Vikan - 12.09.1968, Side 14
HÍS OG HUSBMUH
NYTTFOLK
- NfR snu
Um þessar mundir mun helmingur þjóðar-
innar vera undir 24 ára aldri. Ný og vel
menntuð kynslóð er að vaxa úr grasi, kyn-
slóð með ákveðnar skoðanir og betri yfirsýn
margra hluta vegna en sú sem var ung fyrir
20 til 30 árum. Þetta gildir ekki bara fyrir
ísland, heldur alls staðar. Auk þess er í
tízku að vera ungur og það er tekið meira
tillit til skoðana ungs fólks en nokkru sinni
áður. Sú hreyfing komst að nokkru leyti á
með Bítlunum og Bítlamenningunni, ef hægt
er að komast svo að orði. Unga fólkið hefur
eignazt sinn stíl í klæðaburða, í músik, í
framkomu, viðhorfum og það hefur mótað
sérstakan stíl í húsbúnaði. Sá stíll byggist á
því, að öllu gömlu verði að taka með eía.
Nýtt fólk þurfi nútímalegan stíl þar sem ný
efni séu notuð. Hugsunarhátturinn hefur
fæðzt í því gamla og rótgróna Bretlandi, en
hann hefur smitað út frá sér og farið sem
eldur í sinu um allar jarðir. Nokkrir hús-
gagnateiknarar af yngri kynslóðinni í Lond-
on hafa riðið á vaðið með form, sem eiga
sér naumast hliðstæðu og sumt af þessum
húsgögnum hefur það eitt sér til ágætis að
vera nýtt, en sumt er vel gert og ber vott
um hugmyndaflug og góðan smekk.
ítalir hafa tekið þessa hreyíingu upp á
sína arma með sérstökum ákafa. Þeir eru
frægir fyrir formskyn sitt og dirfsku í form-
teikningu, en auk þess nota þeir málma og
gerviefni meira en hingað til hefur þótt ráð-
legt. Bandaríkjamenn og fleiri hafa fylgt á
eftir og nú sér dagsins ljós heil skriða nýstár-
legri húsgagna, en áður hafa verið dæmi um.
☆
Bandarískt matborð, sófaborð, kollar og stól-
ar, sem allt er unnið í meginatriðum á sama
hátt, þ. e. úr stálvírasívalningum. í annarri
borðplötunni er gler en í hinni er gerviei'ni.
f stólunum eru steyptar plastskálar, yfir-
dekktar með svapmi og áklæði. ♦
Djarfar hugmyndir í húsagerð ryðja
sér til rúms og maður framtíðar-
innar, sem efni hefur á því, mun
likt og sést hér, finna sér afvikinn
stað, kannski undir sjávarhömrum
í stað þess að kaupa lóð í finu
hverfi. Þar mun hann byggja hús,
sem ber vott um hugmyndaflug
hans og arkitektsins og kannski
verður líkt og sést á myndinni að
hafa sérstaka lyftu niður bergið til
þess að komast að húsinu.
Innan í þessu hringlaga tilrauna-
húsi er margt með ólíkindum, en
gluggarnir eru þó ekki mjög stórir,
aðeins nægilega fyrir birtu og út-
sýni. Húsið stendur á háum, hring-
laga stöpli og innan í honum er
hringstigi niður. Húsgögnin eru
Iíka sérkennileg; stólarnir steyptir
úr hvítu plasti á „jólatrésfæti" og
borðið með Iiku sniði.
Ungir húsgagnateiknarar hafa orð-
ið fyrir miklum áhrifum af skúlp-
túr og húsgögnin verða hvort-
tveggja í senn: Nytjahlutir og list-
munir í ætt við skúlptúr, líkt og
sófaborðið hér, sem búið er til úr
steyptum plasteiningum. Höfundur:
Leonardo Fiori í Milano.