Vikan


Vikan - 22.08.1968, Page 50

Vikan - 22.08.1968, Page 50
IROPAST er ryðhreinsiefni, sem nýlega er komið á markað erlendis. Hinir einstæðu eiginleikar IROPAST hafa þegar valdið byltingu á sviði ryðhreinsunar, enda nýttir í stórum stíl við hreinsun á ryði og gjallhúð. IROPAST er borið á með pensli eða spaða og síðan fjarlægt ineð vatni eftir nokkrar klst.. IROPAST eyðir fullkomlega öllu ryði en hefur þó hvorki skaðleg áhrif á hreinan málm nó málningu. RYÐHREINSIÐ MEÐ IROPAST OG ÞÉR MUNUÐ NÁ UNDRAVERÐUM ÁRANGRI. Einkaumboð: f U| Laugavegi 178 Sími 38000 OSRAM OSRAM Geymið skemmtileg augnablik ferm- ingarinnar til seinni ára. — Notið OSRAM - leifturljós svo myndin takist vel. orðnar leiðar á stuttu kjólunum, gætu notað þá sem slíka fl(k. Báð- ar þessar buxnadragtir eru frá Ricci, sú með síðu buxunum úr svörtu Jersey, en með þeim stuttu úr brunu tweed, hvorttveggja tízku- efni, ekki stður en þykka jerseyið. _ ☆ Greta Garbo Framhald af bls. 29. af einfaldleik og glæsilegum bún- aði. Það glæsilegasta er fagrir listmunir, höggmyndir eftir þekkta listamenn, og nokkur sænsk húsgögn, sem valin eru með mikilli smekkvísi. Hún lifir mjög einföldu lífi, að því undanteknu að hún veitir sér þann munað að borða, næstum daglega, hádegisverð í Colony Club, þar sem gamall vinur henn- ar, Gaylord Hauser, hittir hana oft. Yfirþjónninn, sem deplar varla augunum þótt hertogafrú- in af Windsor, Jackie Kennedy eða Margaret Bretaprinsessa láti sjá sig, og er þekktur fyrir að vera mjög stífur, svífur eins og verndarengill í kringum borðið hennar. Það er ekkert leyndar- mál að hann hefir tilbeðið hana í mörg ár. — Hin dularfulla Garbo er á- skorun á ævintýramanninn, sem ennþá býr í Ameríkumanninum, sagði þekktur sálfræðingur, fyrir skömmu. — Ameríkumaðurinn vill ennþá nema nýtt land, og hún er tákn þess takmarks sem ekki verður náð. Hann viðurkennir að hann hafi sjálfur elt hana í hæfilegri fjar- lægð í fleiri klukkutíma, þegar hún reikaði um Manhattan einn daginn. SKOÐAR GÖMLU KVIKMYNDIRNAR SÍNAR Hún veit vel um það þjóð- sagnalega vald sem hún hefir, og margan daginn flýr hún til for- tíðarinnar, í safnið þar sem gaml- ar kvikmyndir eru geymdar. Það er gamall vinur hennar, Richard, sem passar þetta safn, og hann leyfir henni að sitja í einrúmi og horfa á gömlu kvikmyndirnar, sem hún lék í. Oftast skoðar hún „Kristínu Svíadrottningu", þar sem hún lék á móti John Gilbert. Það er sagt að þau hafi verið að því komin að ganga í hjónaband, og að hann hafi dáið af sorg, þegar hún hætti við á síðustu stundu. Sjálf minnist hún aldrei á ástar- ævintýrið sem hún átti með John Gilbert, sambandið við hljóm- sveitarstjórann Leopold Sto- kowski, Gaylord Hauser og Ge- org Schlee, sem nú er látinn. Margir hippar í listamanna- hverfum stórborga í Ameríku skreyta veggi með plakötum sem sýna Garbo og Charlie Bickford í kvikmyndinni „Anna Christie". Greta Garbo á ennþá margar fasteignir í Stokkhólmi, síðan á fyrstu frægðarárunum. Þær hafa auðvitað hækkað í verði og eru nú álitnar fleiri milljón dollara virði. Hún á líka íbúðir í New York, sem hún keypti fyrir lítið verð, fyrir mörgum árum. Þrátt fyrir auðæfi sín lifir hún einföldu lífi. Hún notar sjaldan skartgripi, en oft sést hún fyrir utan gluggana hjá Tiffany, og virðir fyrir sér skrautgripina þar. Nafn hennar hefur ennþá ein- hvern töframátt, sem sjá má á þessari sögu: Ein af hinum fögru sýningarstúlkum í New York hitti David Granger, hinn þekkta tízkuframleiðanda og sagði: — David, þú getur aldrei gizkað á hvern ég sá í dag á Fimmtu tröð. Hann svaraði: — Ef það var ekki Garbo, hefi ég engan áhuga á því! Brúðkaup í Krýsuvík Framhald af bls. 9. andi hrauni ofar í landið. Tilgát- ur hans um byggð í Krísuvík eru forvitnilegar og sennilegar, en ekki er rúm til að rekja þær frekar að þessu sinni. Fyrir nokkrum árum fundu einhverjir óhappamenn hjá sér köllun til að brjótast inn í Krísu- víkurkirkju og ræna þaðankerta- stjökum kirkjunnar ásamt fleiru. Ekki hefur hafst upp á þessum mönnum, né heldur gripum þess- sem stolið var. En á þessu ári gerðist það, að hjón nokkur hringdu til þjóðminjavarðar og sögðust hafa fundið kertastjaka í ruslatunnu; gátu þau sér þess til, að þar væru komnir stjakar Krísuvíkurkirkju. Þjóðminja- vörður skoðaði stjakana og sá þegar að svo var ekki, heldur voru þetta mun merkilegri stjak- ar og frá eldri tíma. Ákváðu þá finnendurnir að láta hreinsa stjakana og lagfæra, en gefa síð- -an kirkjunni. Eru þeir hinir beztu gripir og vonandi fá þeir að vera í friði fyrir lítilsigldum þjófum. En víkjum nú að brúðkaupi því, sem um getur í fyrirsögn þessarar greinar. Þar voru gefin saman ungfrú Edda Larsen og Guðmundur Ásgeir Sölvason, en Guðmundur og tengdafaðir hans, Larsen, hafa tekið jörðina Krísu- vík á leigu og reka þar búskap og kaffisölu. Það þótti því vel viðeigandi, að hjónavígslan færi fram á þessum forna kirkjustað, og kom séra Garðar Þorsteinsson, prófastur í Hafnarfirði, til Krísu- víkur þeiman fagra júnídag þeirra erinda. Kirkjan er ekki stór, en athöfnin fjölsótt, svo ekki fengu allir sæti. Að lokinni athöfn í kirkjunni fóru kirkju- gestir heim til Krísuvíkur, þar sem hinir nýju ábúendur voru að koma sér fyrir, og þágu góð- ar veitingar. * 50 VIKAN 33-tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.