Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 25

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 25
EFTIR HUNTER DAVIES 6. HLUTI EINKARÉTTUR Á ÍSLANDI VIKAN Það var í seinni ferð Bítlanna til Hamborgar, sem Astrid Kirchherr hai'ði eitt sinn orð á því við Stu, unn- usta sinn, að henni líkaði ekki hárgreiðsla hans. Hún greiddi hár hans fram og klippti ofurlítið af því. Þegar Stu kom í klúbbinn Top Ten þetta kvöld með nýju hárgreiðsluna sína, veltust félagar hans um af hlátri. En samt leið ekki á löngu, þar til George tók upp þessa sömu greiðslu og síðan Paul. Hin nýja Bítlahárgreiðsla hafði litið dagsins ljós. Astrid hafði einnig áhrif á litlit Bítlanna og klæðnað á margan annan hátt. Hún fékk þá til dæmis til að ganga í kraga- og lafalausum jökkum. Hún saumaði einn slíkan jakka fyrir sjálfa sig', en Stu varð svo hriíinn af honum, að hann fékk hana til að sauma eins jakka handa sér líka. Hinir Bítlarnir gerðu gys að Stu og jakkanum hans í fyrstu, en það fór á sömu leið og með hárgreiðsluna. Þeir voru villtari og fyrirferðarmeiri í síðari Ham- borgarferð sinni. Þeir tóku örfandi lyf (allir nema Pcte Best) til að geta vakað lengur og verið stöðugt fjörugir og vel upplagðir. „En þetta fór aldrei út í öfgar hjá þeim,“ segir Astrid. „Hvorki lyfin né drykkjuskapurinn.“ John hélt enn uppteknum hætti og lmuplaði úr búð- um. „John var þannig,“ segir Astrid. „Allt í einu neri hann saman höndunum og sagði upp úr þurru: „Nú förum við og stelum úr búðum!“ Þetta var tómt grín hjá honum. Það var ekki hægt að hneykslast á þessu. Hann var með cindæmum ærslafenginn og uppáfinn- ingasamur; hafði sí og æ í frammi hrekki og alls konar brögð.“ Þeir léku inn á fyrstu hljómplötuna sína í þessari ferð; léku undir með söngvara að nafni Tony Sheridan. „Við spiluðum fimm af okkar eigin lögum,“ segir John. „En þeim geðjaðist ekki að þeim. Þeir vildu heldur lög eins og' „My Bonnie Lies Over the Ocean“. Bítlarnir voru aðeins fjórir, þegar þeir léku inn á hljómplötuna. Stu Sutcliffe hafði sagt skilið við hljómsveitina. „Við vorum skelfing vondir við hann,“ segir John. „Sérstaklega Paul. Hann var alltaf að stríða honum og hrella hann.“ En þetta var ekki ástæðan til þess, að Stu fór. Hann hafði ákveðið að setjast að í Hamborg, kvænast Astrid og het'ja aftur nóm í listaskóla. í júlí 1961 fóru hinir fjórir aftur til Liverpool. A meðan þeir dvöldust í Hamborg höfðu vinsældir beat-tónlistarinnar farið vaxandi í Liverpool. Stofnun blaðsins Mersey Beat átti mikinn þátt í því, en i því blaði var skrifað um allar helztu hljómsveitirnar í borg- inni. Tvær aðal hljómsVeitirnar voru „Gerry and the Pacemakers“ og „Rory Storme and the Hurrycanes“, en það var hljómsveitin, sem Ringo Star lék í. Næstir þessum tveim hljómsveitum hvað vinsældir snerti voru svo Bítlarnir. 42. tbi YIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.