Vikan - 17.04.1969, Qupperneq 19
sýður um keipa, en hver hefur
síns að gæta. Einn passar skaut-
ið, annar vindbandið og þriðji
ráfalinn. Sá fjórði gætir þes's að
ausa, ef inn gefur sjó og sá
fimmti, formaðurinn, situr við
stjórn. Hann er orðinn roskinn
og hefur marga slíka vorferð
farið, þekkir vel farið, sem hann
fleytir og hefur aldrei hærra
siglt en við hæfi.
Þótt dætur Ránar hristi hvítt
faxið bregður honum hvergi,
hann raular gjarnan formanna-
vísu, strýkur með vinstri hendi
sædrifna grön og hækkar ögn
róminn, ef liðugra skríður.
Þegar kemur í hlé við skerin
er seglið dregið niður, mastrið
fellt og setzt undir árar. Hvers
má nú vænta? Eftir svona garð-
hrynu er algengt að netin fyll-
ast af þara og liggja í botni, þau
dragast til og af þeim shtna
uppihöld. Stundum slitna kljá-
böndin. Þá fljóta netin upp og
berast fyrir straum og vindi og
eru þá oftast að fullu töpuð.
Þegar búið er að athuga allar
lagnirnar hefur aðeins fundizt
eitt net af átta. „Líklega eru hin
farin veg allrar veraldar“, verð-
ur einum bóndanum að orði.
Nú er róið upp í lendingarvog-
inn suðvestan á nyrsta skerinu.
Mennirnir stökkva á land og
festa bátnum, svo er gengið upp.
Það sem fyrir augu ber vekur
enga veiðigleði öllu fremur ein-
hvern innri ömurleika, flest net-
in liggja í snargarði uppi á skerj-
unum, og í sumum þeirra brölta
soltnir vælandi kópar, rauð-
eygðir af vonlausum skælum.
Mæðurnar synda framan við
flúðirnar úrræðalausar og bjarg-
arþrota börnum sínum. Vélræði
mannsins hefur orðið þeim fjöt-
ur og óblíð náttúruöfl skapað
erfiðara skapadægur en hinn
tvífætti óvinur vildi vera láta.
Þannig er það oft í náttúrunn-
ar ríki að samverkandi öfl valda
stærri áföllum en fyrir varð séð
meðan aðeins einn þáttur var
ljós.
Því verður ekki neitað, að
við hagstæð skilyrði og eðlileg-
ar aðstæður, getur selveiði ork-
að æsandi og vakið tillitslausa
löngun eftir fengsælli för. En
atburðir þeir, sem hér hefur ver-
ið lýst, finnst flestum, sem
kynnzt hafa að nokkru marki
högum og háttum þessara fallegu
dýra, óæskilegir, og gera það
sem unnt er til að afstýra því
að svo fari, enda sjaldgæft að
slíkt hendi, því venjulega eru
netin tekin upp, ef veðurútlit
bendir til að breyting til hins
verra sé í aðsigi.
Og hátt mega boðar rísa við
Þorkelssker svo þannig fari sem
í þetta sinn.
Að liðnu lágnætti er aftur
haldið til lands. Vindur orðinn
hægur en þó svo að siglt verður.
Þokubakkinn sem undanfarið
hefur risið hátt við hafsbrún
eins og reiddur hnúastór hnefi,
er senn horfinn, með morgnin-
um verður mild gola sem strýk-
ur kollana, er ennþá leika
óhrjáðir við útsker.
í lygnu landvari eru lagðar út
árar og lent í vör. Farmurinn
er borinn á land og bátnum
brýnt.
Um það leyti sem sól roðar
hæstu hnúka, ganga sjófarend-
ur til hvílu. Enginn hefur minnst
á veiði eða sagt veiðisögu. Sam-
skipti sem þessi, eru selveiði-
bændum sízt að skapi við frænd-
ur sína, þótt til furðusagna sé
skyldleikinn rakinn. — Her-
menn Faraós — furðusaga. —
En blóðheitir og börn móður
náttúru — selur og maður. Þau
eru sannindi lífsins.
m [fn [1 pr mw mm
fll HJIIri 1 11 Öl llQínlil JiJiU
Fyi'r á árum, þegar farartæki
nútímans voru óþekkt og menn
urðu að axla byrðar sínar og
fara lítt færa heiðavegi til síns
heima eða heiman, þá þótti
Svínahraun svartur kafli á leið
þeirra, sem fara þurftu um
hellisheiði austur eða vestur yf-
ir fjall. Kolviðarhóll var um
langt árabil kærkominn og vel-
þekktur gisti- og áningastaður
þreyttum ferðalang.
Nú er líðandi stund í fáu lík
fyrri tíma. — Ennþá eiga þó
allir dagar kvöld og allar næt-
ur morgun — og ennþá er
Svínahraun grett og úfið á sömu
slóðmn. En nú liggja um það
breiðgötur fjölfarnar og krókur
mundi í Garðshorn hverjum
þeim, sem að. Kolviðarhóli legði
leið sína, svo mjög er hann nú
fjarri alfaravegi.
Fáir munu þeir í dag, sem bak-
sekki bera um heiðar og láta tvo
jafnfljóta ráða ferð sinni. —
Tæknin, hinn andlegi bolabítur
nútímans, hefur leyst þær viðj-
ar og fundið önnur og full-
komnari ráð .til sparnaðar á
líkamsorku manna.
En þrátt fjrrir þetta er enn
þörf áningarstaða og menn verða
fegnir að setjast niður stundar-
korn og teygja eða liðka lúna
limi, sem ekki hafa ennþá losn-
að úr þeim álagafjötrum mann-
lífsins, að nokkuð þurfi þó jafn-
an til brauðs að vinna, og hress-
ingin sé vel þegin, þegar svo
ber undir.
Ekki alls fyrir löngu ók ég
um þessar slóðir, og kom þá að
skúr neðst í Svínahrauni rétt
við veginn. Ekki eru húsakynni
þessi reist í hallarstíl og láta
ekki mikið yfir sér — en um-
hverfis var mikill fjöldi flutn-
ingabifreiða og á skúrinn stóð
letrað Litla kaffistofan. Það
leyndi sér því ekki, að hér var
áningarstaður þeirra, sem vegi í
vögnum aka.
Menn eru ekki sammála um
það, hvort forvitni sé ódyggð
eða dyggð, og um það skal ekki
rökrætt hér, en forvitnin gerði
það að verkum, að ég lét stöðva
þennan nútíma færleik minn,
steig út og leit inn. Þar var nóg
að starfa, ótal menn sátu þar
og gæddu sér á margskonar
góðmeti, að því er virtist, með
beztu lyst. — Og fyrir innan af-
greiðsluborðið stóð hún Ólína
Sigvaldadóttir, sem ólst upp
norður á Eyri í Árneshreppi, á
sama tíma og hann Eiríkur, sem
lofaði guð fyrir, að hann var
háttaður, kvöldið, sem síldar-
floti Norðmanna sigldi fyrst inn
á Ingólfsfjörð.
„Hvað, ert þú hér, Ólína?“ er
það fyrsta, sem mér verður á að
segja, enda þótt ég hafi hana
ljóslifandi þarna beint fyrir
framan mig.
„Jú, ekki ber á öðru, en heyrðu
góði, ef þú ert í einhverjum
blaðamanns hugleiðingum, þá
færð þú engar fréttir hjá mér.
Ég hef nefnilega einhvern veg-
inn komizt á snoðir um, að þú
fæst við þess háttar og gruna
þig því um græsku.“
„Ekki ferðu nú líklega að
amast við því, að ég sitji hér
smástund og virði fyrir mér líf-
ið og umhverfið, ef svo er, þá
hefur þú mikið breytzt frá því
í gamla daga, þegar við vorum
bæði útnesjafólk?“
„Nei, víst er þér velkomið að
tylla þér niður og ég ætla meira
að segja að gefa þér kaffi.“
Þá veit maður það, árin hafa
ekki breytt eðlinu hennar Ólínu,
en nokkuð annað er nú svipmót
okkar beggja en hérna á árun-
um, þegar við vorum að skvetta
okkur upp á Ströndunum. En
þar sem hún vill ekkert blaða-
viðtal við mig hafa, verð ég
bara að hripa niður það sem ég
heyri og sé og geta svo í eyðurn-
ar. Hér er allt innan veggja við-
felldið og vinalegt, enda jafnan
svo, að sá sem á nóg hjartarúm,
hann hefur tök á að búa vel að
þeim, sem á náðir hans leita um
fyi-irgreiðslu í hvaða mynd sem
er. Og til þess, að gott sé að koma
sem gestur, þarf ekki ætíð að
vera hátt til lofts og vítt til
veggja — það muna þeir gjörla,
sem eitthvað vita inn í gamla
tímann.
En hvers vegna að fara að
setja upp veitingastað hér í
Svínahrauni á þessar öld tækni
og hraða? Upp í Hveradölum er
myndarleg veitingastofa með
gínandi drekahöfuð rétt við veg-
inn, að vísu nú mest notuð af
skíðafólki og gestum, sem fara
til gleðifunda og gamanfei^Sa.
O gsíðan vegurinn kom um
Þrengsli, liggur hann þar langt
fjarri. Veitingaskálinn hennar
Ólínu hefur því komið í góðar
þarfir, enda mun henni ekki
gesta vant. Það er oft löng leið
að aka með vörufarm austan úr
sveitum og full þörf á hressingu,
þegar þarna er komið, því ennþá
er góður spölur til Reykjavíkur
og oftast í mörgu að snúast áð-
ur en bifreiðarstjórinn getur
gefið sér tíma til að hugsa um
munn og maga.
En það eru ekki allar konur
þannig, að fyrirgreiðsluþörfin sé
þeim svo eðlislæg, að búast um á
eyðilegum hraunjaðri til að. veita
vegfarendum beina, þó ef til vill
sé af því einhver hagnaðarvon.
Það er sagt, að þeir, sem fast-
ast leita þeirra hluta nú á dög-
um, finni víða matarholu og
þurfi ekki upp í hraun, til að
finna leið í því efni. Ég hef því
ekki trú á að gróðahyggja ein
hafi valdið því, hvar hún Ólína
hefur staðsett skúrinn sinn, og
mér sýnist á svip ökumannanna,
að þeir muni líta það sömu aug-
um og ég. Víst þurfa allir að
finna sér fjáraflaleiðir — sú er
krafa tíðarandans — en það er
ákaflega misjafnt, hve menn
vilja mikið á sig leggja, til að
afla þeirra verðmæta, sem lífs-
framvindan krefur, og engin^i
þarf að segja mér, að hér sé
leikur einn að láta allt fara vel
úr hendi.
„Hvernig er með vatn hérna?“
„Og þeir flytja það hingað á
tönkum, blessaðir bílstjórarnir.
Þeir flytja líka ýmsar nauðsynj-
ar, þegar þess þarf með.“
Þeir vita, hvers væri vant, ef
einn góðan veðurdag væri „Litla
kaffistofan“ ekki lengur til og
konan horfin úr hrauninu. Það
mundi margur þurfa að axla
erfiðari andlega byrði á leið sinni
um hraunið og heiðina. En hún
er svo fámál hún Ólína, að ég
get ekkert eftir henni haft, að-
eins heyrt og séð það sem fram
fer í kringum mig og víst er gott
hjá henni kaffið. En hvern
mundi hafa órað fyrir því, þeg-
ar hún sem ung stúlka var að
verka síld norður í Ingólfsfirði,
um það leyti sem hann Ólafur
frá Eyri hafði þar rekstur sinn,
að hún ætti eftir að setja sig
niður í svörtu hrauni suður á
Hellisheiði og veita þreyttum
ferðamönnum notalegan og vel
þeginn beina.
En við sjáum, þrátt fyrir alla
tækni og hraðfleygar framfarir
líðandi tíma, ósköp skammt í
framtíðina, henni verðum við að
mæta án fyrirfram vitneskju í
flestum tilfellum og alltaf of
óviðbúnir, að manni finnst.
En ef til vill er það líka bezt
svo. Hvert fótmál mun hafa sinn
tilgang, þótt við sjáum það ekki
fyrir.
En tilgangur konunnar í hraun-
inu er engum dulinn, þar veitir
hún þeim sem þess óskar við-
felldna fyrirgreiðslu.
Gott þeim sem njóta.
Framhald á bls. 45
16. tbi. VIKAN 19