Vikan


Vikan - 12.09.1968, Page 23

Vikan - 12.09.1968, Page 23
Hún var fegursta kona, sem ég man eftir að hafa séð, og það var auðveldara að horfa ó hana ef hún sæti en ég stæði. — Johnny! — Þó það, sagði ég. — Ég sé eftir, að ég skyldi segja þetta. Hún lagði hart að sér að bæla niður reiðina. — Ég sé eftir því líka. Þú hefðir ekki átt að segja þetta, Johnny. 2: STÚLKAN í NEÐANJARÐAR- BRAUTINNI. Morguninn eftir var dóttir mín, Pollý, fjögurra ára, heillandi. Alísa minntist ekkert á það, sem hafði gerzt kvöldið áður, og sólin skein á bláum himni. Þetta var upphafið á fögrum, hlýjum vordegi. Pollý var gagntekin af vísu, sem hún hafði gert. — Ég rak raf á kaf. Þetta var ákaflega stutt, en hnit- miðuð vísa og dóttir mín var ákaf- lega stolt að vera höfundur henn- ar, en það hafði engin áhrif á mat- arlystina. Alísa bar á borðið blá- berjapönnukökur með hunangi, morgunverð, sem ég met mjög mikils, og þegar Alan Harris, tólf óra gamall nágranni okkar, kom til að semja um slátt á þessum lófa- stóra grasbletti okkar vikulega, og að stinga upp beðið í garðinum, var honum boðlð að taka þátt í pönnukökuátinu. Pollý dáðist að honum, merkileg uppgötvun hjá fjögurra ára gömlu barni, en ekki óvenjuleg. — Ég rak raf á kaf, sagði hún. — Hvað er það? Hún lagði olnbogana upp á borð- ið og hökuna í hendurnar og svalg hann í sig með augunum. Þetta voru stór, falleg og hungruð, blá augu, full af skýlausri og blygðunarlausri aðdáun og þrá. En það var ekki nægilegt til að yfirskyggja matar- lyst Alan Harris eða trufla hana. Hann hélt áfram að troða upp í sig bláberjapönnukökum, gegnvætt- um í hunangi. Ég horfði á hann með andstyggð. ÞvíKkur sigur hung- urs yfir ást, virtist fráleitur hjá tólf ára snáða. Ég komst að þeirri nið- urstöðu, að dóttir mín væri alltof gjöful á hjarta sitt. — Það er vísa, sagði hún. — Ysa? Gegnum pönnukökurnar varð vísa að ýsu. Framhald á bls. 30. 36. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.