Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 43
mér. En þetta er sem sagt liðin
tíð. En í sjómannamáli verzlun-
arflotans gætir enn mj'ög danskr-
ar arfleifðar, á það minna orð
eins og prómenað og dreki (hið
síðarnefnda er heiti á akkeri).
Öðruvísi er það á togaraflotan-
um, hefur mér verið sagt, þar
gætir einkum enskra áhrifa í
máli manna. Þeir eru til sem
ýfast við þessum erlendu mál-
áhrifum, en í sumum tilfellum
hafa nýyrði þau, sem fundin hafa
verið upp til að leysa útlendu
orðin af hólmi, reynzt svo löng
og óliðleg að ekki er hægt að lá
neinum sjómanni þótt hann
nenni ekki að taka þau sér í
munn.
Smáar kvikar öldur Eystrasalts-
ins sindruðu af sól mestalla leið-
ina frá Skáni að mynni Kirjála-
botns eða Finnskaflóa, eins og
hann er líka kallaður. Við höfð-
um landssýn af Hoburg, suður-
odda Gotlands, og síðan um
nokkra hríð af strönd þessa
sögufræga eylands, sem einu
sinni var mesta verzlunarveldi
við þetta haf. Við sáum einn eða
tvo kirkjuturna, sem teygðu sig
ótrúlega hátt uppfrá landinu,
svartir þrumufleygir sem synd-
ug jarðarbörn miða til himins
I ögrun eða bæn. Að morgni
næsta dags erum við í mynni
Kirjálabotns. Þá er himinn ský-
laus sem fyrr en móða í lofti
svo sólstafir falla mattir á logn-
ölduna; í suðri má greina í kíki
háan marbakka mógulan og vita.
Þetta er eyja nokkur við strönd
Eistlands. Handan hennar má
greina í lofti dökkan flekk; það
er reykur frá Tallin, höfuðborg
þess lands.
HERVÖRÐUR YFIR SÚKKU-
LAÐI....
Næsti viðkomustaður er millj-
ónaborgin Leníngrað, eða Lenn-
an, eins og hún er kölluð um
borð í daglegu tali, glugginn með
útsýn til Vesturlanda sem Pétur
mikli byggði Rússum. Gert var
ráð fyrir að við kæmum þangað
undir næsta morgun, ef skipinu
yrði hleypt viðstöðulaust inn í
höfnina, en þeir þarna austan-
tjalds hafa nú einu sinni ekki
sama tímaskyn og vestrænir
menn og geta því átt það til að
láta bíða eftir sér, fyrir utan
allar aðrar kenjar. Raunar kváðu
þeir vera tiltölulega liðlegir við-
skiptis í Leníngrað, en öllu stirð-
ari í Eystrasaltslöndum, enda eru
Rússar þar ekki heima hjá sér,
heldur sem hatað Herrenvolk og
setulið yfir niðurbrotnum lýð.
Þó eru þeir öndvegi núorðið mið-
að við það sem áður var; tímarn-
ir breytast og í Austur-Evrópu
að minnsta kosti eru kommúnist-
ar smámsaman að varða almin-
legt fólk þótt hægt gangi. Þessa
dagana er Tékkóslóvakía að losa
um viðjarnar frá Stalínstíman-
um, og Brésjnéf faðmar Dubcek
og fullvissar hann grátandi um
að aldrei hafi svo mikið sem
hvarflað að Sovétmönnum að
grufla neitt í innanríkismálum
bræðra sinna í Marx.
En það var verra ájður og
hvergi verra en í Eystrasalts-
löndum. Saga til dæmis um það:
íslenzkt skip var sem margoftar
statt í einhverri höfn í Lettlandi
eða Litháen. Eins og venjulega
voru þar varðmenn á hverju
strái, gráir fyrir járnumj ekki
sízt á hafnarsvæðinu, því sovézk
yfirvöld eru sem kunnugt er sí-
fellt með böggum hildar útaf
óstýrilátum þegnum sínum, sem
engu tækifæri sleppa til að
strjúka frá sælunni vestur í arð-
ránið, fyrir utan ótalmargt ann-
að, sem liggur eins og mara á
forsjármönnum þessa stórveldis,
þegar útlendingar eru annars-
vegar. íslenzkur háseti var að
koma úr landi og tuggði súkku-
laði sér til hugbótar. Sem hann
gekk framhjá einum varðmanna
á kajanum, tók hann eftir því
að sá sovézki starði á hann nokk-
uð einarðlega. Þeim íslenzka
flaug í hug að greyið væri
kannski soltið og henti í hann
súkkulaðipakka; gekk síðan um
borð.
Þetta var að kvöldlagi, en
snemma næsta morguns veður
um borð í skipið offíseri úr
rauða hernum, og gengur á fund
skipstjóra og segir illt í efni:
einn háseta hans sé staðinn að
því að grýta góða sovétborgara
og þaráofan stríðshetjur úr
rauða hernum með súkkulaði,
sem að slepptum amerískum
sígarettum, fötum upp á engelsk-
an móð og nælonregnkápum er
það baráttutæki auðvaldsins, sem
fólk austantjalds er veikast fyr-
ir. Hásetinn var þá í koju, og
skipstjóra þótti málið ekki þann-
ig vaxið að ástæða væri til að
spilla hvíld hans. En foringinn
kvað allri vináttu Sovétþjóðanna
við skipverja lokið nema söku-
dólgurinn klæddist og heimti
aftur munngætið í eigin per-
sónu, og varð svo að vera sem
hann vildi. Maðurinn var rif-
inn uppúr rúminu og fór í her-
fylgd í land að sækja pakkann.
Lá hann þar ósnertur í rykinu,
en hermaðurinn stóð yfir honum
galvaskur með brugðinn byssu-
sting, og hafði hvorki skipt um
svip eða stöðu síðan kvöldið áð-
ur.
ÞREIFAÐ Á FÖTUM ....
Öðru sinni bar það við í þess-
ari höfn eða einhverri annarri
ekki allfjarri, að bátsmaður á
íslenzku skipi henti af rælni
tómri dollu undan málningu í
sjóinn. Varðmenn urðu þessavar-
ir og á samri stund varð í landi
slíkur viðbúnaður, að ætla hefði
mátt að her færi að borginni.
Var hervörðurinn um skipið
samstundis margfaldaður og
froskmenn sendir niðrí drulluna
við kajann til að hafa upp á
dollunni. Það tókst eftir langa
mæðu til allrar guðslukku, og
lét ráðamaður rauða hersins á
staðnum svo um mælt við skips-
verja, að það hefði verið jafn-
gott fyrir þá að dósin fannst.
Þeir spurðu hverju slíkt gegndi,
hvaða voði Sovétþjóðunum gæti
stafað af þessari dós. Dós var
það að vísu, sagði sá sovézki, en
það hefði nú líka getað verið
tímasprengja.
Ein sprettisaga enn af viðskipt-
um íslenzkra sjómanna við so-
vézka réttvísi í Eystrasaltslönd-
um: Einn þeirra varð fyrir því
óhappi að detta í höfnina, en sem
betur fór voru félagar hans
staddir nær og hífuðu hann um
borð. En það skipti engum tog-
um: áður en varði var kominn
um borð rússneskur foringi með
sveit alvopnaðra stríðsmanna.
Var hann allur ein taugahrúga
og fór fram á skýringu á þessum
buslugangi í höfninni. Skýringu
skipverja á atburðinum tók hann
með fyrirvara; taldi sjálfsagt öllu
trúlegra að þeir hefðu verið að
draga um borð einhvern sovét-
borgarann, sem farinn hefði ver-
ið að þreytast á sælunni. Var
valdsmaðurinn ekki í rónni fyrr
en honum hafði verið sýndur
maðurinn, sem baðað hafði sig
óviljandi, og fengið að þreifa á
fötum hans.
En sem sagt, núorðið eru þeir
heldur farnir að slappa af. Og í
Lennunni kváðu þeir jafnvel
sníkja sígarettur.
☆
VIKAN 43
M O D E S S
Eina bindið, sem býður yður fjóra nauðsynlega kosti.
(1) V-lögun sem er sérstaklega sniðin fyrir líkama yðar.
(2) Mjúkt og þægilegt í notkun.
(3) ,,Blue Shield" plasthimnan sem gerir það rakaþétt og öruggt
á þrjó vegu.
(4) Tekur sérstaklega vel í sig raka.
MODESS BINDI FRÁ JOHNSON & JOHNSON
Modess
DOMUBINDI
ElnkaumboOc GLÖBUS h.ff.
29. tbl.