Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 5
I:í:
| p|j|||||
henni nieð gervihjartalokum. Að lokum
var það Magnus Korsgren við Sahl-
grensk sjúkrahúsið í Gautaborg sem
ráðlagði henni að leita til Sviss.
Professor Áke Senning, sem er einn
af færustu læknum Svía, er yfirlæknir
á handlæknisdeild háskólasjúkrahússins
í Zurich. Hann var reiðubúin til, ásamt
öðrum læknum, að reyna eina af liættu-
legustu skurðaðgerðum innan hjarta-
skurðlækninganna: sem sé að búa til nýj-
ar hjartalokur úr hinum teygjanlega vef
undir yfirhúðinni á læri sjúklingsins.
TELFT UM LÍF OG DAUÐA
Áhættan við slikan vefjaflutning er
auðvitað gífurleg, og þá er um að ræða
hvort hinar nýju hjartalokur láta að
stjórn. Það er einnig mjög mikil hætta
á að blóðtappi myndist. En bæði Jan
Westerlund og konan hans voru orðin
svo vondauí að þau vildu liætta hverju
sem var.
— Maðurinn minn og ég vorum alveg
sammála, segir Britt-Marie. — Ég hafði
um tvennt að velja, annars vegar að
deyja og liins vegar að vera fær um að
lifa eðlilegu lífi. Við vorum í sólskins-
skapi, þegar við fórum frá Borás til
Zúricli. Ég hafði aldrei komið inn á
skurðstofu, og ég hafði engan tíma til
að hugsa um livað biði mín, því ég var
eiginlega strax svæfð. Seinna fékk ég
Britt-Marie Westerlund og Jan maður hennar. —
Við vorum sammála. Ég varð að velja á milli þess
að deyja eða lifa eðlilegu lífi!
að vita að Jan beið í sex klukkutíma,
meðan á aðgerðinni stóð.
NÚ GETUR HÚN EIGNAZT BÖRN
Nú hefir Britt-Marie tuttugu og
tveggja sentimetra langt ör á vinstra
læri, alveg frá mjaðmabeini og niður
undir hné. Örið kemur til með að minna
hana á það að líf hennar lá á vogar-
skálum, þessa sex klukkutíma.
Professor Áke Senning skar átta fer-
sentimetra stórt stykki af undirhúðinni
á lærinu. Þetta stykki skar hann svo til
og bjó til úr því hjartalokur, sem hann
kom fyrir í hjarta hennar.
Hún fékk að fara heim til sín fimm
dögum áður en búizt var við, og hefir
nú góða von um að hún sé alveg orðin
heilbrigð.
Átta vikum síðar var hún kornin til
vinnu sinnar við bensínstöð í Borás, þar
sem hún vann áður, og nú Ijómaði hún
af hamingju. Loksins gat lnin lifað eðli-
legu lífi.
— Mér finnst eins og ég sé nýfædd,
segir hún. — Þessir sextán dagar í Zii-
rich eru í huga mínum eins og furðu-
legur draumur. Og nú vonast ég eftir að
fá heitustu ósk mína uppfyllta, að eign-
ast barn!
Britt-Marie Westerlund fær 17.000
krónur í laun á mánuði. Maður hennar
hefir helmingi meiri laun. Þau eiga
þriggja herbergja íbúð við Nolhagagat-
an í Borás. Þau gátu ekki sjálf greitt
þær 140.000 krónur sem aðgerðin kost-
aði, en bæjarstjórnin í Borás hjálpaði
þeim. Britt-Marie fékk styrk lir sér-
stökum sjóði til að ganga í gegnum þessa
skurðaðgerð, sem bjargaði lífi hennar.
Það var töluvert rætt um það hver
ætti að hjálpa henni og mörgum fannst
að ríkið ætti að hlaupa undir bagga.
En nú er annað hljóð i strokknum og
allir Borásbúar samgleðjast innilega
Westerlundhjónunúm.
33. tw. viKAN 5