Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 16
Stundin var komin. Hann tók til fótanna, og hljóp á æðislegum hraða mót frelsinu. Ég heyrSi hann kalla „komdu Pani“, og mér fannst blóðið storkna í æðum mér . . . . Það var í London, ó síðastliðnu ári, að ég fór með vinum mínum, Hugh Stuart sálfræðingi og Libby konunni hans, á hundasýningu. Þar hittum við mann, Edmund Donat að nafni. Hann var pólskur að ætt, efnafræðingur við fyrirtækið sem Libby vann við sem hraðritari. Þeg- ar við vorum að fara bauð Libby Donat að koma með okkur á ein- hvern veitingastað til að drekka te. Hann þáði boðið, feimnislega, en með svo augljósri gleði, að það var greinilegt að hann var mjög ein- mana. Hann var hávaxinn, svolítið lotinn í herðum, næstum sköllóttur, andlitsdrættirnir skemmtilegir og augun stór og dökk, en yfir andliti hans var einhver heilsuleysisfölvi. Mér fannst hann líta út fyrir að vera rúmlega fimmtugur, og ég varð undrandi, þegar ég heyrði að hann væri tíu árum yngri. Síðan sagði Libby okkur að hann hefði fengið taugaveiki í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann var lengi í fangabúðum Nasista, og fékk ennþá einhver taugaveiklunarköst, afleiðingar af

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.