Vikan


Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 25.07.1968, Blaðsíða 46
Symardr^kkir Sóiberja- og appelsínudrykkur. 2 dl sólberjasaft, V2 1 appelsínusaft, sykur eftir smekk, 2 fl. sódavatn, ísteningar. S&ftiiini blandað saman, sódavatninu og ís- teningunum bætt í og borið fram strax. Rabarbaradrykkur. 400—500 gr sykur, 7 dl sterkt te, 4 sítrónur, 1 1 vatn, 15 rabarbaraleggir, rifinn börkur af 1 sítrónu, ísmolar. I.cysið sykurinn upp í sterku tei og bætið safan- um úr sítrónunum fjórum í. Látið blönduna kólna. Skerið rabarbarann í bita og sjóðið í vatni þar til hann er meyr og síið þá safann frá og blandið í teið. Setjið rifna börkinn út í og látið drykkinn standa á köldum stað og berið svo fram með ís- mclum í og e. t. v. með hálfri sítrónusneið á brún hvers glass. Jarðarberjadrykkur með appelsínujuice. 1 1 appelsínujuice, 4 5 flöskur engiferöl, 250 gr ný eða frosin jarðarber, skorin í bita. ísmolar, e. t. v. ný myntublöð. Blandið appelsínusafanum og engiferölinu í stóra skál, síðan jarðarberj- unum og ísnum saman við og skrevtið með myntublöðunum. Berið fram strax, svo að engiferið sé freyðandi. Epladrykkur. 3 flöskur eplamost, Vj kg dós niðursoðnar aprikósur, sítrónusafi, 2—3 flöskur sódavatn. ísmolar. Blandið eplasafanum í safann af .aprikósunum og skerið aprikósurnar í litla teninga og blandið í drykkinn. Bragðbætið með sítrónusafa eftir smekk. Setjið ísmolana í og hellið sódavatninu út í og berið fram strax. Tómata- og gúrkudrykkur. V2 1 tómatjuice, 2 matsk. sítrónusafi, 1—2 tsk. H.P.-sósa, 1 tsk. rifinn laukur, 1 dl flysjuð og rifin gúrka, salt, fsmolar. Bíandið öllu saman og látið standa í 2 tíma. Síið þá drykkinn og bragð- bætið með meiri sítrónusafa og salti, ef með þarf. Berið fram í fremur litlum glösum og setjið 1 — 2 ísmola í hvert glas. Jarðarbcrjaísdrykkur. 2 dl ný cða fryst jarðarber skorin í stykki, 2 matsk. sykur, 4 matsk. rjómi, Vu 1 vanilluís, cngiferöl. Merjið jarðarber.jnbitana með sykrinum ísleppið honum, séu jarðarberin fryst). Sctjið maukið í há glös og sctjið 1 matsk. af þeyttum rjóma í hvert glas og síðan vanilluís. Fyllið svo glösin með engiferöli. Coca-coladrykkur. 2 matsk. rjómi, 3 matsk. súkkulaðiís, coca-cola. Setjið rjómann í hátt glas, síðan súkkulaðiísinn og fyllið með coca-cola. Berið fram strax. Icecream soda. 10—15 jarðarber, 1 lítil dós mandarínur,1V2 1 vanilluís, sódavatn. Skerið jarðarberin í sneiðar og raðið þeim í glösin með mandarínunum, sömuleiðis vanilluísnum og fyllið glösin með sódavatni. Berið fram strax. Rommmjólk. 2 eggjarauður, 3—6 matsk. sykur, 1 1 ísköld mjólkr 2V2 dl romm. Þeytið cggjarauðurnar og sykurinn þar til það er létt og Ijóst. Setjið ekki allan sykurinn í fyrr en þið hafið smakkað á drykknum. Blandið svo romminu í og síðan ískaldri mjólkinni. Hægt að geyma á köldum stað þar til á að nota það. 46 VIKAN 29-tbl- Þessa sérkennilegu tösku er þægilegt ai taka með sér í ferðalagið. Dótið í henni| verður ekki fyrir hnjaski, þar eð taskanl stendur á stífum botni. Efni: Um 85 sm af bláum tjalddúki eðal öðru þéttofnu og nokkuð stífu efni, 1,40! m á breidd. Einnig sömu mál af nokkuð| þykku plastefni og dál. af þykku fóður-p efni í vasa og botn. Nokkuð stífan pappaj: 28x28 sm. Fjóra sterka málmrennilása 501 sm langa og fjóra málmhringi 88 sm íi þvermál. Gjarnan má strauja á röngul „vliseline“-millifóður til styrktar tösku-| efninu. Búið sniðin til eftir uppgefnum máluml skýringarmyndanna og sníðið síðan með 8 mm saumförum. Sníðið töskuna 1 stk. eftir sniði A, B og C og hafið botninn samfastan hliðunum. Sníðið einnig stk. D, Sníöið plastfóðrið! eftir sömu sniðum og á sama hátt og tösk- una. Sníðið fóður á botninn og vasana. Klippið pappann svo hann verði 28x28 sm. Saumið vasana á plaststk. D. Hafið G sem þverband og F saumaðan á þrjár hliðar. Saumið D stykkin við botninn, fyrst efni og síðan plast. Brjótið nú 8 mm saumförin innaf brúnunum og þræðið. Leggið renni- lása milli brúna efnis og plastfóðurs, byrjið neðst og stingið við brúnir lásanna. Brjótið inn af brúnunum að ofan. Sníðið 4 stk. H, brjótið inn af hliðum stykkjanna og stingið í brúnirnar. Þræðið 1 stk. í gegn- um hvern hring, brjótið inn af endum stykkjanna og saumið síð- an við efsta hluta töskunnar. Leggið pappann í töskubotninn og tyllið fóðrinu þar yfir í höndum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.