Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 15

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 15
En hve mikið átti hann að láta henni eftir? Það -varð að vera nóg til þess að hún yrði ekki gömul fyrir tímann, nóg til að halda hrukkunum sem lengst frá þessu fagra andliti. Fimmtán þúsund pund . . . . Hann greip pennann og byrjaði strax á bréfi til lög- fræðingsins síns .... Næstu nótt vaknaði Jolyon klukkan hálf þrjú. Reynsla langrar ævi hafði kennt honum að ef einhverjar óþægilegar tilfinningar leyndust í undirvitundinni, þá gerðu þær venjulega vart við sig um þetta leyti nætur, eins og afturgöngur. í þetta sinn var aftur- gangan sérstaklega þráleitin. Ef hann yrði nú veikur, og það var ekki svo óhugsandi fyrir mann á hans aldri, — þá fengi hann ekki að sjá hana aftur. Og þótt hann yrði ekki veikur, þá horfðist hann í augu við það að stefnumót þeirra myndu hverfa úr sögunni, þegar Jo og June kæmu heim. Hvernig átti hann að skýra það fyrir þeim að það væri hans innilegasta ósk að vera samvistum við einmitt þessa konu, sem hafði orðið til þess að taka unnustann frá June? Bosinney var lát- inn fyrir mörgum árum, en June var þvermóðskan sjálf. Þau ætluðu að koma heim í miðjum næsta mánuði. Hann hafði því aðeins fimm vikur til að gleðja sig við það sem hafði fært svo mikinn unað á ævikvöldinu. Eftir að þau kæmu heim yrði hann að stelast inn til borgarinnar til að hitta hana við og við, og það yrði þreytandi! Og ef hann yrði eitthvað lasinn, yrði sú gleði iíka tekin frá honum. Jolyon lá kyrr, beit saman vörunum og kallaði sjálfan sig gamalt fífl. Það var fyrst þegar fór að lýsa af degi að hann blund- aði aftur. Morguninn eftir var hann þreyttur, en hugsun hans var skýr og ákveðin. Hann hafði ennþá fimm vikur til stefnu, það var þó nokk- uð fyrir svo gamlan mann. Hann ætlaði að vera eins mikið sam- vistum við Irene og honum var unnt. Og hví skyldi hann ekki fara sjálfur til borgarinnar strax á morgun og koma erfðaskrá sinni, í lag, í stað þess að skrifa? Það gæti líka verið að hann gæti lokkað Irenu með sér í óperuna ........ Og Jolyon gerði nú áætlun fyrir hvern dag vikunnar, á sinn venjulega reglubundna hátt. Á hverjum þriðjudegi fór hann til borgarinnar. Irene borðaði með honum og svo fóru þau í óperuna. Á hverjum fimmtudegi fór hann til borgarinnar í vagni sínum, lét ökumanninn setja hestana í hesthús. Svo fór hann í skemmtigöng- ur með Irenu í Kensington garðinum, og ók svo einn heim fyrir miðdegisverð, Hann hafði getið þess heima hjá sér að hann hefði erindum að sinna í borginni, þessa tvo daga vikunnar . Á miðvikudögum og laugardögum kom Irene til Robin Hill, til að spila með Holly. Því meiri ánægju sem hann hafði af því að hafa Irene hjá sér, því varkárari var hann, gætti þess af ná- kvæmni að koma aldrei fram við hana á annan hátt en sem gamall notalegur frændi. Hann var auðvitað ekkert annað. En ef henni seinkaði eitthvað, varð hann miður sín, því að tvisvar hafði hún ekki komið, þegar hann bjóst við henni. Þá urðu gömlu augun sorgbitin, og hann hafði ekki getað sofið. Þannig leið heill mánuður.... Það var sumar yfir enginu og sumar í hjarta hans. Eftirvæntingin fyllti líf hans, ekki minningin um liðna ævi. Það er reginmunur fyrir mann á þessum aldri. Hann borðaði ekki mik- ið, vissi varla hvað hann lét upp í sig, og reykti tveim vindlum meira á dag en hann var vanur. Auðvitað hefði hann átt að segja lækninum sínum frá verkjunum, sem stöðugt kvöldu hann, en hann kaus heldur frelsið, sem var honum svo dýrmætt. Honum var ómögulegt að taka tillit til verkjanna og andþrengslanna núna . í byrjun annarrar viku í júlí fékk hann bréf frá Jo syni sínum. Hann skrifaði frá París og sagði að þau myndu koma heim næsta föstudag. Daginn eftir var það þá í síðasta sinn sem hann gat farið sína venjulegu bæjarferð, síðasti þriðjudagurinn, hugsaði Jolyon. En spilatímarnir? Þeir urðu að halda áfram. Irene varð að yfirvinna samvizkubit sitt og June varð að hætta að bera kala til hennar. Það voru liðin fjögur ár frá því að Bosinney lézt, svo .... Og Holly var svo hrifin af Irenu, að hún hlakkaði alltaf til spila- tímanna. Já Holly, eftirlætisgoðið hans, hún varð að bjarga hon- um úr þessarri klípu. Hann róaðist við þá hugsun. Hann varð að passa sig á því að vera ekki með þessar áhyggjur, þær voru svo þreyt- andi. Það var Carmen sem þau heyrðu í óperunni þetta þriðjudags- kvöld, og Jolyon beið með að segja Irene að fjölskyldan væri á heimleið þangað til í síðasta hléinu. Hún sýndi engin svipbrigði, tók þessu furðulega rólega. Það bjó eitthvað á bak við þessa ró, eitt- hvað sem hann skildi ekki. En hann vildi ekki ganga neitt á hana, hún myndi koma t.il Robin Hill á morgun, og þá gátu þau talað saman, — þá yrðu þau bæði búin að venja sig við tilhugsunina. Hann talaði aðeins um óperuna, á leiðinni heim til hennar. Hann hafði oft heyrt Carmen hlutverkið betur sungið, en þetta var samt nokkuð sómasamlegt. Þegar hann rétti Irenu hönd sína að skiln- aði, beygði hún sig áfram og kyssti hann á ennið. — Vertu sæll, Jolyon frændi. Þú hefur verið mér svo dásam- lega góður. — Við sjáumst þá á morgun, sagði hann. — Góða nótt og sofðu vel. Hann leit út um vagngluggann, þegar hann var kominn spölkorn frá húsinu, þá stóð hún ennþá á gangstéttinni, sneri andlitinu í áttina til hans og veifaði hendinni í kveðjuskyni. Mikið var heitt í kvöld, hugsaði hann, og hallaði sér aftur á bak í sætinu. Ennið var glóandi, hún hafði kysst hann einmitt þar sem allar áhyggjurnar hrúguðust upp. Eins og hún hefði viljað kyssa þær burt. En hann hafði aðeins orðið þunglyndur og svolítið kvíð- inn. Hann hafði orðið var við einhvern annarlegan tón í rödd hennar og þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði staðið og veifað til hans ...... Daginn eftir fór hann með Holly út í blómagarðinn, og þau tíndu stóran vönd af nellikum. Þær eru handa „gráklæddu kon- unni“, sagði hann. Það var nafnið sem þau kölluðu lrenu sín á milli. Eftir morgunverðinn hvíldi hann sig um stund. Hann var óvenjulega þreyttur. Hún kom heldur ekki fyrr en klukkan fjög- ur. En þegar fór að líða á daginn varð hann órólegur og gekk upp í skólastofuna til Holly. Hann settist á gluggabekkinn og horfði út um gluggann. Þaðan sá hann heimkeyrsluna, og það var líka þægi- legur andvari inn um opinn gluggann. Holly spurði: — Heyrðu afi, fæ ég ekki að vera áfram í spila- tímum þegar mamma kemur heim, þótt hún vilji ekki hafa ókunnugt fólk hér? Jolyon hugsaði með sér a.ð heimkoma fjölskyldunnar yrði lík- lega hótun við nýfengið frelsi hans. Hann varð að velja á milli þess hvort hann vildi setjast í helgan stein, eins og aðrir öldungar, háður ást þeirra og umhyggju, eða berjast fyrir þessarri nýju vináttu, sem var honum svo mikils virði. Hann hafði ekki þrek til að berjast lengur ...... Hann stóð upp, kyssti Holly og gekk niður. Hann varð að hafa tal af Irenu, áður en hún fór að spila með Holly. Þegar hann heyrði til vagnsins, gekk hann til dyra, — en sá fljótlega að vagninn var tómur. — Frúin var ekki með lestinni, sagði ökumaðurinn, og það kenndi gremju í rödd hans. Jolvon leit hvasst á hann, það lokaði fyrir forvitni af mannsins hálfu og hann gat dulið vonbrigði sín með því. — Jæja, var hún ekki með? sagði hann, eins rólega og honum var unnt og hann gekk inn í vinnustofu sína. Hvernig gat staðið á þessu? Það gat verið að hún hafi komið of seint á brautarstöðina, en hann vissi með sjálfum sér að það var ekki rétta skýringin. Vertu sæll, Jolyon frændi, hafði hún sagt. Hversvegna kvaddi hún hann á þennan hátt? Hún var vön að segjn: „Sjáumst aftur“. Hversvegna veifaði hún svona lengi? Og svo kossinn. Það var greinilegt að hún hafði verið að yfirgefa hann. Jæja, hún vildi þá hafa það svo, hugsaði hann reiðilega. Já, hann var viss um að þannig héngi það saman. Og hann var alveg varnarlaus. Gamall maður, sem tilbað fegurðina. Þetta var hlægileg hugsun. Aldurinn lokaði munni hans og svifti hann kröftum til að berjast, hugsaði hann biturlega. Hann hafði ekki lengur rétt til að njóta lífsins og finna ylinn, hann gat ekki betlað, maður á hans aldri hefur virðingu fyrir sjálfum sér. Klukkan fimm kom stofustúlkan með teið til hans og rétti hon- um bréf. Hann flýtti sér að opna það, og las: Elskulegi Jolyon frændi! Mér þykir fyrir því að þurfa að skrifa þér um það sem ég veit þú tekur svo nærri þér. Ég hafði ekki kjark til þess að segja það við þig í gærkvöldi. Ég finn það með sjálfri mér að ég get ekki haldið áfram við að kenna Holly að spila, eftir að June er komin heim. Það eru til atvik, sem særa svo djúpu sári, að það er hvorki hægt að gleyma eða fyrirgefa. Það hefur verið mér óumræðileg Framhald á bls. 50. 42. tbi. VIKAN 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.