. Hann hét
George Fenwieh, var fjörutíu og eins árs og 1,88 meter á hæð, — semsagt stór maður.
Fyrir nokkrum árum hafði hann myrt konu sína. Hann hafði líka átt dóttur, en hún var látin. Fenwich var álitinn það
hættulegur að hann hafði verið í haldi síðan.
Honum var lýst sem álútum manni, með ljóst hár, eiginlega hvítt, og hann var rjóður í framan. Sterklegur maður,
hugsaði John, með stóra fætur ....!
— Það gæti verið að hann hafi fengið að sitja í hjá einhverjum, sagði John, og hann fann hvernig kuldinn læddist
niður bakið á honum. Hann sneri sér við til að fara og sagði:
— Ég ætla að hringja aftur til Milliar. Það getur verið að hún hafi verið á járnbrautarstöðinni, til að taka á móti
Mörvu, þegar ég hringdi áðan.
— Reyndu að taka þessu rólega, sagði Joe. — Hún er að öllum líkindum hjá systur sinni. Ég skal koma með þér, ef
þú vilt.
John bað fyrir þvi í huganum að Millie væri komin heim og að Marva væri hjá henni. Hann valdi númerið og nú tók
Millie upp símann.
— Halló? sagði hún og John var næstum búinn að hrópa upp af gleði.
12 VIKAN 29- *m-