Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 32
IONSON CAN-DO MEÐ RAFMAGNSDÖSAUPP- TAKARA OG HNÍFABRÝNI. 1. Hnífabrýni. 2. Dósaupptakari. 3. Fyrir kartöfiumús. 4. Bretti fyrir vélina og fylgihiuta. 5. Fyrir drykki. 6. Þeytari fyrir rjóma og fleira. ★ HANDHÆGG HRÆRIVÉL, LÉTT, AUÐVELD í NOTKUN. DRAGIÐ EKKI LENGUR AÐ KYNNA YÐUR KOSTI CAN-DO. EINKAUMBOÐ: I.SQ0mundsson8GD.Iií. Hverfisgata 89 — Reykjavík STJÖRNUSPÁ ¥ — gj, Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú ert fullur óþolinmæði og bráðlæti. Þú færð smá hlut sem vekur þér mikla ánægju. Þú færð góðar fréttir innan skamms. Ef þú ferð út að skemmta þér, haltu þig þá að þeim sem þú þekkir. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október) Piltum þessa merkis er hætt við að lenda í rysk- ingum og deilum, sem heppilegra væri að komast hjá. Þú færð sendingu sem þér er mjög kærkom- in. Þér notast frístundirnar vel. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú færð nokkuð háa fjárhæð til ráðstöfunar, og mikið er í húfi að þú gerir rétt. Kunningjar þínir eru ekki sérstaklega fúsir til að rétta þér hjálpar- hönd. Þú færð innantómt bréf. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Það ber nokkuð á neikvæðum eiginleikum þinum sem stendur. Það gæti átt rætur að rekja til ósætt- ar þinnar við fjölskylduna. Brjóttu odd af oflæti þínu og reyndu að friðmælast. Tvíburamerkið (22. mal — 21. júní); Störf þín heimafyrir fylla upp tíma þinn. Þú ert of mikið einn, ræktu betur kunningskap við félaga þína. Þú gerir ráðstafanir til að koma höndum yfir ákveðna hluti. f# Bogamannsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Þú verður fyrir einhverju persónulegu happi. Þú ferð fremur ógætilega með fjármuni þína; það kem- ur ekki verulega að sök. Persóna í nágrenni þínu þvingar þig. Varastu kæruleysi. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú hefur unnið sigur sem er mikilsverður fyrir sjálfan þig. Það stendur mikið til og þú ert mjög niðursokkinn í skipulagningu þess sem koma skal. Vertu vel á verði, sérstaklega á fimmtudag. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Það er nokkur drungi yfir öllum þínum háttum. Þú þarfnast nýs umhverfis. Reyndu að gera eitthvað sem þú hefur aldrei reynt áður eða ferðast á ókunna staði. Heillalitur er gulur. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúsí): Það skiptast á skin og skúrir og þú veizt ekki alveg hvar þú ert staddur. Kunningi þinn kemur þér til hjálpar í mikilvægu máli. Þú hefst handa við lang- þráð verk en verður að hætta við það. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Eitthvað verður til að breyta áformum þínum varðandi næstu helgi. Þú átt óvenjumikið frí og tómstundirnar skaltu nota út í yztu æsar. Þú færð næturgest sem veldur þér nokkrum heilabrotum. & Meyjarmerkið (24. ógúst — 23. september): Þú reynir þig á ný.ju verkefni sem þér lánast mjög vel og færðu verðskuldað hrós fyrir hjá vinnuveit- endum þínum. Skyldmenni þitt lætur dragast að efna heit sín. Heillatala er fjórir. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Maður nokkur 1 umhverfi þínu er mjög hjálpsarri- ur, nú færðu nokkra skýringu á háttum hans. Þér gengur mjög vel á miðvikudaginn, þú ættir að geyma það erfiðasta þangað til þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.