Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 19
 . YRIR rúmu ári fæddust fjórburar í Danmörku og munu það vera yngstu fjór- 13 burar hér á Norðurlöndum. Móðirin heitir Gisser Hansen og er gift Leif Hansen. Þau búa á Bakkehöj í Skovlunde rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Hann er tré- u smiður að atvinnu, en hún er lærður bókbindari. Fjórburarnir þeirra heita eftir stafrófinu ABCD — Allan, Brian, Carsten og Dan. Þeir eru nú orðnir rúmlega eins árs, og þetta eru bæði fallegir og fjörugir myndarstrákar, eins og meðfylgjandi mynd- ir sýna. Þau hjónin eignuðust dóttur fyrir tíu árum. í mörg ár þráðu þau ákaft að eignast annað barn, svo að dóttir þeirra eignaðist systkini. En tíminn leið, og frú Gisser Han- sen var orðin úrkula vonar um, að hún eignaðist fleiri börn. Þá fór hún til læknis og fékk hjá honum hormónasprautur. — Strax og ég talaði við lækninn í fyrsta sinn, segir hún, tók hann það skýrt fram, að sprauturnar gætu ef til vill orðið til þess, að ég eignaðist tvíbura. Ég hafði ekkert á móti því að eignast tvíbura og taldi að við mundum geta alið þá upp auðveldlega. Ég fékk síðan sprauturnar reglulega og varð brátt barnshafandi. Það ríkti heldur betur gleði og eftirvænting á heimilinu. Sérstaklega var Berit, dóttir okkar, spennt. Þegar ég var komin fjóra mánuði á leið, fékk ég inflúensu og læknir var sóttur. Hann rannsakaði mig og sagði, að ég hlyti að fara að eignast barnið mjög bráðlega. Ég hló og sagði, að það væri ómögulegt, því ég væri ekki komin nema fjóra mánuði á leið! Læknirinn varð undrandi og sagði, að ég hlyti þá að ganga með tvíbura. Þegar ég var aftur orðin heilbrigð, lagðist ég á sjúkrahús til ítarlegrar rannsókn- ar. Það lá við, að ég fengi taugaáfall, þegar læknarnir sögðu mér, að þeir hefðu heyrt fimm ólík fósturhljóð. Á röntgenmynd þóttust þeir líka sjá fimm skugga, svo að það var ekki um að villast. Ég gildnaði stöðugt og ó sjötta mánuði gat ég varla gengið . . . Á sjöunda mánuði var gerður keisaraskurður á frú Hansen, þar sem læknarnir töldu fráleitt, að hún gæti fætt fimmbura. Þeir tóku á móti fjórum sveinbörnum, en hvar var fimmta barnið? Það fyrirfannst hvergi, og kom þá í ljós, að þrátt fyrir ítar- lega rannsókn, hafði læknunum skjátlazt. Börnin voru ekki nema fjögur. A, B, C og D voru ekki burðugir, þegar þeir litu dagsins ljós. Allan, Carsten og Dan voru sex merkur, en Brian sjö. Það var tvísýnt, hvort þeir mundu lifa. Sérstaklega var óttast um líf Dans litla. En eftir þriggja mánaða dvöl á sjúkrahúsinu, höfðu þeir allir dafnað vel, og frú Gisser fékk að taka þá heim til sín. — Fyrstu mánuðirnir voru hræðilegir, segir hún. Þetta var eins og martröð; hver svefnlausa nóttin á fætur annarri; stöðugur bleiuþvottur og hlaup með pela allan sólarhringinn. Þar við bættist, að þeir voru ekki vel frískir fyrstu mánuðina, fengu inflúensu og rauða hunda. Og einu sinni urðu þeir allir að fara á spítala, litlu grey- in. Þetta var sannarlega erfiður tími, stöðugar áhyggjur, kvíði og basl. En smátt og smátt batnaði þetta, og nú eru fjórburarnir mínir allir hraustir og myndarlegir strákar, sem skapa okkur mikla gleði og ánægju. Þeir eru ekki mjög líkir í útliti og hafa hver sína sérstöku skapgerð. Allan er þægastur. Hann situr gjarn- an einn og leikur sér og er alltaf rólegur. Brian er líka þægur, en skapmeiri. Hann á það til að fleygja grautarskálinni á gólfið á morgnana. Carsten er félagslyndastur. Hann vill helzt alltaf vera hjá einhverjum fullorðnum. Hann finnur til öryggisleysis Framhald á bls. 44. 42. tbi. VIICAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.