Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 5
mínum síma í sambandi við hans; farið síðan í ann- an síma og hringt í Lands- símann og spurt hvaða símanúmer minn sími væri i sambandi við. Er þetta rétt? Svaraðu mér fljótt og vel, því mig langar svo ákaft til að vita, hver hann er eða öllu heldur, hvern- ig hann lítur út. Ég ímynda mér, að hann sé hár og grannur, dökkhærður og svolítið viðkvæmnislegur á svipinn. En kannski lít- ur hann allt öðruvísi út! Með fyrirfram þakklæti. Rósa. Atarna var skrítin og skemmtileg ástarsaga. Það leynir sér ekki, að þú ert á góðri leið með að verða bálskotin í manninum. Bara að hann sé nú ekki forljótur og kvæntur í til- bót! Það er líklega rétt, að liægt sé að halda sambandi við númer á þann hátt, sem þú lýsir í bréfi þínu. En ef þú ert orðin hrifin af lionum, skaltu ekki hafa í frammi neinar lögreglu- aðferðir. Hann kynni að styggjast og hætta að hringja í þig. Þú skalt heldur bíða og sjá hvað setur. Ef hann hefur ein- hvern áhuga, hlýtur hann að svipta af sér hulunni fyrr eða síðar. Kannski býður hann þér í mat á Hótel Sögu og- þar færðu að sjá liann í fyrsta sinn. Það gæti orðið býsna spennandi! í ALDINGARÐI ÍSLENZKR- ARTUNGU Kæri Póstur! Við erum í heldur slæmu skapi, vinkonurnar, og höf- um fyllstu ástæðu til þess. Það er skopazt að okkur fyrir að tala rétt, fallegt og gott íslenzkt mál! Það fer í taugarnar á okkur, þegar sagt er t. d. banani, appelsína, tómatur, kartafla, sítróna, apríkósa o. s. frv. Hvers vegna er ekki sagt bjúgaldin í stað- inn fyrir banana, rauðald- in í staðinn fyrir tómata, eyraldin í staðinn fyrir apríkósur og þar fram eft- ir götunum? í okkar góða sjónvarpi eru auglýsingar um ban- ana; í blöðunum er talað um tómata á lágu verði, og á jarðeplapokunum stend- ur kartöflur. Málið mundi stórbatna, ef það stæði til dæmis jarðepli á jarðeplapokun- um. Þar að auki er miklu fallegra að segja jarðepli. í blessaðri íslenzku mál- fræðinni stendur ekkert um þetta. Jæja, við vonum, að þú skiljir okkur og birtir þetta bréf. Og að lokum, kæri Póstur, hvað á að skrifa í staðinn fyrir P.S.? Tvær, sem eru orðn- ar að athlægi fyrir íslenzkuna. Ekki vitum við, hvort þetta bréf er skrifað í gamni eða alvöru. Altént er i'átítt, að ungar stúlkur hugsi svona vel um aldin- garð íslenzkrar tungu. En vissulega er það góðra gjalda vert. Jarðepli, rauð- aldin, bjúgaldin og öll ís- lenzku ávaxtaheitin eru í sjálfu sér ágæt. En gall- inn er bara sá, að þau hafa aldrei náð að festa rætur í málinu. Málið hefur sinn gang, og við verðum að sætta okkur við þróun þess, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. P.S. er á íslenzku E.S. og táknar eftirskrift. PAUL SÆTASTUR Kæra Vika! Ástarþakkir fyrir Sögu Bítlanna. Ég vona að hún verði sem lengst í blaðinu hjá ykkur. Ég hef alltaf verið æðisgenginn aðdá- andi þeirra. En gætuð þið ekki birt forsíðumynd í lit af Paul McCartney? Mér finnst hann lang sætastur. Dúlla. VINSÆLUSTU BÍTLALÖGIN Kæri Póstur! Hvert af lögum Bítlanna mundir þú segja, að hefði orðið vinsælast? Með fyrirfram þökk. BA. Það vill svo til, að við höfum hér við höndina skrá yfir það, hversu oft lög Bítlanna hafa verið leikin inn á plötur af öðr- um listamönnum en þeim sjálfum. Skráin er svona: 1. Yesterday (91). — 2. Michele (65). — 3. A Hard Day's Night (50). — 4. Can‘t Buy Me Love (49). — 5. I Want to Hold Your Hand (42). — 6. AU My Loving (38). — 7. And I Love You (36). — 9. Help (29). — 10. Please Me (27). HOOVER HOOVER DE LUXE model 625A Tepparyksuga. Hristir, burstar og sogar teppin. Hentar 4—8 her- bergja ibúðum. HOOVER-KULAN model 1867 Kraftmikil sogryksuga, án hjóla, svífur léttilega yfir teppunum af eigin krafti. HOOVER JUNIOR model 1347 Tepparyksuga. Hristir, burstar og sogar teppin. Er létt og þægileg í meðförum. Heimsbekkl vörumerki m Hoover þvottavélar 8 gerðir Hoover kæliskópar 5 gerðir Hoover ryksugur 8 gerðir Hoover bónvélar 2 gerðir Hoover rafmagnsofnar 3 gerðir Hoover straujórn 3 gerðir Hoover uppþvottavélar Hoover hórþurrkur Hoover hrærivélar Hoover teppaburstar Hoover eldavéiahimnar Hoover vörurnar fóst í Hoover-kjallaranum, Austurstræti 17, Reykjavík, simi 14376. Einnig víða í verzlunum úti á landi. Varahluta- og viðgerðaþjónusta að Hverfisgötu 72, sími 20670. Einkaumboð: MAGNÚS KJARAN Umboðs- & heildverzlun 42. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.