Vikan


Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 17.04.1969, Blaðsíða 16
 Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 2. HLUTI DINNY VAR ÁKVEÐIN í ÞVÍ AÐ HREINSA NAFN BRÖÐUR SÍNS, - HEIÐUR FJÖLSKYLDUNNAR, OG VAR REIÐUBUIN AÐ BEITA ÖLLUM BRÖGÐUM OG HAFA ÚTI ALLAR KLÆR .. Hubert Cherrell kom fyrir hornið á veröndinni. Hann var meira en meðalmaður á hæð, grannur og beinvaxinn, höfuðið frekar lítið, andlitið veðurbarið og tekið, af svo ungum manni að vera, hann var með yfirvaraskegg, sem var klippt við varirnar, þunnar og nokkuð viðkvæmnislegar, hárið var þó nokkuð grátt í vöngunum. Hann var nokkuð þunnur á vangann, kinnbeinin há, augun Ijósbrún, kvik og skær, breiðsett yfir beinu nefinu. Reyndar var hann lifandi eftirmynd föður síns. Hann gekk inn um franska gluggann og fann strax að samtalið hafði snúizt um hann. Þetta var svo sem ekki ný bóla, því undan- farið hafði hann orðið var við að hugur þeirra allra var stöðugt bundinn við starf hans og framtíðarmöguleika; — í fjölskyldunni voru vandræði eins áhyggjuefni allra. Þegar hann hafði tekið við tebollanum af móður sinni fann hann að andrúmsloftið var óvenju- lega spennt, þau fóru úr einu í annað og svo varð þögn. — Jæja, ég ætla að líta á póstinn, sagði hershöfðinginn og yfirgaf stofuna í fylgd með konu sinni. Þegar Dinny var orðin ein með bróður sinum, herti hún upp hug- ann og sagði: — Eitthvað verðum við að aðhafast, Hubert. — Hafðu ekki áhyggjur, vinkona; þetta er hábölvað, en það er ekkert hægt að gera við því. — Hversvegna skrifarðu ekki þín eigin sjónarmið, eftir dagbók- inni? Eg gæti vélritað það og Michael er vís til að koma því á framfæri, annaðhvort í blöðunum, eða að gefa það út. Hann þekkir svo marga útgefendur. Við getum hreinlega ekki legið undir þess- um ásökunum. — fig hefi andstyggð á því að leggja tilfinningar mínar fyrir al- menning; og ef ég birti dagbókina, verður hún öll að koma fram, eða ekkert af henni. Dinny hnyklaði brúnirnar. — Og ég hefi andstyggð á að iáta þennan Kana skella allri skuld- inni á þig. Þú verður að hreisna heiður þinn, aðallega vegna brezka hersins, Hubert. — Er það svo slæmt? Ég fór í þennan leiðangur sem óbreyttur borgari. — Því ekki að birta dagbókina eins og hún er? — Það yrði ennþá verra. Þú hefur ekki lesið hana. — Við gætum lagfært hana. Sjáðu nú til, pabba finnst ekki hægt að taka þessu þegjandi. Það er kannski bezt að þú lesir dagbókina. Hún er full af eymd og volæði. Þú veizt að maður skrifar allt sem maður hugsar, þegar maður er einmana. — Þú getur strikað yfir það sem þú vilt ekki birta. 16 VIKAN 16'tbl- — Dinny, það eru engin takmörk fyrir ástúð þinni og gæðum. Dinny strauk ermi hans. — Hverskonar maður er þessi Hallorsen? — Ef ég á að vera heiðarlegur, þá hefir hann mikið til brunns að bera; naglharður, ótrúlega áræðinn og svo hefir hann alls engar taugar; en hann er líka fyrst og fremst fullviss um eigið ágæti. Honum getur aldrei skjátlazt, og ef hann gerir einhver mistök, þá eru þau öðrum að kenna. Að hans áliti misheppnaðist leiðangurinn vegna vandræða við birgðaflutninginn, og það var það sem ég átti að sjá um. En þótt hann hefði fengið sjálfan erkiengilinn Gabriel til að annast þetta fyrir sig, hefði það aldrei getað farið á annan veg. Hann misreiknaði sig einfaldlega, en hann viðurkennir það aldrei. Þú getur lesið um þetta allt í dagbókinni. — Hefirðu séð þetta? Hún tók upp úrklippu úr dagblaði og las: „Því hefir verið fleygt að Cherrell höfuðsmaður ætli að gera ráð- stafanir til að verja heiður sinn vegna þeirra ásakana sem prófessor Hallorsen skrifar um í bók sinni um vísindaleiðangur til Bolivíu, þar sem hann skellir allri skuldinni fyrir mistökum, sem urðu til þess að leiðangurinn mistókst, á Cherrell höfuðsmann. Hallorsen segir að mistökin hafi orðið vegna þess að Cherrell hafi brugðizt skyldu sinni á örlagastundu“. — Þú sérð að blöðin ætla að gera sér mat úr þessu. — f hvaða blaði er þetta? —- Evening Sun. — Ráðstafanir! sagði Hubert bitur; — hvaða ráðstafanir? Eg hefi ekkert nema mín eigin orð. Hann sá um það þegar hann skildi mig eftir einan með þessum villimönnum. — Þá er það dagbókin, eða ekkert.... — Eg skal sækja þessa fjandans bók.... Um kvöldið sat Dinny við gluggann í herbergi sínu og las þessa „fjandans bók“. Tunglið kastaði geilsum sínum milli álmtrjánna, og þögnin var djúp, eins og í grafhvelfingu.... „Castro, þessi lúsuga skepna, hefir enn einu sinni stungið múl- dýrin með rýtingi sínum. Þessar vesalings skepnur eru ekkert nema skinn og bein og hafa ekki nema hálft þrek. ¥ig hefi varað hann við í síðasta sinn. Ef hann gerir þetta aftur, þá skal hann fá það.... Er með hitasótt. Castro fékk vel úti látin vandarhögg í morgun, heila tylft; ég ætla að sjá hvort hann lætur sér ekki að kenningu verða. Ég þoli ekki þessar skepnur, þeir eru á engan hátt mannlegir. Ó, bara að ég væri kominn á hestbak á Condaford og gæti gleymt þessum fenj- um og múldýrunum, sem eru eins og draugalegar beinagrindur....

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.