Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 39
svo átakanlegt ýlfur, aö mér datt ekki annað ! hug en að hún hefði orðið fyrir skoti. Þetta var ekki urr, eða gelt, það var sársaukavæl, eins og hún væri í sárri kvöl. Og í sömu andrá stökk hún inn á akurinn. Don- at þurrkaði svitadropa af enni sér. — Ef það er mögulegt að lifa eftir að hjarta manns er stöðvað, ja, þá stöðvaðist hjarta mitt, þegar ég missti sjónar á Pani. Var hún að hlaupa til að fylgjast með Antek, eða var hún að elta hann til að tæta hann í sundur með hinum hundunum? Ég vissi það ekki. Þetta var allt eins og martröð. í hvaða átt hafði Antek farið? Akurinn var líklega sex hundruð metra langur og hallaðist frá okkur, og við enda akursins gat ég komið auga á girð- ingu með nokkrum kúm og nokkur grlpahús. Bak við girðinguna var skógivaxin hæð. Ég hugsaði með mér að Antek myndi örugglega reyna að komast þangað. Þá heyrð- ist, allt ( einu, einhvers staðar frá akrinum, einhver þau villidýrsleg- ustu öskur, sem ég hef heyrt á ævi minni. Þeir hafa náð honum, hugs- aði ég, og ég heyrði að ég sjálfur rak upp öskur, án þess að vilja það, og ég gat ekki hætt að öskra. Ylfr- ið hélt áfram, svo heyrði ég riffil- skot, sex, — ef til vill fleiri. En svo varð allt kyrrt, svo óhugnanlega kyrrt, að það gat aðeins minnt á dauðann. Þessi dauðakyrrð stóð lengi, svo lengi að mér fannst ég vera grafinn lifandi. Síðar komst ég að því að þetta hafði aðeins varað í tvær til þrjár mínútur. Og þá sá ég Antek. Augu Donats glóðu. Þegar hann hugsaði um þessa stund, var eins og hann vissi ekkert um nærveru okkar. — Ég sá hann hlaupa að gripahúsunum, við sáum hann all- ir, SS-mennirnir líka. En þeir gátu ekkert gert, byssur þeirra drógu ekki svo langt. Við sáum Antek hlaupa bak við húsin og klifra upp hæðina inn í skóginn. Ég sá ekki sjálfur, þegar harin komst inn i skóginn, vegna þess að þá skeði sorglegur atbirður Félagar mínir tveir, presturinn og dýralækmrinn, höfðu staðið kyrrir, en allt í einu tók ungi presturinn til fótanna í átt- ••ia til akursins. Þetta var hreint brjálæði, því SS maðurinn, sem stóð hiá okkur, var reiðubúinn til að skjóta, enda stóð ekki á því. Hann malaði prestinn niður. Eftir stundarkorn sagði Libby. — En Pani? Fór hún með Antek? — Nei. SS-maðurinn, sem hafði hlaupið út á akurinn kom til baka, hann var alblóðugur og rifinn. Haltrandi við hlið hans var svarti úlfahundurinn, önnur framlöpp hans dinglaði laus, blóðug og bitin. Ég kunni ekki þýzku, en það voru aðrir sem skildu öskur liðþjálfans. Pani, hann kallaði hana öðru nafni, hafði fengið algert æði, hún hafði gengið að Doberman hundinum dauðum og sært úlfahundinn, svo hann skaut hana. — Ó, sagði Libby, — þetta er það sem þú sagðir í upphafi, hún hefur verið í hræðilegum vanda. . . Hún lauk ekki við setninguna, en sneri sér að manni sínum. •— Viltu gjöra svo vel að koma ekki með neinar háðsglósur. Ég er ekki í skapi til að hlusta á það. — Ég hef enga löngun til þess, sagði Hugh hljóðlega. — Ég viður- kenni að þessi frásaga hefur fengið á mig. En, meðal annarra orða, veiztu nokkuð hvað varð um Ant- ek? — Já, ég veit það. Hann náði til manna úr andspyrnuhreyfingunni. Hann lifði af stríðið og er nú bóndi. Við skrifumst á, — stöku sinnum. ☆ Lifðu vel í dag .... I'ramhald af bls. 10 var einkum mönnuð sjóræningj- um, sem höfðu sér til lífsviður- væris að ráðast á skip kristinna manna á Atlantshafinu og við mynni Gíbraltar, þar til Portú- gölum þótti þessi yfirgangur með öllu óþolandi og lögðu borg- ina í rúst árið 1468. 16. og IV. öld var Casablanca ekki annað en rústir einar og gersamlega í eyði, en á 18. öld lét soldáninn Sidi Mohamed ben Abdullah endurbyggja borgina Og gera hana að verzlunarhöfn. Spánsk- ir, franskir, enskir og þýzkir kaupmenn runnu á peningalykt- ina og settust að í Casablanca. 1906 var verzlunin þar orðin meiri en í Tangier, og meðan Frakkar réðu fyrir Marokkó, ár- ið 1907—‘56 varð Casablanca að lang mestu hafnarborg Marokkó, enda er hún iðulega kölluð verzl- unarhöfuðborg landsins. Eins og í öllum öðrum borg- um Marokkó á Casablanca sína Medínu (arabahverfi) og sitt Mellah (gyðingahverfi). En þarna voru ekki glögg skil milli Medínunnar og Mellahsins, og nú er svo komið, að gyðingarn- ir ráða einir lögum og lofum í Medínunni í Casablanca. Medín- urnar eru allar hver annarri lík- ar, hvar sem farið er, þetta eru þröng stræti, kannski ekki nema einn og hálfur meter, sum um tvo rnetra, en húsin svo há báðum megin að ekkert sést upp úr nerna heiður himinn en sólin nær óvíða að þrengja sér ofan í milli húsanna nema kannski meðan hún er í hádegisstað. Og sums staðar eru göturnar meira að segja yfirbyggðar. Þarna er svo krökkt af fólki ævinlega að varla er hægt að olnboga sig áfram og þegar minnst varir kemur kannski mótorhjól, reið- hjól eða asni með klifjar aftan að manni eða á móti og eitt orð heyrist upp yfir allan kliðinn: Balek, balek — sem þýðir nán- ast burt með ykkur, þótt upp- runalega merkingin sé þökk fyr- ir —- sá sem þakkar vel fyrir sig á arabisku segir balekláfík þeg- ar hann þakkar karlmanni, balek- láfíki þegar kvenmanni er þakkað, en balekláfíkum þegar um fleirtölu er að ræða. En asna- kúskarnir segja sem sagt bara balek og það er engin auðmýkt fundin í þeirra munni. Sé mað- ur ekki nógu fljótur að flýja inn í dyraskot eða fletja sig upp að vegg, fær maður asnann í bumb- una eða rassinn eftir atvikum eða þá að klyfin skellur ónota- lega utan í mann og kúskurinn sendir ljótt augnaráð og bunar út úr sér ljótum, arabískum munnsöfnuði, sem til allrar ham- ingju er okkur óskiljanlegur. — Annars yrði maður kannski reið- ur. Verzlunarlífið í Medínunum er býsna fjörugt. Við allar aðalgöt- urnar þar að minnsta kosti er búðarhola við búðarholu og þarna ægir öllu saman; þó er system í galskapnum þegar nán- ar er að gáð, við þetta sund eru- allir skraddararnir en fornsal- arnir við það næsta, svo koma vefnaðarvörukaupmennirnir og teppasalarnir, grænmetissalarnir og kjötsalarnir, en allir falbjóða sína vöru háu verði, grípa í mann og bjóða inngöngu í ríki sitt, ekkert að kaupa, nei auð- vitað ekki, „just look“, þegar þeir ná ekki sambandi við mann á arabísku ellegar frönsku. En vei þeim, sem lætur undan og gerir sig líklegan til að skoða bara. Sá, sem fer að skoða og vill fá að vita um verðið, hann sleppur ekki fyrr en hann hef- ur keypt sig lausan. Og þá er að prútta. Þegar maður heldur, að nú hafi maður gert svo sví- virðilega nánasarlegt gagntilboð að kauphéðinninn verði þeirri stundu fegnastur, sem hann losn- ar við grútarskapinn, veður maður hrapallega reyk. Þá fyrst færist mangarinn i aukana, og þegar gesturinn ætlar að forða sér á hlaupum, kemur hann á eftir og dregur mann inn aftur, hefur nú lækkað sig all veru- lega. Þeir eru ekkert bangnir, þótt þeir hlaupi fjórum, fimm sinnum út á eftir fórnarlamb- inu (kaupandanum), og það endar með því að maður kaupir til að losna úr þessum heljar- greipum, venjulega á þriðjungi og allt upp í helmingi lægra verði en upprunalega var sleg- ið fram. Ég mun síðar lýsa út í æsar hvernig fór fyrir okkur í einni búðinni, sem við fórum inn í — bara til að skoða. 42. tw. VIICAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.