Vikan


Vikan - 22.08.1968, Síða 46

Vikan - 22.08.1968, Síða 46
Það er mikið sem nútímakonan eyðir í fegrunar- lyf. Flestar vita að ekki eru þau öll nein töfra- lyf, þótt svo sé látið líta út í auglýsingum. En því er heldur ekki að neita, að góð og regluleg hirðing húðar og hárs hefur mikil áhrif á útlit- ið, og oft getur vandleg snyrting giörbreytt kon- unni til hins betra, t. d. þegar farið er út að kvöldi, en þá fylgir líka oft tilhlökkun og gott skap. Hjá þeim sem eru ungar er snyrtingin eins og skemmtilegur leikur, hjá þeim eldri tilraun til að halda í æskuna og að gera það bezta úr þvf, sem fyrir hendi er. Nútíminn krefst mikils af konunni. Hér áður fyrr þótti oft nóg, að hún væri góð húsmóðir, og þegar konan fór að láta meira á sér bera í opin- beru lífi, fannst henni sjálfri stundum að með því væri allt fengið og útlitið skipti ekki miklu máli. Núna vill konan líka vera falleg, þótt hún sé dugleg. Allt í kringum okkur sjáum við leið- beiningar um, hvernig bæta megi útlitið og flest- um konum finnst að þeim beri skylda til að Ifta sem bezt út. Fegrunarlyfin eru aðeins einn liður í þessari tilraun. Þau tilheyra því að vera vel hirt og snyrti- leg. Okkur finnst við fallegri — og líklega öðr- um líka, — þegar við erum vel klæddar og snyrt- ar og það gefur sjálfstraust og gott skap. Velhirt og snyrt kona þarf í rauninni frekar að hafa nægan tíma en peninga. Aðalatriðið er að vera hrein, yzt sem innst — föt og líkami. Klæðileg hárgreiðsla og vel útlítandi og þægileg föt þykja sjálfsögð. Nútímakonan veit það mikið um hitaeiningar og heilbrigða lifnaðarhætti að það ætti að vera vandalaust að vera í hæfileg- um holdum oð ráða þannig miklu um útlitið. Það er aðeins eitt, sem vill verða útundan, en það er skapið — en þar liggur einmitt hundur1- inn grafinn! Allar hafa svo mikið að gera, og margar verða svo þreyttar, að þær vanrækja ekki aðeins venjulega hirðingu húðarinnar, heldur Ifka heilbrigða lifnaðarhætti og þá höfuðnauðsyn, að geta slakað á. Beztu fegurðarráðin eru þau, sem ættu að vera konunni eðlileg — að sofa nóg, að slaka á, að hafa það gott, að vera glöð og f góðu skapi og jákvæð, og að geta haft tilbreytni og vald yfir framkomunni, orðunum, röddinni og hreyfingunum. Spyrjið einhvern karlmann, hvað geri konuna fallega — stundum veit hann það og stundum ekki, en oftast kemur í Ijós, að það er hvernig hún kemur fram. Hvernig hún brosir, horfir, talar og hreyfir sig, það er það, sem gerir hana fallega. Slakið á! Eitt mikilvægasta skrefið til fegurðar er að geta slakað á. Fólk verður þreytt og taugaspennt aðeins af tilhugsuninni um allt, sem þarf að gera. En þar sem ekki er hægt að gera allt sam- tímis, er um að gera að skrifa upp alit það nauð- synlegasta og einbeita sér svo að einu í senn. Á þessum minnislista ætti Ifka að standa „frí- tími" því að það er ekki síður nauðsynlegt að koma því í verk að eiga hann en allt annað, ekki sízt þegar mikið er að gera. Þegar sú til- finning nær tökum á manni, að allt sé að vaxa manni yfir höfuð og ekki vinnist tfmi til að Ijúka því sem þarf — einmitt þá er frítíminn bráð- nauðsynlegur. Það er hægt að slaka á með nægri hreyfingu undir beru lofti, með nægum svefni og með þvf að gera eitthvað, sem okkur finnst gaman að. 46 VIICAN 33-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.