Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 2

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 2
hbs ELSTAR DJÚPFRYSTINGIN aukin hagsýní og þœgindi í heimííisrekstri Eistar frystikisturnar 330 og 400 lítra eru íullar af tæknilegum nýjungum. M. a. er ný einangrun Polyuretan, sem hef- ur minni fyrirferð en meira einangrunargildi og kistan þvi stærra geymslurými. Hraðfrysting er í öllum botninum auk hrað- frystihólfs. Kælistillir ræður ávallt kuldanum í kislunni, en sérstakur hraðfrystirofi stjórnar djúp- frystingunni. Að sjálfsögðu er Elstar frystikistan með lausum körfum, skilrúmi í botni, innri lýs- ingu, segullæsingu, læstu loki og á hjólum til hægðarauka. Elstar fæst líka í stærðinni 114 litra fyrir minni fjölskyldur. UIL^TS ER FALLEG FRYSTIKISTA VÖNDUÐ MATVÆLAGEYMSLA OG VERÐIÐ SVlKUR ENGAN. ARIVIULA 3 SÍMI 38900 CORONA SKÓLARITVÉLIN, sem endíst yður tevil angt. SKRIFSTOFUTÆKNI Ánnikla 3, sími .18 900. Gangandi og akandi Nú mun vera um ár liðið frá því að herferð var gerð til þess að koma vegfarendum í skilning um, að gangandi fólki er þörf á að komast yf- ir götur annað slagið, og áherzla lögð á rétt fótgang- andi á merktum gangbraut- um. Óþarfi er að rifja upp öll dauðaslysin, sem upphaf þessarar brýningar hafði í för með sér, en ánægjulegt er að sjá, hve kurteisir bílstjórar okkar eru orðnir. Hið sama verður vart með sanni sagt um gangandi fólk • í garð akandi. Hver sá, sem ekur um Reykjavíkurborg, sér á örskotsstundu fjölda fótgangenda, sem gerir sér sérstakt far um að ögra bíl- stjórum og þreyta þá. Það er enn mjög algengt, að gang- andi fólk ryðjist út á götur þar sem því sýnist og slangri yfir akbrautirnar með aug- ljósri fyrirlitningu á rétti ökutækja. Og við merktar gangbrautir arkar fólk út á göturnar hvernig sem á stend- ur og gengur hægt og sett- lega með þóttasvip, meðan aðvífandi ökumenn hemla í ofboði og bíða snöggtum lengur en þyrfti. Nýlega átti ég þess kost að sjá hegðun vegfarenda í nokkuð mörgum löndum. Alls staðar var hið sama áberandi. Ökutækin eiga mun meiri rétt gagnvart gangandi fólki en hér og þar sem gangandi fólk fer yfir götur á ljósum eða öðrum merktum gang- brautum, hraðar það för sinni yfir göturnar. Mér finnst mál til komið að gera hér nýja herferð til að kenna fólki að flýta sér yfir göturnar. f þessu efni sem flestum öðrum er eins, að gagnkvæm virðing og lipurð á báða bóga er heppilegri en stríð. Þess vegna skora ég á gangandi vegfarendur: Þótt þið eigið réttinn, vin- samlega flýtið ykkur yfir göt- urnar. Þeir sem aka, þurfa líka að komast leiðar sinnar. "V 2 VIKAN 42 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.