Vikan - 12.09.1968, Qupperneq 22
EFTIR E. V. CUNNINGHAM - 2. HLUTI - TEIKNING BALTASAS
Ég var flæktur í þetta, en ég
hafði ekki löngun til að vera flækt-
ur í það, og eini möguleikinn til
að komast undan því að vera
flæktur í þetta var að láta lykilinn
af hendi. Þeir vissu hvar ég fór í
vagninn og ef þeim var nógu ofar-
lega í huga að fó lykilinn myndu
þeir vera þar á morgun. Það kom
mér ekki við, né heldur kom það
mér við að gamall maður að nafni
Shlakmann hafði dóið. Ég ótti við
mína eigin örðugleika að stríða og
þeir voru nægjanlegir, svo þegar
þeir kæmu að sækja lykilinn næst
ætlaði ég að láta þó hafa hann. Ef
til vill með ofurlítilli útskýringu, til
að hreinsa loftið.
— Hér er lykillinn. Ég vissi ekki
að ég væri með hann, en ég fann
hann ( vasanum, þar sem gamli
maðurinn hlýtur að hafa stungið
honum. Ég vil ekki hafa hann. Ég
veit ekki að hverju hann gengur og
ég vil ekki vita það. Ég er ekki
einu sinni forvitinn. Ég vil bara
geta gleymt þessu.
Þetta hljómaði skynsamlega. Ég
hafði ekki farið til lögreglunnar.
Hann hafði ógnað mér, sem þýddi
að ég hefði getað farið til lögregl-
unnar — og svo bætti ég við þess-
ari spurningu fyrir sjálfan mig —
Með hvað?
— Með lykilinn? og hvers konar
lögregla hefði lótið sér nægja minna
en alla sólarsöguna — og svo hefði
komið þessi óhjókvæmilega spurn-
ing: — Drópuð þér, eða drópuð þér
ekki, herra Shlakmann á neðan-
jarðarjórnbrautarstöðinni?
Ég skrifa þetta og læt hugann
líða aftur á bak og í mínum aug-
um er þetta jafn heimskulegt og í
ykkar. Það var enginn sönnun fyr-
ir því, nei, ekkert, sem benti til
þess að ég þekkti Shlakmann eða
hefði nokkru sinni séð hann áður
eða hefði neina ástæðu til að drepa
hann, en þegar ég nam staðar og
hikaði eitt andartak á dimmri út-
hverfisgötu, komst ekkert annað að
í huga mínum en morð, ekki slys,
heldur morð, og mér leið þannig
að við lá, að ég ímyndaði mér að
ég hefði hrint Shlakmann.
Ég leit um öxl. Alla leiðina heim,
sex húsaraðir frá strætisvagnastöð-
inni, horfði ég um öxl.
Ég snerti varla kvöldmatinn. Alisa
hafði matreitt önd í grillofninum,
snúið henni hægt, þar til hún var
komin með góða skorpu og safa-
ríka að innan, og eins góð og yfir-
leitt er hægt að hafa endur og hún
bar hana fram með rís og appelsínu-
sósu, en ég snerti hana varla og
þegar ég reyndi að neyða mig til
að borða, brást mér það eins og
annað.
Ég var uppstökkur og óþægileg-
ur og beindi önuglyndi mínu að
því, að Polly skyldi vera sofnuð,
þegar ég kom heim. Eins og það
væri ekki nógu slæmt að koma heim
örþreyttur, hreytti ég út úr mér, þó
að það bættist ekki ofan á, að mað-
ur sæi ekki sitt eigið barn.
— Hefurðu nokkurn tíma reynt
að halda lítilli stúlku vakandi?
spurði Alísa, — jafnvel þótt mig
langaði til þess?
— Þig hefur ekki langað til þess.
— Þakka þér fyrir. Þú talar eins
og ég hafi gefið henni svefnmeðal.
Væni minn, þér líður betur, þegar
þú ert búinn að borða.
— Ég er ekki svangur.
— Ef þú vildir aðeins reyna að
slappa af, gætirðu borðað. Ondin
er góð.
— Það kemur ekki málinu við,
hvort ég slappa af eða ekki. Ég er
ekki svangur. Getum við ekki látið
þar við sitja? Eða varðar það hjóna-
bandsslitum, ef ég vil ekki éta grill-
aða önd?
Alísa starði á mig og hristi höf-
uðið hægt. Svo sagði hún:
— Johnny, hvað gerðist ( dag?
— Hvað gerist alla daga? spurði
ég þráalega. — Ekkert gerist. Það
gerist andskotann ekki neitt. Ég sit
við andstyggilegt teikniborð og vinn
fyrir kaupinu mfnu. Ekkert gerist.
Ekkert hefur gerzt. Ekkert kemur til
með að gerast.
— Allt ( lagi, sagði Alísa blíð-
lega. — Það hefur bara verið einn
af slæmu dögunum. Kannske verð-
urðu svangur seinna. Við skulum
reyna að slappa af.
— Hvernig?
- Hvað?
— Hvernig? Hvernig gerum við
þið? Hvernig slöppum við af?
— Við skulum horfa á sjónvarp-
ið, sagði Alísa.
— Ojá, við skulum horfa á sjón-
varp.
— Hvað meinarðu með þvi?
— Ekkert. Ekkert. Ég er bara
sammála þér.
— Þú ert ekki sammála mér,
Johnny. Þú ert að reyna að ögra
mér. Eftir fimm mínútur verðum
við eins og hundur og köttur. Er
það það, sem þú vilt?
— Veiztu, hve oft núna síðustu
vikurnar þú hefur setið á móti mér
hérna við borðið og sagt mér að
reyna að slappa af?
— Ég elska þig, Johnny. Stund-
um ertu yfirspenntur. Þá segi ég
þér að slappa af. Er það svo hræði-
legt?
— Ég er eldri en tvævetur. Ef ég
gæti slappað af, myndi óg gera
það. Ég er eldri en tvævetur.
— Ég veit það. Hvað kom fyrir,
Johnny?
— Ég sá mann falla fyrir neðan-
jarðarbrautina, sagði ég, og svo
sagði ég henni frá því. En ekki frá
Þunnleit með lykilinn, aðeins frá
gamla manninum á brautarpallin-
um. Hún hlustaði þegjandi, andlit-
ið fullt af meðaumkun og sársauka,
meðaumkun með mér, gamla mann-
inum og öllum heiminum. Hún var
afar falleg, það flaug að mér með-
an ég var að tala, ennþá ung og
tilfinningarík og enn vakti hún með
mér undrun yfir því, að hún skildi
nokkru sinni hafa viljað giftast mér.
— En hræðilegt! sagði hún, þeg-
ar ég var búinn.
— Ég tók til fótanna. Ég var
gagntekinn af þeim sjúkdómi, sem
kemur manni til að hugsa eingöngu
um sjálfan sig — og forðast samfé-
lag við mannlegt fólk.
— Nei.
— Jú. Þú getur verið montin af
mér.
— Við Polly, sagði hún og reyndi
að brosa. — Við erum mannlegar
verur.
— Þú veizt hvað ég meina.
— Elskan mín, maðurinn var dá-
inn. Þú gazt ekkert gert fyrir hann.
Sumt fólk laðast að sl(ku. Það heill-
ast af því og það er því eins og
nautnalyf. Ég man, að ég sá einu
sinni trukk aka yfir konuvesaling,
og mannfjöldinn stóð ( kringum
hana og stympaðist til að komast
sem næst og sjá. Það var enginn
að reyna að hjálpa henni, allt fólk-
ið var að reyna að komast nær og
sjá. Mér finnst það ekki aðdáunar-
vert. Ég held, að það sé ekkert
rangt við það að vilja ekki sjá.
— Það var ekki þess vegna, sem
ég flúði.
— Að hluta.
— Ekki einu sinni að hluta. Ég
var hræddur. Ég var hræddur um,
að einhver hefði séð mig og myndi
segja, að ég hefði hrint honum. Ég
hrinti honum ekki. Hann hörfaði
frá mér. En ég var samt hræddur.
— Er það ekki eðlilegt?
— Ó, það er eðlilegt og fallegt.
Ég á skilið medalíu fyrir það. Ég
þori ekki að segja upp leiðinlegri
og andlausri vinnu. Ég þori ekki að
horfast í augu við sjálfan mig, og
það sem ég nákvæmlega er. Ég
þori ekki að taka mér neitt betra
fyrir hendur né reyna neitt annað.
Ég er líka hræddur við að vera
maður. Það er rökrétt afleiðing. —
Auðvitað er það eðlilegt.
Ég var að fara í bólið. Ég var
kominn í náttfötin og AKsa í nátt-
kjólinn, þegar hún sagði:
— Veiztu það, Johnny, við höf-
um svo margt til að vera þakklát
fyrir. Þig og mig og litla stúlku
eins og Polly og þetta hús
— Þriggja herbergja hús á tvö
hundruð og fimmtíu fermetra lóð.
— Það er gott hús með góðu
fólki.
— Hvers virði er gott fólk ! þeim
heimi, sem við lifum í? Athuga-
semd eins og þessi er ekki ein-
ungis gamaldags, heldur beinlínis
heimskuleg.
22 VIKAN 36-