Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 40

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 40
I GLEÐI, ástog SORG, eru mm INNRI borg ERIKA blám H&aleitisbraut 58-60 Budargerði 9 Ég vil eindregið ráðleggja þeim íslendingum, sem ég veit að eiga eftir að leggja leið sína til Marokkó, að byrja á því að skoða eins og eina Medínu og finna lyktina á kjötmarkaðnum. Þar hengja kaupmennirnir kjöt- partana upp og leggja þá á borð eða bara á götuna, og þegar sól- in skín á þetta verður ekki glöggt greint hvað er kjöt og hvað eru flugur. Lyktin er ekki nema fyrir tauga- og maga- sterka, en þetta er býsna nauð- synleg lexía fyrir ferðamann- inn. Þegar hann hefur einu sinni andað að sér fnyknum á þessum stöðum, lætur hann ekki plata neitt óæti ofan í sig á veitinga- stöðunum. Þeir eiga það nefni- lega til að bera manni mat með bragði sem er eins og lyktin á kjötmörkuðunum, en þá veit maður hvað klukkan slær og sá þjónn er torfundinn, sem ekki verður harmi sleginn, þegar maður otar að honum diskinum, sem hann var að koma með og segir „it smells of souk“ — en souk er opinn markaður utan Medínanna með hálfu verri kjöt- verzlanir en þá Medínurnar. En þetta er nauðsynlegt til að forð- ast matareitrun, sem því miður kvað ekki vera óalgeng í Norð- ur-Afríku. Þó er ástæða til að leggja áherzlu á, að við urðum aldrei vör matareitrunar eða fréttum af henni, þar sem við fórum, en einu sinni eða tvisvar létum við óétið af því að matur- inn hafði tvímælalaust fengið sinn skammt af sól og flugum, áður en hann barst á okkar diska. En svo við snúum okkur aftur að Medínunni í Casablanca, verður ekki skilizt svo við hana, að ekki sé minnzt á bílaumferð- ina, sem þar er. Auk asna, hand- vagna, reiðhjóla og annars, sem hefur balek í för með sér, þröngva sér þarna farartæki, sem baula bab-bab. Menn eru sem sé að aka þarna bílum, á götum, sem eru svo þröngar, að bílhliðarnar skafa svo að segja húsin báðum megin. Það verður að viðurkennast, að ökumenn þessara bíla fara einkar varlega, en flautuna nota þeir óspart, það þótt oft og tíðum sé varla mögu- leiki að komast undan farartækj- unum öðruvísi en að hlaupa að næstu þvergötu. Og alltof oft kemst ég að raun um, að för bílsins var einmitt heitið inn í þá þvergötu, sem ég ætlaði að víkja inn í. Þetta ásamt með öðru gerði það að verkum, að ég hafði fengið gersamlega nóg af Medínum um það er yfir lauk — en samt — samt hefur þetta fyrirbrigði sinn sjarma. Og það eru ekki bara prang- arabúðir í Medínunum, þarna býr líka fólk. Ég sá inn um nokkrar dyragættir og nokkra glugga, mér virtist heldur þokkalegt það sem ég sá, en mikið þröngbýlt. Allt er nú upp- lýst með rafmagni, og hvergi nokkurs staðar tókst mér að skima inn í híbýli þar sem ljós- tæki væru önnur en ber pera í spotta niður úr loftinu. Húsgögn eru líka af skornum skammti, mikið um óríentalska legubekki meðfram veggjum og lág borð fyrir framan þau, sessur á víð og dreif, en lang mest af þess- um þykku, mjög fallegu teppum og mottum, sem Marokkó er svo frægt fyrir. Fram til 1918 bjuggu allir íbú- ar Casablanca í Medínunni. Það ár var fyrsta húsið byggt í evr- ópskum stíl, og skipulag borgar- innar er nokkuð athyglisvert. Franski hlutinn, eða hinn ný- tízkulegi hluti Casablanca, er byggður í hálfhring utan um að- altorgið, Place de France, en göturnar ganga í geisla út frá þessu torgi með þvergötum í hálfhring frá strönd til strand- ar sitt hvorum megin við höfn- ina. Af þessu leiðir, að göturnar klofna eins og hvert y-ið upp af öðru út frá torginu en húsin ganga saman í odda inn á gatna- mótin og gera afskaplega sér- kennilegan svip á borgina. Arabarnir urðu sem fyrr seg- ir „landflótta“ undan gyðingum í Casablanca, sem lögðu undir sig Medínuna. Fyrst í stað sett- ust þeir að í hreysahverfum, sem þeir hrófluðu upp af handahófi, en síðar varð þróunin sú, að nýtt arabahverfi myndaðist utan við franska borgarhlut- ann. Þar byggði soldáninn sér væna höll eftir fyrra stríðið, og utan um hana mynd- aðist þessi nýja Medína, sem heitir Derb-Sultan eða Derb- Sidna, og hún er gerð úr húsa- þyrpingum sem hver um sig er með háum vegg umhverfis. Hús- in innan þessara veggja eru í márískum stíl með nýtízkulegu innslagi að sögn, okkur gafst ekki kostur að sjá þar inn fyrir dyr en til að sjá áleit ég þetta fá- tækrahverfi. En þessi tilraun til nýtízku útfærslu á Medínu gaf mjög góða raun og Derb-Sultan er sjálfri sér næg með skóla, verzlanir og moskur, og barna- menntun þar er almennari og betri en víða gerist annars stað- ar. Hitt er svo annað mál, að hinn almenni borgari hyggur lítið að ytri lúxus og „status- symbólum", hann lifir að veru- legu leyti fyrir líðandi stund og helgar sig deginum í dag, enda stendur það í sjálfum Kóranin- um, að Allah muni sjá um dag- inn á morgun. f Marokkó þolir enginn hung- ur, segja þeir. Hver sá, sem nennir að vinna, fær vinnu. Lík- lega á þetta hvergi eins ræki- lega við og í Casablanca. Níu tíundu hlutar af öllum iðnaði landsins eru í Casablanca, að undanteknum námuiðnaði. Fós- fat er meginframleiðslugreinin,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.