Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 6
LDVORN Þessar frábæru eldvarnarhurðir eru smíðaðar eftir sænskri fyrirmynd og eru eins vand- aðar að efni og tæknilegri gerð og þekking framast leyfir. Eldvarnar- hurðirnar eru sjálf- sagðar fyrir mið- stöðvarklefa, skjalaskápa, her- bergi sem geymd eru í ver'ðmæti og skjöl, milli ganga í stórhýsum, sjúkrahúsum og samkomuhúsum, þar sem björgun mannslífa getur oltið á slíkri vörn gegn útbreiðslu elds. - Eldvarnarhurðir GLÓFAXA eru viðurkenndar af Eldvarnareftirliti ríkisins. Ármúla 24, Sími 34236 VELJUM ÍSLENZKT <H> ISLENZKAN IÐNAÐ I DAGLEGT ÞEGAR TAUGARNAR GEFA SIG Það eru til vandamál, sem virðast óleysanleg, þegar maður veltir þeim fyrir sér í einrúmi, en fá á sig allt annan svip, ef rætt er um þau í rólegheitum við fólk, sem hefur dómgreind, reynslu og skilning. Það er því oft ráðlegt að leita til sálfræð- inga eða taugalækna, ef maður sér ekki fram úr sálrænum vand- ræðum. En svo er spurt hvort það hafi nokkra hernaðarlega þýðingu að ræða um vandræði sín, hvort það leysi nokkurn vanda. Ef maður veit sjálfur hverjar áhyggjurnar eru, er þá til nokkurs gagns að tala um það við aðra? Og ef maður, þessut- an, er hljóðlátur að eðlisfari, alls ekki málgefinn, er þá nokk- ur von um árangur? Er hægt að mæla taugaþreytu, eða verða læknar og sálfræðing- ar að styðjast við upplýsingar frá sjúklingum einar? Sállækningar byggjast fyrst og fremst á því að komast að or- HEILSUFAR sök vandamálanna, og svo á ráð- leggingum sálfræðings, sem hef- ur reynslu og þekkingu á því hvernig hægt sé að beita sér, til að losna við erfiðleikana. Það getur komið til mála að beita þurfi róttækum aðgerðum, t. d. að breyta um lífsvenjur, um- hverfi o. s. frv. Það er ekki nóg að vita um orsakirnar. Áður var oft látið þar við sitja, en þeir sérfræðingar, sem fást við þessa sjúkdóma nú, eru tæpast á þeirri skoðun. Það verður að beita sér fyrir lækningu sálfræðilegra meina, ekki síður en líkamlegra, og sem betur fer er fólk farið að líta skynsamlega á þær stað- reyndir. Það er af sem áður var, þegar það var álitið skammar- legt að vera andlega vanheill. í ýmsum tilvikum er notuð sefjun, meðal annars það sem í daglegu tali er kallað dáleiðsla, og sem er í því fólgin að slaka á, til þess að hugurinn verði móttækilegur fyrir sefjun, og á alls ekkert skylt við töfrabrögð. Reyndur sálfræðingur hefur það venjulega á valdi sínu að losa um málbeinið, jafnvel hjá þeim sem erfiðast eiga með að tjá sig, og þannig fengið vitn- eskju um hvar skórinn kreppir. Þvi, eins og áður var sagt, er það allt annað að velta fyrir sér vandræðum í einrúmi, heldur en að tala um þau við fólk, sem hefur skilning og reynslu. Sálgreining er einn liður sál- lækninga. Bæði sjúkrahúslækn- ar og aðrir sérfræðingar nota sálgreiningu, þar sem þeir álíta að rétt sé að beita henni. Ef sjúklingur snýr sér til sérfræð- ings í sálrænum sjúkdómum, getur hann rólegur talað um vandamál sín við viðkomandi lækni. Það er nauðsynlegt að leita hjálpar, þegar ofþreyta og sálarflækjur stríða á mann, því fyrr, því þetra. Það getur verið að óþarfa áhyggjur verði til af litlum ástæðum. ☆ V

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.