Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 20
—- Það er allt í lagi með Dink- ie, einhver verður hrifinn af honum og tekur hann að sér, kvíddu engu. Englendingar, bætti hann svo við sannfærandi, eru brjálaðir í heimilisdýr. Harriet lokaði útidyrunum. Ambrose og Dinke lögðu af stað. Það væri heimskulegt að skilja hundinn eftir of nálægt heimil- inu. Dinkie myndi fljótlega finna sér leið heim. Og það var til- gangslaust að ganga langa leið. Fyrir utan það að Ambrose var ekki sérlega vel upp lagður fyrir gönguferð þennan morguninn, var hann viss um að hver hund- ur, sem nafnsins væri verður, gæti þefað sig til baka þá leið, sem hann hafði sjálfur geng:ð. Nei, hann yrði að fara í strætis- vagn og það langa leið. Samt, ekki of langa. Ef þeir væru of langt kynni að vera lítið um fólk og þá ætti Dinkie ekki í neinum vanda með, að fylgjast með Ambrose og elta hann aft- ur heim. Hann þurfti að komast í hverfi, sem væri krökkt af strætum og iðandi af fólki — og fljótlegt væri að ná í strætisvagn aftur heim. Ambrose sté upp í strætisvagn með Dinkie undir handleggnum og klöngraðist upp á efri hæðina. Dinkie glefsaði glettnislega í eyrað á einum far- þeganum, þegar þeir gengu inn eftir miðganginum. Ambrose sagði: — Fyrirgefðu, elskan! Og fékk reiðilegt karlmannsaugna- ráð til svars. Honum hnykkti við. Hann hafði ekki gert sér grein fyrir því hvernig tízkan hafði breytzt, þann tíma sem hann hafði verið í þessari furðu- legu frelsisskerðingu. Hann lit- aðist um í flýti í strætisvagnin- um og sá að stúlkurnar voru all- ar með stutt hár en drengirnir sítt. Hann settist í eitt fremsta sæt- ið með Dinkie, kom í veg fyrir að hann fengi meira en honum bar af farseðlinum og hægri hönd vagnþjónsins og svo tók hann að íhuga farþegana, sem með honum voru. Þetta var hræðilegt. Eitthvað hlaut að hafa gerzt með mann- fjölgunina síðustu þrjú og hálft árið. Þar að auki hlaut fólk að vera farið að vaxa hraðar en það gerði. Það voru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri mannverur á gangstéttunum heldur en með- an hann lifði og vann utan sæl- unnar í risinu. Bílar í löngum röðum við hver gatnamót. Stræt- isvagnarnir hölluðust uggvæn- lega hver í áttina að öðrum. Há- vaðinn var ólýsanlegur. Það var ekki aðeins að Dinkie myndi ekki rata heim aftur gegnum þennan skrattagang; Ambrose efaðist um hæfileika sjálfs sín til að ná ró heimilisins aftur. Hvernig gat fólk umborið þetta? Hver var tilgangurinn með þessum hrindingum og pústrum.... Með þessum óör- uggu, hræðslulegu andlitum? Öll ógæfa mannsins, hugsaði Ambrose með sjálfsöruggri full- vissu þess, sem hefur mikla þekkingu að baki, stafar af því að flestum er útilokað að sitja langtímum saman einn og þegj- andi í herbergi. Því fyrr sem hann næði aftur heim í hreiðrið sitt, því ham- ingjusamari yrði hann. Heimur- inn yrði of mikið fyrir hann — hér og nú. Hann fikraði sig flókna leið að götunum bak við Tottenham Court Road. Það ætti að vera ein- falt að hrista hundinn af sér hér um slóðir. Hér var ýmiss konar angan, sem hlaut að vera lokk- andi fyrir hvern heilbrigðan hund; eldhús veitingahúsanna önduðu upp í gegnum grindur i gangstéttunum; matur rotnaði | utan við grísku veitingahúsin; matarleifar í göturæsum og húsa- sundum alls staðar. Ambrose lét Dinkie varlega við hliðina á ruslatunnu, hjá úr- gangi, sem muna mátti fífil sinn fegri og trítlaði burt. Dinkie þefaði af ruslatunn- unni. Ambrose laumaðist fyrir horn. Hann dró andann djúpt og gekk af stað hröðum skrefum. Hann hafði náð út að næsta horni, þegar Dinkie kom á fleygiferð fyrir hornið. Ambrose tók til fótanna. Maður sem leið átti framhjá leit á hann og velti fyrir sér hvort hann ætti að láta að ósk- um lögreglunnar um að almenn- ingur ætti að gripa til sinna ráða þegar þeir sæu til glæpamanna, sem greinilega væru til alls vís- ir. Svo komst hann að þeirri nið- urstöðu að Ambrose væri ekki árennilegur og lét hann eiga sig. Dinkie tók til fótanna. Ambrose hentist yfir Oxford Street. Dinkie hafði nærri valdið tveimur strætisvagnaökumönn- um hjartaslagi, sömuleiðis öku- manni Austin-Mini og lögreglu- manns, sem var á leiðinn heim af vakt. Hann kom upp á gang- stéttina, sekúndubroti á eftir Ambrose og gelti glaðklakka- lega. Ambrose hélt áfram að hlaupa. Dinkie hélt áfram að hlaupa. Það leið á daginn. Ambrose reyndi St. James Park, Hyde Park, Holland Park og í örvænt- ingu Park Lane. Það hlaut að birtast einhver gömul, elskuleg jómfrú frá Mayfair og verða ást- fangin af þessum elskulega, litla hundi og taka hann með sér heim í gömlu, elskulegu, fínu íbúðina. Enginn varð hrifinn af Dinkie. Það tók raunar enginn eftir hon- um. Hann vék varla hársbreidd frá hælum Ambrose. — Hundaheimili? Það var á- hættusamt, sérstaklega ef Robert auglýsti eftir honum. — Ef til vill ætti hann að sýna lögreglunni hvað svona skepna gæti verið henni mikil- væg. Um leið og Ambrose hljóp másandi fyrir eitt hornið enn, hugsaði hann sér hvað hann gæti sagt lögreglunni af eigin reynslu um fullkomna hæfileika Dinkie, sem mini-blóðhundur. Leigubíll ók upp að gangstétt- arbrúninni. Ambrose leit þakk- látur á hann og gaf óákveðið merki með hendinni, svo rykkti hann opnum dyrunum. Eitthvað — of fljótt! Hann skellti dyrunum á eftir sér, áður en Dinkie fékk rönd við reist og féll örmagna aftur á bak í sætinu. Ó, hvílíkur leðurilmur -— hví- lík þægindi, hvílík gleði að geta gefizt á vald leikni leigubílstjór- ans. Hann fann til ofurlítils sam- vizkubits, þegar hann hugsaði um anga litla greyið, sem sjálf- 20 VIKAN 42- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.