Vikan


Vikan - 22.08.1968, Page 32

Vikan - 22.08.1968, Page 32
KVEIKJAIAR ONSON Vanti ykkur tækifærisgjöf þá munið Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. EinkaumboS: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavtk, STJÖRNUSPÁ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú gerir nokkrar tilraunir til að fá leyst úr spurn- ingu sem hefur valdið þér nokkrum ónotum. Þú færð fréttir af ættingjum þínum, sem þú veizt ekki a?mennilega hvernig þú átt að taka. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú iendir í klípu en úr henni rætist samt á bezta veg, cf þú heldur fast við þitt. Varastu að safna að þér vcrkefnum, það eru ýmis persónuleg málefni scm krefjast skjótrar úrlausnar. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú stcrdur í þakkarskuld við nákomna persónu, og þér til ánægju geturðu gert henni greiða, Þú þarft að hafa orð fyrir hópi manna. Eldri maður leitar ráða hjá þér. 4>> Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Vegna utanaðkomandi áhrifa verðurðu að draga ýmsar persónulegar framkvæmdir á langinn. Þú færð ekki þá aðstoð sem þú hafðir reiknað með. Þú verð- ur fyrir óhappi, sem reynist ekki mjög alvarlegt. mrn IL JL Tvíbu-amerkið (22. maí — 21. júní): Það er ýmislegt í fari kunningja þinna sem þér fellur ekki við og fer það einstaklega í taugarnar á þár eins og sakir standa. Ef þú vilt forðast ill- deilur af þessum sökum skaltu halda þér utan þeirra. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Talaðu ekki mikið um samstarfsmenn þína og vertu mjög á verði gagnvart umtali um fólk. Atvik ber að höndum sem þarfnast skjótrar meðferðar. Þú ferð í leikhús eða á fjölmenna samkomu. # Krabbamerkið (22. júní — 23. júIQ: Að líkindum verður eitthvað um lasleika á heimili þínu, sem veldur þér erfiðleikum. Þú hefur áhyggj- ur af að skila ekki verkefnum á tilskildum tíma. Þú færð kærkomna heimsókn. Steíngeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú ert nokkuð miður þín og getur ekki notað starfs- krafta þína sem, skyldi. Þú færð tækifæri til að koma upp um svik starfsfélaga þíns, en farðu að öllu með gát. Heillalitur er blár. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Kunningi sem þú heíur oft rétt hjálparhönd sýnir þakklæti sitt í verki. Þér verður boðið á vinsælan skemmtistað, þar sem nokkuð óvænt ber fyrir sjón- ír þínar. Heilladagur er laugardagur. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19 febrúar): Vinur þinn tekur að sér verk sem þú hafði kviðið fyrir aö leysa. Þú ferð í langferð og skemmtir þér óslitið allan tímann. Þú nýtur góðs af heppni kunn- ingjakonu þinnar. MeyjarmerkiS (24. ógúst — 23. september); Þú átt því láni að fagna að þú losar þig við tvo lánardrottna, sem hafa verið nokkuð aðgangsharðir. Þú gerir nokkrar skynsamlegar framtíðaráætlanir í samráði við þér eldri og reyndari persónu. Fiskamerkið (20. febrúar — 20 marz); Eins og undanfarið halda verkefnin áfram að hlað- ast á þig og þú kemur ótrúlega miklu í verk. Eyddu fríi þínu til að skipta um umhverfi og breyta sem mest um frá þessu hversdagslega amstri.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.