Vikan


Vikan - 12.09.1968, Page 29

Vikan - 12.09.1968, Page 29
JOHN MED JAPANSKRI USTAKONl Síðan Bítlarnir sögðu skilið við indverska dulspekinginn Mahar- ashi, hafa hjónabandsmál þeirra aðallega verið til umræðu. Sagt er, að John og Cythia Lennon séu skilin og hafi farið livort sína leið. Cynthia á að vera í slagtogi með Roberto Bassanini, L2(i ára gömlum syni hóteleigenda frá Pesaro á Italíu. Hún neitar því að vísu, að nokkuð sé á milli þeirra eins og sagt er, en þau hai'a skrifazt á lengi og Roberto fullyrðir, að um ástarbréf sé að ræða. Eini „mað- urinn" í lífi mínu, segir Cynthia, að sé fimm ára gamall sonur hennar og Jolms, Julian. — John Lennon hefur að undanförnu sézt aftur og aftur með japanskri listakonu, Yoko Ono að nafni. Hún er með óvenjulega sítt og mikið hár, eins og meðfylgjandi mynd sýnir, og þykir ekki sérlega girnileg í útliti og klæðaburði. 0110 EXPRESS Bandaríska hljómsveitin Ohio Express hafð'i sent t'rá sér þrjár metsöluplötur í heimalandi sínu, þegar hún varð þekkt í Bretlandi. Lagið', sem kom þeim á vinsældalistann þar, var „Yummy Yummy“. Hljómsveitin Ohio Express er ein af mörgum bandarískum hljómsveitum, sem nýlega hafa kveðið sér liljóðs víðar en í sínum heimahögum. Á brezka vinsældalistanum hafa að undanförnu verið margar óþekktar hljómsveitir, einkum bandarískar, og hefur áhugi á bandarískri pop músik farið ört vaxandi þar í landi. Síðan „Yummy Yummy“ kom á markaðinn hafa tvær tveggja laga plötur komið' út með Ohio Express. Lögin heita „Down at Lulu‘s og „Chewey Chewey“. * 36. tbi. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.