Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 7

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 7
AÐ KASTA SÉR FRAM AF KLETTABRÚN Elsku Vika mín! Viltu vera svo góð að ráða þennan draum fyrir mig. Mér þótti hann svo raunverulegur, þegar ég vaknaði. Draumurinn er svona: Mér fannst ég vera í bíó með vinkonu minni og stráknum, sem hún er með. Þegar bíóið var búið, hittum við einhverja karla. sem strákurinn þekkti. Þeir buðu okkur upp í bíl. Ég fór fyrst inn í bílinn, en þá skellti strákur- inn hurðinni á eftir mér Karl- arnir óku af stað í b.endings- kasti, bundu síðan hendurnar á mér og helltu í mig víni, þar til ég var orðin dauðadrukkin. Þá fleygðu þeir mér út úr oílnum, einmitt rétt fyrir utan dnnshús, sem ég kannast vel við. Þar sem ég ligg dauðadrukk- in í götunni, tek ég að svipast um í kringum mig. Sé ég þá hvar strákur og stelpa standa tvö ein. S'g þekki stelpuna alls ekkert, en strákinn þekki ég mjög vel. Ég er afskaplega hrif- in af honum, hef verið með hon- um í vetur sem leið og hef ekki getað gleymt honum síðan. Mér finnst ég fara að tala við hann og spyrja, hvort ekki séu háir klettar og sjór fyrir neðan húsið, þar sem hann á heima. Hann svarar því játandi, en vill fá að vita, hvers vegna ég spyrji að þessu. Þá segi ég, að mig langi ekkert til að lifa lengur, af því að hann vilji ekkert með mig hafa. Síðan sný ég mér að stelp- unni, sem er með honum og segi við hana, að ég ætli ekki að taka hann frá henni. Að svo mæltu kveð ég strákinn og segi við hann, að hann muni ekki sjá mig framar, því nú ætli ég að deyja. Ég geng að klettunum, og ætla að kasta mér fram af og út í sjóinn. Þá verður mér iitið um öxl, þangað sem strákurinn á heima. Hann og stúlkan sitja bæði á tröppunum fyrir utan húsið hans. Ég sný mér snöggt undan og er staðráðin í því að kasta mér fram af klettabrún- inni. En þá gerist undrið. Það er gripið í öxlina á mér og sagt: „Þetta máttu ekki gera!“ Hann var þá allt í einu kom- inn til að forða mér frá dauða, tók mig upp og bar mig heim á leið. Við það vaknaði ég. Lulla. Fyrri hluti draums þins stafar af ótta við óhamingju vegna ástarsorgar. Þú ert hrædd um, að illa muni fara fyrir þér, ef samband þitt og umrædds stráks fer alveg iit um þúfur. Þér finnst óhugsandi, að þér takist að höndla hamingjuna án hans; finnst þú liggja ein og yfirgefin og „dauðadrukkin í göturæsinu“. En síðari hluti draumsins er miklu merkilegri. Hann er mjög skýr og auðvelt að lesa tilfinn- ingar þínar út úr honum. Von- Ieysi og örvænting gagntaka hug þinn, svo að þér stafar hætta af. En þegar verst á stendur, verð- ur breyting til batnaðar. Ham- ingjan, sem þú hélzt að hefði alveg snúið baki við þér, tekur að hossa þér á ný. Samband þitt og stráksins verður gott og far- sælt að lokum eftir mikla erfið- leika, sem ykkur tekst að sigr- ast á. ☆ BÆJARBRUNI Kæra Vika mín! Ég hef aldrei skrifað þér fyrr, en datt í hug að senda þér línu í þeirri von, að þú getir ráðið fyrir mig drauminn, sem mig dreymdi um daginn. Ég hef les- ið mikið í Vikunni og finnst hún afbragðsgóð. Jæja, þá er bezt að byrja á draumnum. Mig dreymdi, að bærinn minn (ég á heima uppi 1 sveit) væri að brenna. Sumt af heimilisfólk- inu var farið að sofa, eiginlega Framhald á bls. 44. 30% meira SRAM Superlux® 42. tbi. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.