Vikan


Vikan - 22.08.1968, Side 28

Vikan - 22.08.1968, Side 28
VINl/EIASTI LEIKARINN ER BLÖKKHMADl ccrwqaBK m—nra—bct—bb—foweaEr—otc——■mrin ■■ ih— SIDNEY POITER ER FYRSTI LEIKARINN SEM T-;!1!ZT HEFUR AÐ RYÐJAST í GEGN- UM JÁRNTJALD KYNÞÁTTAFORDÖMANNA Undarleg þverstæða felst í því að í Bandaríkjunum, þar sem fjandskapurinn milli hvítra manna og svartra gýs nú hvað eftir annað upp í ljósan loga, skuli Sidney Poiter hafa verið kjörin landsms vinsælasti leikari í dag. Er í því sambandi einkum getið framúrskarandi frammistöðu hans í kvikmyndunum Gettu hver kemur til miðdegisverðar og Nóttin var heit. Þótt negrar eigi enn í brösum við að öðlast jafnrétti við hvíta menn á mörgum sviðum, þá á það ekki við um listir. f fyrsta sinn í sögunni eða svo segja sumir —- þora nú brezk og banda- rísk leik- og kvikmyndahús að sýna negrann sem fullan jafn- ingja hvíta mannsins. í kvikmyndinni Gettu hver kemur til miðdegisverðar, þar sem Sidney Poiter og Katharine Houghton leika ung skötuhjú, er meira segja stutt kossasena. í Bandaríkjunum urðu margir skelf- ingu lostnir: „við upptökuna heyrði ég einhvern segja að þetta væri beinlinis hræðilegt," segir Katharine Houghton. En hvað segir Sidnev Poiter sjálfur, sem fyrsti leikarinn er ruðzt hefur í gegnum það járntjald kynþáttafordóma, sem enn er í miklu gildi viða í veröldinni? Poiter er fjörutíu og eins árs að aldri og hundrað áttatíu og átta sent.imetra hár. Hann hefur tileinkað sér þesskonar virðu- leika sem aðeins löng undirokun gæðir persónuleikann. Ég skammast mín ekki fyrir að vera negraleikari, segir hann. Þegar ég var drengur og átti heima í Harlem fór ég öðru hvoru á bíó, en ég sárskammaðist mín þegar ég sá negrana í þessum gömlu Hollywood-myndum. Ég var fastákveðinn að gera negrana stolta af eigin kynþætti þegar ég yrði leikari. Fyrir tuttugu árum var Hollywood ekki reiðubúin að sýna rétta andlit Bandaríkjanna. Nú er það að minnsta kosti reynt — með mynd- um eins og Gettu hver kemur til miðdegisverðar. Vilji menn sjá Bandaríkin í réttu Ijósi, er vonlaust að reyna að gleyma því að þar eru tuttugu milljónir húðdökkra manna. Nú eru negrar dómarar, arkitektar og vísindamenn, en í kvikmyndum hafa þeir lengs'um aðeins komið fram sem vinnukonur, þjónar og djassleikarar. En í dag eru Bandaríkin að gera sér ljóst að þrír fimmtu hlutar jarðarbúa eru húðdökkt fólk! Mig hefur alltaf dreymt um að leika Hamlet, en ekkert banda- riskt leikhús hefur enn viljað fá mér það hlutverk. Ég vil ein- faldlega leika Hamlet sem mann, í trausti þess að ég geti með dugnaði og innlifun fengið fólk til að gleyma því að það er negri sem leikur hvítan mann, líkt og þegar leikhúsgestir gleyma því að Laurence Oliver í hlutverki Óþellós er hvítur maður sem leikur negra. Dugnaður ætti að vera eini mælikvarðinn. Sidney Poiter ólst upp í Nassau á Bahamaeyjum, en kom til Bandaríkjanna með foreldrum sínum þegar hann var ellefu ára. En Bandaríkin voru drengnum ekkert sérlega blíð. Dag einn er hann hafði fengið lánað reiðhjól annars drengs, var hann sak- aður um að hafa stolið því. Hann var settur á betrunarheimili og var þar í fjögur ár út af þessum „glæp“. Hvernig tókst honum að lifa af vistina í Harlemsslömminu án Framhald á bls. 48. J V____________ 28 VIKAN 33- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.