Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 28

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 28
 og nákvæmni. Það var takmark hans, að allar plötur væru fáanlegar í verzlun hans. Ef viðskiptavinur kom og bað um plötu, sem ekki var til, bauðst hann til að útvega hana. Ilann pantaði þrjú eintök af hverri ein- ustu plötu. Það var skoðun hans, að ef einn maður bað um ákveðna plötu, þá væri líklegt, að fleiri mundu hafa áhuga á að kaupa hana. Brian útbjó sérstakt kerfi til þess að tryggt væri, að allar plötur, sem seldust upp, yrðu pantaðar strax aftur. „Eg hef aldrei séð neinn vinna eins mikið,“ segir móð- ir hans. „Hann virtist í fyrsta skipti hafa tekið sér fyrir hendur verkefni, sem hann hafði verulegan áhuga á.“ Eftir tvö ár hafði verzlunin vaxið svo, að hún var nú á tveimur hæðum og starfsfólki hafði fjölgað úr tveim- ur í þrjátíu. Reksturinn hafði gengið svo vel, að ákveðið var að stofna aðra hljómplötuverzlun í Whitechapel. t ágúst 1961 státaði Brian af því, að í verzlunum hans væri nú „bezta plötuúrval í allri Norðurálfu.“ Þetta kom fram í viðtali við hann í hinu nýstofnaða blaði, Mersey Beat. Brian var ekki sjálfur aðdáandi da'gur- lagatónlistar. Eftirlætis tónskáld hans var Sibelius. En hann var snjal! kaupsýslumaður; taldi, að blaðið ætti framtíð fyrir sér og áleit, að það væri góður auglýsinga- vettvangur. Um sama leyti hóf hann að skrifa fastan dálk í blaðið, þar sem hann ræddi um nýjustu hljóm- plöturnar, sem voru á markaðnum. En brátt var svo komið, að Brian gat ekki séð, að hann gæti eflt, fyrirtæki sitt öllu meira. Hann fylltist aftur leiða og ófullnægju. Þar við bættist, að honum gekk illa í einkalífi sínu. Af illri reynslu var hann orð- inn sannfærður um, að kvenfólki geðjaðist alls ekki að honum. Hann langaði til að taka sér fyrir hendur eitt- hvað alveg nýtt verkefni, sem gæti svalað framkvæmda- þrá hans og metnaðargirni. Þannig' var ástatt fyrir Brian Epstein 28. október 1961, Hann var 27 ára gamall. Hann hafði verið mis- heppnaður námsmaður, en snjall að selja Iiúsgögn; mis- heppnaður hermaður, en klókur hljómplötusali; mis- heppnaður leikari, en dugmikill kaupsýslumaður, sem hafði á örskömmum tíma stofnað stórt og arðvænlegt fyrirtæki. Þá kom unglingur í verzlun hans og nefndi í fyrsta skipti í hans eyru nafnið — Beatles. Hið fullkomna kerfi Brians Epsteins kom ekki að gagni í þessu tilviki. Hann varð að viðurkenna, að hann hefði aldrei heyrt minnzt á Bítlana. Þegar þetta var hafði nokkrum sinnum verið minnzt á Bítlana í blaðinu Mersey Boat, en það hlýtur að hafa farið fram hjá Brian. Hafa ber í huga, að hann hafði ekki sjálfur neinn áhuga á ungliugahljómsveitum og dægurlagatónlist. Hann leit á slík fyrirbæri eingöngu sem nauðsynlegan þátt í starfi sínu. Auk þess var hann hljómplötusali og þessar hljómsveitir í Liverpool höfðu aldrei leikið inn á hljómplötur. Hann hafði því engan áhuga á þeim. Það var kjörorð verzhinar hans að allar hugsanlegar plötur væru fáanlegar. Þess vegna var hann staðráð- inn í að útvega þessa hljómplötu. Verzlunarstjóri hans vissi það eitt um hana, að hún væri gefin út í Þýzka- landi. ITann hringdi í allar áttir, en platan virtist ekki hafa verið flutt inn til Englands. „Líklega hefði ég hætt, við þetta, þegar hér var komið sögu, ef ekki hel'ðu komið tvær stúlkur í búðina nokkru síðar og' beðið líka um þessa sönm plötu. Þá spurði ég sjálfan mig, hvernig á því stæði, að þrír unglingar skyldu á skömmum tíma biðja um plötu með hljóm- sveit, sem við könnuðumst ekki við.“ Hann spjallaði við stúlkurnar og spurði þær um þessa Bítla. „O, þeir eru alveg æðislega næs,“ sögðu stelpurnar. Þegar þær höfðu lýst þeim fyrir hönum, mundi hann allt í einu, að hann hafði séð þá í búðinni hjá sér. Þetta voru sóðalegir leðurjakkar, sem höfðu oft hangið tímunum saman í búðinni og hlustað á plötur. Brian hafði einu sinni geíizt upp á þeim og rekið þá út,. Hann ákvað að fara sjálfur í Cavern-klúbbinn og fá upplýsingar um plötuna frá Bítlunum sjálfum. Fyrst þeir voru vinsælii- í Liverpool, gat verið snjallt að flytja plötuna þeiri'a inn frá Þýzkalandi. „Það var dimmt og loftlaust í kjallaranum,“ segir Brian. „Eg dauðsá eftir að hafa álpazt þarna inn. Hávaðinn var svo mikill, að mig verlcjaði í eyrun. En þarna sá ég Bítlana í fyrsta sinn. Þeir voru skítugir og illa klæddir. Og ekki var sviðsframkoma þeirra til fyrirmyndar. Þeir reyktu, töluðu saman og meira að segja átu, ámeðan þeir voru að spila. En þrátt fyrir þetta voru þeir gæddir einhverjum persónutöfrum. Það var eitthvað æsandi og óvenjulegt við þá. Og þeir náðu algjörum tökum á áheyrendum sínum.“ Brian tókst að ná andartak tali af Bítlunum og spyrja þá um plötuna þeirra. George sagði, að fyrir- tækið héti Polydor. Annars muna Bítlarnir lítið sem ekkert eftir þessu fyrsta samtali sínu við Brian Epstein. „Eg hafði fyrst og fremst áhuga á að selja hljóm- plötur,“ segir Brian. „En ósjálfrátt hafði ég á fáum vik- um farið oft í Cavern-klúbbinn. Auk þess hafði ég spurt kunningja mína, plötuútgefendur og aðra, sem voru kunnugir í heimi dægurlaganna, hvernig uinboðsmenn hljómsveita störfuðu; hvers konar samninga þeir gerðu við hljómsveitirnar. Eg tók mér einnig ferð á hendur til London og ræddi við framkvæmdastjóra His hlasters Voice varðandi þetta. Síðast en ekki sízt setti ég mig í samband við Deuts- eher Gramophone Companý og pantaði 209 eintök af plötu Bítlanna „My Bonnie“. Eg var orðinn svo hrifinn af Bítlunum, að ég var sannfærður um, að ég mundi geta selt 200 stvkki af plötunni þeirra, enda reyndist það rétt. Eg talaði nokkrum sinnum við Bítlana í Cavern, þegar hlé varð á leik þeirra. Loks gerði ég alvöru úr því, sem hafði verið að brjótast í mér allan þennan tíma. Eg bauð þeim að koma heim til mín og ræða við mig. Fravihald í næsta blaði. 28 VIKAN 42- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.