Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 14
fcc%ettacratMt — Júh-ú... já, auðvitað, svaraði hann vingjarnlega. Hann hafði ekki brjóst í sér til annars. — Og þú? Ert þú búinn að fyrirgefa mér? — Ég? Ég fyrirgaf þér strax, þegar ég komst að því hvernig allt var í pottinn búið, sagði Jolyon. Líklega var þetta satt. Hann hafði alla ævi átt mjög hægt með að fyrirgefa fögrum konum. Irene andvarpaði. — Ég hefi ekki séð eftir því sem ég gerði. Ég gat ekki komið öðruvísi fram. Hefir þú nokkru sinni elskað af öllu hjarta, Jolyon frændi? Joiyon starði fram fyrir sig. Þetta var furðuleg spurning. Hafði hann gert það? Hann var búinn að gleyma því. En honum datt ekki í hug að segja það við þessa ungu konu, sem lifði í minning- unum um þessa miklu ást. Og hann hugsaði: — Ef ég hefði hitt þig, þegar ég var ungur, hefði ég örugglega getað framið heimsku- pör þín vegna! Hann lét nægja að segja: — Ástin er svo óútreiknanleg.... Bosinney var greindur náungi. Mikið er heitt í dag. Komdu, við skulum setjast og hvíla okkur. Þau fundu stóla, undir kastaníutré, sem skýldi þeim fyrir sól- inni. Það var svo indælt að sitja þarna, horfa á hana og finna til ánægju yfir því að hún naut líka samvistanna. — Philip sagði alltaf að þú hefðir auga fyrir því sem fagurt er sagði Irene. — Og hanr, sagði að þú værir einn af þeim mönnum sem aldrei eldast í hjarta sinu. Hún sat hljóð um stund og horfði fram fyrir sig, svo sagði hún: — Núna skil ég ekki hvernig ég fór að lifa þetta af. Mér var alveg sama um lífið, sama hvort ég lifði eða dó. Og ég var alveg eignalaus. — Ég vildi að. þú hefðir komið til mín, sagði hann. — En það hefir þú ekki getað hugsað þér, vegna þess að ég var einn af For- syteættinni? Hvernig gengur þér núna? — O, þetta bjargast allt. Ég fæ þó nokkuð fyrir að kenna og svo hefi ég 50 pund á ári. Þetta svar róaði hann ekki. Hann vissi að hún hlaut að vera í vandræðum. — Hér eftir kemur þú til mín, ef þú ert í vandræðum. Ég verð reiður ef þú gerir það ekki, sagði hann og stóð upp. — Nú förum við eitthvað tii að fá okkur te. Ég sagði ökumanninum að spenna hestana frá, í klukkutíma eða svo, og sækja mig svo heim til þín. Við skulum ná í vagn.... Hann naut ökuferðarinnar, naut þess að heyra hljóminn af rödd hennar, sjá ljómann í augum hennar og fíngerðan líkamann. Hann naut þess að drekka te hjá Rúffles í High Street, og að aka henni heim til hennar, hann naut þess að reykja vindilinn sinn á leiðinni. Irene lofaði að koma til hádegisverðar á sunnudaginn og að spila fyrir hann á eftir, og í huganum var hann farinn að tína nellikur og rósir, sem hann ætlaði að gefa henni að skilnaði. — Þá sjáumst við á sunnudaginn, sagði hann, þegar þau skildu. Hún rétti honum rólega kinn sína. — Vertu sæl, sagði hann snort- inn. — Líði þér vel þangað til. Eftir hádegisverðinn á sunnudag, lét hann koma með kaffið út að eikartrénu. Jolyon sat með krosslagða fætur og naut vindilsins. Hann virti Irenu fyrir sér. Hún sat í rólunni, andspænis honum, og geislar sólarinnar brutust gegnum lauf trésins og léku um hana. Hún var glaðieg á svipinn. Hún hafði sýnilega gott af því að koma hingað og ræða við hann.... — Hér er svo hljótt um þessar mundir, sagði hann. — Þú skalt ekki koma hingað, ef þér leiðist. En... það eitt að sjá þig, gleður mig mjög mikið. Ég hefi aldrei sagt nokkurri konu að ég dái hana, nema ég meinti það af öllu hjarta. Ég held að ég hafi aldrei sagt það við nokkra konu fyrr, nema konuna mína, í gamla daga. Konur geta verið svo skrítnar. Konan mín krafðist þess að ég léti aðdáun mína í ljós, miklu oftar en ég fann þörf til þess, — og þá skilurðu mig ef til vill.... Það fóru drættir um andlitið á Irenu. Hafði hann nú verið eitt- hvað ónærgætinn? — Ónáðar Soames þig nokkuð núna? spurði Jolyon skyndilega. Hún hristi aðeins höfuðið og svipurinn stirðnaði. Þrátt fyrir blíð- lega drætti á andliti hennar, bar það samt vott um eitthvað sem líktist heiftrækni. — Það er gott, sagði Jolyon. — Eigum við ekki að ganga svo- lítið til hressingar. Hann sýndi henni um allt, blómagarðinn, ávaxtagarðinn... Þetta var einhver yndislegasti dagur, sem hann hafði upplifað. En hann var þreyttur, og ánægður þegar þau voru búin að koma sér nota- lega fyrir í garðstofunni, og hann bað Irenu um að skenkja eftir- miðdagsteið. Ein vinkona Hollyar var í heimsókn, lítil ljóshærð táta. Þær léku sér lystilega í stiganum. Jolyon bað Irenu um að spila fyrir sig og hún spilaði mazurka, etýður og valsa eftir Chopin. Telpurnar komu æ nær, og voru að lokum komnar alveg upp að hljóðfærinu, þar sem þær stóðu og hlustuðu með sýnilegri aðdáun. — Látið okkur nú sjá hvort þið getið dansað eftir þessu, sagði Jolyon. Telpurnar dönsuðu, svolítið feimnislega og taktlaust í fyrstu. Þær voru grafalvarlegar á svipinn þegar þær snerust eftir hljóðfallinu. — Þetta er það elskulegast sem ég hefi lengi séð, hugsaði gamli maðurinn hrærður. — Holly er svo mikið fyrir tónlist, sagði hann, þegar telpurnar voru farnar út aftur. — Heldurðu að þú vildir ekki, einhvern tíma við tækifæri, hlusta á hana spila, og segja mér hvort þú heldur að hún hafi hæfileika? — Já, með mestu ánægju. — En heldurðu að þú vildir Hann þagnaði vandræðalega. Irene skyldi strax hvað hann hafði ætlað að segja. — Jú, ég vil gjarnan kenna henni, en — hvernig verður það með June? Þú sagðir að hún hafi fyrirgefið mér. En hún getur aldrei gleymt.... Gleymt. June hlaut að geta gleymt, ef hann krafðist þess af henni, hugsaði Jolyon. Það var eins og Irene hefði lesið hugsanir hans, hún hristi höf- uðið. — Þú veizt það vel að hún getur það aldrei .... Eftir miðdegisverðinn, þegar Irene var farin, fór Jolyon inn í vinnustofu sína og tók fram penna og pappír. Hann var ákveðinn í því að arfleiða Irene að einhverri peningaupphæð. Hún átti að fá hlutdeild í fjármunum hans, og þá um leið hluta af ævistarfi hans. Og hún átti að fá tækifæri til að njóta þess í lífinu, sem hann hafði aldrei gefið sér tíma til að njóta sjálfur, vegna ákaf- ans við að safna peningum. M2 14 VTKAN 42-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.