Vikan


Vikan - 22.08.1968, Side 18

Vikan - 22.08.1968, Side 18
■ ■ FJÖLBÝIISHÚS FBAMTÍBABMNAR r n Arkitekt og féiagsfræðingur í Vestur-Þýzka- landi hafa í sameiningu gert teikningu að sambýlishúsi, sem er einstakt í sinni röð. Hugmynd þeirra er að veita hinum almenna borgara framtíðarinnar fullkomið heimili, sem geti orðið honum sannkölluð paradís. Roland Frey arkitekf og Norbert Schmidt-Relenberg félags- fræðingur, báðir til heimilis í Stutt- gart, Vestur-Þýzkalandi, hafa [ ný- útkominni bók komiS fram meS byltingarkenndar tillögur í bygg- ingamálum, lagt fram hugmynd og teikningu að íbúðablokk, sem ekki á sér sinn líka. Og þetta er engin útópía, segja þeir, við vitum að þetta er einkar auðvelt í fram- kvæmd. Hugmynd þeirra er að veita hinum almenna borgara fram- tíðarinnar fullkomið heimili, heim- ili sem geti orðið honum sannköll- uð paradís og séð honum fyrir hæfilegri einangrun frá skarki og forvitni umheimsins. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þróun í [búðamálum stór- borga beinist mjög f óheillaátt. Flestir vilja helzt búa í úthverfi, fjarri skarkala miðborgarinnar, en þar er slegizt um hvern lóðarblett, svo að verðlagið fer upp úr öllu valdi. Menn neyðast því til að leita sér lóða eða íbúða æ fjær borg- armiðjunni og eru því dag hvern klukkustundum saman á leið í og úr vinnu. Og þar að auki þetta stöð- uga ónæði, sem nágrannarnir á hæðinni fyrir ofan eða neðan valda með óæskilegum hávaða. Heimilis- friðurinn getur því orðið næsta tak- markaður. Þar á ofan vinnur hús- móðirin trúlega úti, og hvernig [ ósköpunum á hún auk þess að gera innkaup, koma börnunum f leik- skóla og ná f föt úr hreinsun? Öll þessi vandamál segjast þeir Frey og Schmidt-Relenberg nú geta leyst á einu bretti. Til þess að koma í veg fyrir að borgirnar þenjist von úr viti, hlaða þeir lóðunum einfald- lega hverri ofan á atSra. Sambýlis- húsið þeirra á að vera ( fimm eða sex hæðum og til að sjá minnir það dálítið á kínverska pagóðu eða tröppupíramtda. (búðirnar verða verðlagðar eftir stærð [ fermetrum, en hvað innan þeirra á sér stað, kemur aðeins íbúunum við. Að vísu er verönd íbúðarinnar jafnframt þak næstu íbúðar fyrir neðan, en það þak verður tvöfalt og með ein- angrun á milli og algerlega hljóð- helt. Og ekki þýðir heldur að reyna að kíkja niður til nágrannans: þétt- ur plöntugróður á jaðri verandar- innar kemur f veg fyrir slfkt hátta- lag. Ekki er heldur hægt að líta yfir á verönd nágrannans við hlið- ina, því háir veggir skilja að ver- andir á sömu hæð. Tveir nefndir framúrmenn [ bygg- ingalist bjóða framtíðar-viðskipta- vinum sínum ekki aðeins upp á hliðstæð þægindi og eigendur ein- býlishúsa njóta. Menn þurfa ekki lengur að vera í vandræðum með að finna sér autt stæði fyrir bílinn og neyðast að lokum til að skilja hann eftir einhvers staðar órafjarri heimilinu: í iðrum hinnar nýju undrabyggingar verða bæði bíla- stæði og bílastöðvar. Húsmóðirin losnar líka við þennan venjulega þrældóm, sem kvenfólk af þeirri stétt þekkir svo vel af eigin reynd, því að á hverjum morgni fer um íbúðirnar eins konar stormsveit hús- hjálparliðs, sem í einum hvelli klárar allt uppvask, sem fyrir ligg- ur, býr um rúmin, burstar skó og fleira og fleira. Það tekur einnig með sér föt í þvott og viðgerð. Við dyr hverrar íbúðar verður sérstak- ur skápur, þar sem sendlar frá mat- vörukjörbúðinni skilja eftir nauð- synjar, en þær eru pantaðar ( síma. Þetta „hús allra húsa" hefur líka eigin vöggustofu og barnaheimili, svo að húsmæður þær sem úti vinna þurfa ekki að standa í miklu um- stangi vegna ungviðisins. í barna- heimilum fá börnin miðdegisverð og tilsjón er þar höfð við skóla- vinnu þeirra. Og vilji foreldrar bregða sér út að kvöldlagi, sér sér- stök þjónusta þeim fyrir barnfóstru. En verður ekki dýrt að búa í slíkri paradís? Höfundar hennar segja, að framan af muni aðeins tekjuháar fjölskyldur geta leyft sér það, en líklega vonast þeir til, að með tímanum verði vegna aukinn- ar reynslu af rekstri slíkra blokka hægt að lækka búsetukostnaðinn. [ fyrstu sambyggingunni af þessari gerð, sem fljótlega verður reist svo fremi engir nýir tæknilegir erfið- leikar komi í Ijós, verða (búðir fyr- ir áttatíu til hundrað fjölskyldur. ☆ 18 VIKAN 33-tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.