Vikan


Vikan - 12.09.1968, Side 43

Vikan - 12.09.1968, Side 43
E!NA BINDIÐ, SEM BÝÐUR YÐUR FJÖRA NAUÐSYNLEGA KOSTI. 1. V-lögun sem er séjstaklega sniSin fyrir líkama ySar. 2. Mjúkt og þægilegt ! notkun. 3. „Biue Shield" plasthimnan sem gerir þaS rakaþétt og öruggt á þrjó vegu. 4. Tekur sérstakiega vel í sig raka. Modess DÖMUBINDI Frá Johnson & Johnson víst ekkert að gera. En okkur- leið ekkert sérstaklega vel á leiðinni niður í móti, því að hemlar bílsins voru ekki í of góðu lagi. Og hefðu þeir brugð- izt að ráði, hefði það þýtt nokk- ur hundruð metra veltu. En þetta slampaðist. Varla getur heitið að nokkur verzlun sjáist í Port-au-Prince nema auvirðilegustu skranverzl- anir. Bókabúð sá ég enga, enda eru níu af hverjum tíu lands- mönnum ólæsir, en í einni drasl- búðinni sá ég rifrildi af svokall- aðri handbók byltingarmanna hins nýja Haiti, sem hefur þarna svipað gildi og rauða kverið hans Maós í Kína. f þessari bók er meðal annars faðirvorið, eins og þeir fara með það á Haiti, en Duvalier hefur breytt því eins og öðru og snúið því upp á sjálf- an sig. í samræmi við það hefur hann lagt niður kaþólska trú í landinu, drepið presta hennar eða rekið úr landi, en gert vúdú að ríkistrú í staðinn með sjálf- an sig sem æðsta prest. Vúdú er eins konar blanda af kristni og afrískum andatrúarbrögðum. — - Faðirvorið hins nýja Haiti hljóð- ar svo: Læknir vor þú sem verður í forsetahöll- inni ævilangt vegsamað sé þitt nafn svo í nútíð sem í framtíð verði þinn vilji svo úti á landsbyggðinni sem hér í Port-au-Prince gef oss í dag vora nýju Haiti og fyrirgefðu aldrei óvinum föðurlandsins þeirra skuldir þeim sem daglega hrækja á land vort leið þá í freistni og lát illsku þeirra verða þeim að grandi frelsa þá ekki frá illu Amen. — Þetta er kjarnorkubæn. Hvað geturðu fleira sagt mér um ásttandið í landi þessu? — Það er fátt annað um það að segja en að eymdinni verður varla með orðum lýst; líklega er hún hvergi eða óvíða meiri. Meðalaldur Haitimanna er þrjá- tíu ár, og sagt er að tveir og hálfur læknir sé á hver hundrað þúsund manns. Það svarar til þess að fimm læknar væru starf- andi hér á landi. Sumir segja að fólkinu þarna sé illa viðbjarg- andi sökum þess hve latt það sé og sljótt. Það kvað líta á vinn- una sem böl og hafa að orðtaki að væri hún eftirsóknarverð, myndu þeir ríku tileinka sér hana eins og annað. — Það fer mikið orð af guðs- þjónustum vúdúmanna. Sást þú eina slíka? — Að vísu. Þessar samkomur fara fram undir beru lofti úti á víðavangi. Prestur, sem getur verið hvort sem er karl eða kona, særir fram andana og nýt- ur aðstoðar trumbuleikara og söngfólks. Þegar hann telur ein- hvern andann í námunda, lætur hann drjúpa niður á milli fingra sér sand eða maísmjöl og er þá talið að andinn sé bundinn á blettinum, sem mjölið fellur á. Síðan hefur presturinn viðræð- ur við andann. Leikurinn æsist þeim mun meir sem lengra líð- ur, fólkið í kring fellur í trans og rekur upp nístandi óp og vein. Trumburnar eru fyrst barðar hægt og rólega og dansað jafn- framt, en eftir því sem lengra líður verður trumbuleikurinn hraðari og dansinn einnig, þang- að til dansmennirnir hníga nið- ur froðufellandi. Eru þeir lengi að jafna sig á eftir. Hljóðin, sem þessu fylgja, eru ólýsanleg. Blóð- fórn er stundum um hönd höfð gegn þurrki, þá er fórnað kjúk- lingi, en stærri fórnir munu ekki þekkjast nú eins og kvað hafa verið í gamla daga. Vúdútrúarmenn tilbiðja að- eins illa anda, þar eð þeir ganga út frá því að hið illa hafi öllu meiri áhrif í veröldinni en hið góða, og lái þeim það hver sem vill. Góðu andana telja þeir svo pasturslitla að ekki borgi sig að ómaka þá. — Og þar með var ferðinni um Vestur-Indíar lokið? -— Já, frá Port-au-Prince var farið til baka austur um haf. Á leiðinni var komið við á Sao Miguel, sem er stærst Asóreyja. íbúar þar eru um hundrað og sjötíu þúsund, en um þrjú hundruð og fimmtíu þúsund á öllum eyjunum. Þessar eyjar eru portúgalskar eins og Madeira, en velmegun virðist hér meiri. Fólkið er hér líka glaðlegra og frjálslegra. Á eyjunum eru hver- ir og virk eldfjöll, og varð síð- asta gosið 1957. Þá eru á Sao Miguel tvö merkileg stöðuvötn, aðskilin af mjóum granda. Það furðulega við þau er að annað er grænt en hitt blátt. Landið er þarna holótt, og það sem setur mikinn svip á það eru grjótgarðar, sem bændur hafa hlaðið kringum jarðarskika sína. Þessir garðar eru fallega hlaðn- ir og þeim vel við haldið. Þannig lauk ferðasögu Guð- mundar Guðbjartssonar. Að- spurður kvaðst hann ekki hafa ráðgert fleiri utanferðir í bráð, og væri það þó óskandi, svo vel sem hann kann að taka eftir því, sem fyrir augu ber og segja frá því á lifandi og skemmtileg- an hátt. dþ. Rasputin... Framhald af bls. 21. „Hvers vegna ætti ég að fara með yður,“ spurði ég. ,,Þá verða hinar reiðar.“ „Hverjar verða reiðar?“ spurði hgann undrandi. „Allar dömurnar yðar. Þér þekkið mig ekki neitt. Ég er yð- ur ókunnug. Þær verða áreiðan- lega mjög óánægðar." „Þær voga sér það ekki. Þann- ig er það ekki hjá mér,“ sagði hann og sló hnefanum í borðið. „Allar konur eru ánægðar hjá mér. Náð mín nær til þeirra allra. Ég bið þær að þvo fætur mína og þær gera það og drekka síðan vatnið á eftir. Hjá mér er allt guðdómlegt: Hlýðni, náð miskunn og kærleikur.“ DJÖFLADANS Teffi segir einnig frá „djöfla- dansi“ Rasputins: „Hljómsveitin byrjaði að spila. Rasputin spratt á fætur svo snöggt, að hann velti stólnum sínum um koll. Það var eins og einhver hefði gefið honum skip- un. Hann byrjaði að hoppa og dansa og sparka fótunum út í loftið. Skeggið flaksaðist til og hann dansaði hring eftir hring. Andlit hans var samanherpt og spennt. Hann dansaði ekki í takt við tónlistina, en dansaði engu að síður hraðar og hraðar, eins og honum væri ekki lengur sjálf- rátt; eins og hann gæti ekki stöðvað sig ... 36. tw. VIKAN 43

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.