Vikan


Vikan - 12.09.1968, Side 28

Vikan - 12.09.1968, Side 28
SVNGUR EINS OC ENGIIl Engelbsrt Humperdinck er nú í hópi alvin- sælustu dægurlagasöngvara í Englandi. Ný- lega hafði lagið hans, „Release me“, verið í heilt ár á listanum vfir 50 vinsælustu lögin þar í landi. í Englandi gengur hann almennt undir nafninu „Engillinn", en aðdáendur hans í Skandinavíu kalla hann gjarnan „IIumpe“. Nýlega fór Humperdinck í sumarleyfi til Mallorka. Áður en hann gat flogið þangað til að baða sig í sólinni, varð hann að enda- sendast úr einum sjónvarpssalnum í annan. Teknir voru upp sex sjónvarpsþættir, þar sem hann kom fram, og átti að sýna þessa þæt'i á meðan har.n flatmagaði á baðströnd Mallorka. Umboðsmenn hans töldu ekki ráð- lega, að ekkert heyrðist í honum á meðan hann væri í sumarleyfi sínu, og þess vegna varð Humperdinck að vinna af sér fríið. Þegar fríinu lýkur mun hann sannarlega hafa í mörgu að snúast. Hans bíða ótal verk- efni, til dæmis æfingar á fyrstu kvikmynd- inni, sem hann leikur í. Hann segist alltaf hafa langað til að spreyta sig á kvikmynda- leik og hugsar því gott til glóðarinnar. Hon- um lýzt vel á handrit myndarinnar, sem verður að sjálfsögðu rómantísk eins og lög- in sem hann syngur. Þegar töku myndaiúnnar er lokið, heldur Humperdinck til Bandaríkjanna. Þar er hann ráðinn til að syngja í næturklúbbum, m. a. í Las Vegas og New York. Hann segist kvíða svolítið fyrir þeirri ferð, því að hann hefur aldrei sungið á næturklúbbum fyrr. „Von- andi fer allt vel,“ segir hann. ANDRÉS INDRIÐASON „Þau verkefni hafa oftast tekizt bezt, sem ég hef kviðið mest fyrir.“ Nýjasta lag Humperdincks heitir „Quan- do minnamoro“ og er ítalskt. Hann er mjög ánægður með það. Hann segir, að ítölsk lög eigi bezt við rödd sína og söngstíl. Humperdinck fæst við að semja í tóm- stundum sínum. — Hann hefur aldrei sungið lög eftir sjálfan sig en eitt af lögum hans hefur söngvari að nafni Peter Gordeno sung- ið inn á plötu nýlega. „í sumar samdi ég nýtt lag, sem ég vona að ég geti notað sjálfur einhvern tíma,“ seg- ir Humperdinck. „En Gordon Mills ræður því, hvort ég fæ að syngja það inn á plötu eða ekki. Hann hefur stjórnað öllum hljóm- plötuupptökum mínum og ég treysti honum fullkomlega í þeim efnum.“ 10 ÁRA Clii'í' Richard og The Shadows eiga um þessar mundir 10 ára af- mæli sem skemmtikraftar. Af því tilefni munu þeir skemmta í Palla- dium leikhúsinu í London í sept- émber og október. Fyrsta skemmt- unin verður 10. september. Auk The Shadows mun Sammy Davis, jr., koma fram. Víst má teija, að þeir, sem koma í Palladium leik- húsið muni fá ósvikna skemmtun fyrir aurana sína. v____________________________________v JOAN BAEZ GIFTIR SIG I apríl síðastliðnum giftist hin 27 ára gamla og' umdeilda þjóðlágasöng- kona, Joan Iiaez. Hinn hamingjusami er 22 ára stúdent frá New York, David Harris að nafni. Brúðkaupið fór fram í lútherskri kirkju og voru 150 manns viðstaddir. Var sá hópur ærið sundur- leitur að sögn. Pau höfðu eklci þekkzt nema í fáein- ar vikur, þegar þau ákváðu að gifta sig. Og' auðvitað var það fangelsinu að þakka, að þau fundu hvort annað. Þau lentu saman í fangaklefa; höfðu bæði verið handtekin eftir óspektir, sem spunnust út af mótmælafundi gegn stríðinu í Vietnam. Joan Baez hefur sungið síðan hún var barn. En það var ekki fyrr en 1959, þegar hún söng á Newporl-jazzhátíð- inni fyrir 15.000 áheyrendur, að hinn sérkennilegi söngur hennar vakti at- hygli. Hún komst þegar á sannring hjá stóru hljómplötufyrirtæki, og fvrsta LP-plata hennar var ofarlega á öllum vinsældalistuin vestan hafs. Hún svngur fyrst og fremst þjóðlög og mótmælasöngva. ITún berst gegn kynþáttamisrctti, hvers konar ofbeldi og síðast en ekki sízt stríðinu í Vietnam. Þær eru ekki svo litlar peningaupp- hæðirnar, sem hún hefur þénað á söng sínum síðustu árin. En hún hefur eng- an áhuga á þeirri veröld glaums og prjáls, sem peningar liafa up]j áað bjóða. Hún neitar að taka við greiðslu, þegar hún syngur á samkomum, sem haldnar eru til styrktar málefnum, sem hún tel- ur að eigi rétt á sér. Ilún segist svngja til þess að láta gotl af sér leiða, en ekki til að græða peninga. ★ 28 VIKAN 36' tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.