Vikan - 22.08.1968, Síða 43
nákvæmur sjálíur og vildi hafa
allt sitt á hreinu.
Þau eyddu sælum hveitibrauðs-
dögum á Korsíku. Þau lágu á
ströndinni og Harriet varð kol-
brún, nema þar sem þessi ofur-
litlu bikinibaðföt hlífðu henni,
en þau hafði Robert teiknað sér-
staklega handa henni og gefið
henni í morgungjöf. Robert upp-
götvaði ánægjuna af því að
fækka fötum á konum — allt
aðra ánægju en þá, sem hann
hafði af því að framleiða föt og
máta á þær.
Eftir hálfan mánuð í sælunni
var Robert orðinn dálítið eirð-
arlaus á ströndinni og í hótelinu.
Ekki af því að hann væri ístöðu-
laus. Áhugi hans var að öllu
leyti starfslægur. — Lélegur
stuðningur þarna, muldraði hann
og rak olnbogann í Harriet. —
Og þessi þarna sólbrennda, hún
þyldi einn með tvíverkandi
stuðningi. Og þessi, hvemig lízt
þér á hana?
Hann sá sér til gleði að þrjár
vel klæddar, ungar konur voru
í nýjasta módelinu hans. Aðeins
af því hvernig kjólarnir fóru
þeim, gat hann séð hvað undir
lá. En hann tók ákaflega nærri
sér að sjá það, sem gat ekki ver-
ið annað en sníðagalli í haldars
þeirra fjórðu.
Nú var kominn tími til að
snúa aftur heim, aftur til starfs-
ins.
Þau fengu sér hús í Chelsea
með garði og háum veggjum.
Litli bíllinn hans Roberts vék
fyrir tveimur stærri og þau lifðu
hamingjusöm það sem eftir var.
Já, ánægð að minnsta kosti.
Jæja . . . þetta gekk allt
laman.
Harriet var dásamlegur kokk-
ur. Hún hélt húsinu flekklausu.
Hún helgaði sig málaralistinni
meira núna, þegar hún þurfti
ekki að fara út að vinna, og Ro-
bert gladdist yfir því að hún
skyldi hafa skapandi tómstunda-
starf. Það hafði kannski ekki upp
á eins mikið að bjóða og hans
eigið, en það hefði heldur ekki
verið sanngjarnt að krefjast
bess.
Að því er Robert gat bezt
séð, eftir nokkurra ára hjóna-
band hafði Harriet aðeins tvo
galla. Annar var sá hve mjög
henni hætti til að gleyma sér í
dagdraumum; hún átti það til
að stara framfyrir sig á eitt-
hvað í fjarska og setja upp alls-
konar annarlega svipi, eins og
hún heyrði hornaþyt frá huldu-
landi, einhvers staðar utan úr
blámanum — og þegar hún var
í þessu stuði heyrði hún ekkert,
sem sagt var við hana. Hinn
gallinn var sá hve hún var al-
gjörlega hjálparvana gagnvart
jafnvel einföldustu tæknihlutum.
Vatnskranar duttu í sundur í
höndunum á henni og spúðu
vatni yfir allt eldhúsið. Hún
meiddi sig á dósahnífum, hræri-
vélar gereyðilögðu það sem í
þær var látið, þvottavélar tættu
niður skyrturnar og blönduðu
beim saman við sín eigin inn-
ýfli, og ef hún svo mikið sem
kom við sjálfvirku stillitækin á
miðstöðinni varð óhjákvæmilega
sprenging einhvers staðar í hús-
inu.
Robert var vanur því að kon-
urnar, sem unnu hjá honum væru
skilningsgóðar og fimar í fingr-
unum og botnaði alls ekki í þess-
um algjöra tæknilega vanmætti
konu sinnar. En hann reiknaði
með að allar konur hefðu ein-
hverja galla og hann umbar
þessa, og þegar hinn síðari varð
svo erfiður að um þverbak
keyrði, sendi hann einhvern úr
verksmiðjunni til að greiða úr
vandræðunum. Þess vegna var
það þegar Harriet lánaðist á sól-
björtum maídegi að eyðileggja
saumavélina sína og hringdi í
verksmiðjuna til Roberts, að hann
andvarpaði þreytulega að vanda
og lofaði að senda einhvern til
að dytta að vélinni. Já, þegar í
stað. Nei, hún var ekkert að
trufla hann, alls ekkert.
Hann sagði einkaritaranum
sínum að senda einhvern til
Chelsea og laga saumavélina.
Svo sneri hann sér aftur að hálf-
nöktu módelinu og sókkti sér óð-
ar niður í íhugun vegna ljótrar,
rauðrar rákar eftir hlírann.
Þetta var hræðilegt og truflunin
hafði ekki bætt skapið. Hann
togaði í hlírann og lét hann
smella aftur á sinn stað í sadis-
tískri reiði.
Nokkru seinna lagði Ambrose
Tuttle af stað frá verksmiðjunni
með verkfæraskjóðu sína.
Örlögin, sem höfðu leitt Ro-
bert Blossom á braut sinnar frjó-
sömu framleiðslu, voru nú reiðu-
búin til að láta til skarar skríða
öðru sinni.
2.
Ambrose Tuttle var riðvaxinn,
ungur maður með miklar, svartar
augabrúnir, sem gerðu hann her-
skáan á svipinn. Lág, hikandi
röddin var í algjörri andstæðu
við þessar augabrúnir. Hann
hafði unnið hjá Blossom í tvo
mánuði og stúlkurnar í verk-
smiðjunni vissu ekki enn hvern-
ig þær áttu að skilgreina hann.
Hann hafði mörg áhugamál, svo-
sem ekkert eitt fremur en annað.
Hann las mikið til að mennta
sig, en námsefnin voru valin af
handahófi og hann vissi að hann
vantaði stefnuskyn. Hann hefði
átt að hafa áhyggjur af því, en
svo var ekki. Það var þægilegt
að láta hugann reika frá einu
efninu til annars, þægilegt að
reka nefið í sem flest, að læra
ögn af þessu og ögn af hinu og
gleyma öllu því, sem væri of
leiðinlegt til að vera þess virði
að muna það. Að svo miklu leyti,
sem hann langaði eitthvað sér-
stakt, langaði hann að koma því
þannig fyrir að hann þyrfti ekki
að sýsla við nein dagleg skyldu-
störf, að fara á fætur og fá sér
í svanginn og fara í verksmiðj-
una og vinna tilbreytingarlaust
starf. Hann vildi fá að blunda
og lesa og hugsa. Á öðrum tím-
um og í annarri þjóðfélagsstétt
hefði hann komið sér í einhverja
stöðu, þar sem hann gat látið
hverjum degi nægja sína þján-
ingu í akademiskri einangrun.
En eins og nú var málum hátt-
að var Ambrose aðeins meðal
vélvirki á leiðinni til að gera við
saumavél eiginkonu húsbóndans.
Svartar augabrúnirnar höfðu
sigið örlítið neðar en venjulega.
Hann var dagfarsgóður og jafn-
lyndur, en engu að síður var
hann óánægður með truflunina.
Hann hafði verið að lesa Sjálfs-
nám í höfðinglegu líferni undir
vinnuborðinu og var óánægður
með að vera hrifinn burtu frá
hinum athyglisverða kafla um
Kunnáttusamlegan Klæðaburð.
Hvernig átti hann nokkurn tíma
að geta lært hin fínni blæbrigði
— dásamlegt orð „blæbrigði',
hann hafði nýlega bætt því við
orðaforða sinn eftir nákvæman
lestur á Sjálfsnám í fögru mál-
fari — hvernig? spurði hann
sjálfan sig aftur, gat hann nokk-
urn tíma orðið tungulipur og
menntaður í samræðum ef sí-
fellt var verið að draga hann
burtu, til að gera við grófar og
sálarlausar vélar.
33. tw. yiKAN 43